Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 12
12 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR PIM FORTYUN HEIÐRAÐUR Ný stytta af hollenska stjórnmálamannin- um Pim Fortyun var afhjúpuð í Rotterdam í tilefni af því að ár er liðið frá því að hann var skotinn til bana. Nýtt hvítt túlípanaaf- brigði var nefnt í höfuðið á Fortyun til þess að heiðra minningu hans enn frekar. ÚTHLUTUN Pokasjóður verslunarinn- ar hefur úthlutað 60 milljónum til 54 aðila víðsvegar á landinu. Það var í áttunda skipti sem úthlutað er úr sjóðnum en um 300 milljónum hefur verið úthlutað frá upphafi. Sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum en 160 verslanir víða um land greiða í hann. Hlutverk sjóðsins er að legg- ja málum lið sem horfa til al- mannaheilla á sviði umhverfis- mála, mannúðar- og heilbrigðis- mála, menningar og lista og íþrótta og útivistar. Umsóknarfrestur rann út 3. mars sl. og bárust um 550 umsókn- ir. Stjórn sjóðsins skipa Bjarni Finnsson, formaður, Höskuldur Jónsson, frá ÁTVR, Jóhannes Jóns- son, frá Baugi, og Sigurður Á. Sig- urðsson, frá samtökum samvinnu- verslana og Kaupási. ■ Menningarhátíð: Vor í Árborg MENNING Menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin í lok maí. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga, frá 22. til 25. maí, og verður hún bæði umfangsmikil og fjölbreytt. Áhersla verður lögð á að virkja heimamenn, þar sem margir og fjölhæfir listamenn búa í sveitar- félaginu. Í boði verður meðal ann- ars ríflega tugur myndlistar- og ljósmyndasýninga og fimmtán tónlistarviðburðir eru bókaðir. Sú stefna hefur verið mörkuð að frítt sé inn á svo til alla viðburði hátíð- arinnar sem er styrkt af sveitar- félaginu, fyrirtækjum og félaga- samtökum. ■ NEYTENDUR Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag nýjan þjónustu- samning við Neytendasamtökin. Í samræmi við ákvæði samningsins taka Neytendasamtökin að sér að veita neytendum leiðbeiningar- þjónustu og aðstoð vegna kvart- ana þegar vörur eru gallaðar eða þjónustu er áfátt. Jóhannes Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna segir að samningurinn snú- ist um að neytendur geti fengið aðstoð við að ná fram rétti sínum. „Ég vek hins vegar athygli á því að samkvæmt samningnum fáum við 10 milljónir en reksturinn kostar okkur 27 milljónir á ári.“ Jóhannes segir líta svo á að samningur sé áfangi en Neytenda- samtökin geri kröfu um að stjórn- völd greiði allan kostnaðinn eins og tíðkist í öðrum löndum. „Það þarf að vera til leið utan dómstóla- kerfisins því kostnaður við dóm- stólaleiðina er í flestum tilfellum allt of hár,“ segir Jóhannes Gunn- arsson. ■ STJÓRNMÁL Minnkandi fylgi Sam- fylkingarinnar í skoðanakönnun- um má einna helst rekja til hræðsluáróðurs stjórnar- flokkanna og ýmissa hagsmuna- aðila í sjávarútvegi að sögn Ingi- bjargar Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefnis Samfylking- arinnar. „Þetta hefur verið mikil orra- hríð, enda miklir s é r h a g s m u n i r þarna á ferðinni,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Um 80% þjóðarinnar hefur lýst andstöðu sinni við kvótakerf- ið en nú hefur það verið prentað inn að ef því verði breytt fari allt á annan endann. Svona hræðslu- áróður getur virkað.“ Aðspurð segir hún að þeir hagsmunaaðilar sem helst hafi beitt sér gegn flokknum séu Landssamband íslenskra útvegs- manna og Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum. Hún segist hins vegar ekkert gefa eftir þótt flokkurinn hafi mælst undir kjör- fylgi í könnun Gallup í fyrradag og rétt yfir kjörfylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins. „Maður er í pólitík til þess að koma ákveðnum hugmyndum á framfæri og ákveðnum stefnu- miðum og það eru þau sem gilda. Kosningar eru enginn spilagald- ur. Þetta snýst um málefni og þau breytast ekkert á síðustu vik- unni. Á endanum verða menn bara að standa með sjálfum sér og sínum málefnum.“ Samkvæmt niðurstöðum síð- ustu skoðanakannana heldur stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks velli. Ingi- björg Sólrún segist alls ekki vera viss um að það verði niðurstaðan á kjördag. Það yrðu allavega mik- il vonbrigði ef sú yrði reyndin. „Við höfum ekki trú á því að það sé það sem fólk vill. Að hér verði ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins í 16 ár. Það er geysilega mikil hreyfing á fylginu og ég tel að staðan núna bjóði upp á mörg tækifæri og möguleika. Það er bara spurning um að koma auga á þá og nýta þá og það munum við gera.“ Ingibjörg Sólrún segir að eftir sem áður sé meginmarkmið Sam- fylkingarinnar að koma stjórn- inni frá. trausti@frettabladid.is Pokasjóður verslunarinnar: Sextíu milljónum úthlutað UM 60 MILLJÓNUM ÚTHLUTAÐ Stjórnarmenn í Pokasjóði, Höskuldur Jóns- son frá ÁTVR, Jóhannes Jónsson frá Baugi og Sigurður Á. Sigurðsson frá samtökum samvinnuverslana og Kaupási, afhenda ungum styrkþegum skerf úr sjóðnum. Nýr þjónustusamningur: Neytendur fá aðstoð NÝR SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Neytendasamtökin fengu 10 milljónir en þurfa 27 segir Jóhannes Gunnarsson. Markmiðið er að koma stjórninni frá Samfylkingin dalar verulega í skoðanakönnunum. Ingibjörg Sólrún segir að stjórnarflokkarnir og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi beiti hræðsluáróðri. Trúir ekki öðru en að fólk vilji breytingar. ■ „Þetta hefur verið mikil orrahríð enda miklir sérhags- munir þarna á ferðinni.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar segir að þeir hagsmunaaðilar sem helst hafi beitt sér gegn flokknum séu Landssamband íslenskra útvegsmanna og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. BLÁU HÚSIN FAXAFENI SÍMI 553 6622 www.hjortur.is. Opnunartími: mánudaga-föstudaga 10-18 • laugardaga 11-16 V o r ú t s a l a 25-50% fimmtudag, föstudag, laugardag og mánudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.