Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 8. maí 2003 hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MAÍ fimmtudagur  16.45 RÚV Handboltakvöld. Sýnt frá íslenska hand- boltanum.  18.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.30 RÚV Snjókross. Þáttaröð um kappaksturs- mótaröð vélsleðamanna (e).  18.30 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  19.15 Austurberg ÍR-ingar taka á móti Haukum í öðrum úrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta.  20.00 RÚV Íslandsmótið í handbolta. Bein útsend- ing frá seinni hálfleik leiks ÍR og Hauka í úrslitakeppni karla.  20.00 Sýn US PGA Tour 2003. Golfmót í Bandaríkj- unum.  21.00 Sýn European PGA Tour 2003. Golfmót í Evr- ópu.  22.00 Sýn Football Week UK. Vikan í enska boltan- um.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn HM 2002. Sýnt frá leik Senegal og Úr- úgvæ á HM í fótbolta í Asíu. GUÐNI Guðni Bergsson hefur staðið sig vel með Bolton á undanförnum átta árum. Hann leikur sinn síðasta leik með félaginu um næstu helgi. Guðni Bergsson: Heiðraður af borgar- stjóranum FÓTBOLTI Guðni Bergsson, leikmað- ur Bolton, hefur verið heiðraður af John Walsh, borgarstjóranum í Bolton, vegna góðrar frammi- stöðu sinnar með félaginu á und- anförnum átta árum. Guðni, sem er afar vinsæll í Bolton, fékk að gjöf áletraðan kristalvasa til minningar um dvöl sína hjá Bolton er hann heimsótti borgarstjórann í fyrradag. „Guðni hefur staðið sig frá- bærlega með Bolton Wanderers og hefur reynst bæði félaginu og borginni mikill styrkur. Það verð- ur erfitt að sjá á eftir honum,“ sagði Walsh á heimasíðu Bolton. ■ FÓTBOLTI Forráðamenn Tottenham hafa ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við framherjann Teddy Sheringham. Sheringham, sem er 37 ára gamall, hefur skor- að 13 mörk í 37 leikjum fyrir Tottenham á leiktíðinni. Að sögn félagsins hefur áherslan verið lögð á framtíðina og því er ekki pláss fyrir Sher- ingham lengur. „Teddy hefur staðið sig frábærlega fyrir okk- ur, ekki bara innan vallar heldur hefur hann sett gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ sagði Glenn Hoddle, stjóri Tottenham. „Hann hefur staðið sig frábær- lega á leiktíðinni og við óskum honum góðs gengis í framtíð- inni.“ Sheringham gekk fyrst til liðs við Tottenham árið 1991 en skipti yfir í Manchester United árið 1997. Þar vann hann m.a. þrennuna frægu árið 1999. Í maí árið 2001 sneri Sheringham aft- ur til Tottenham og var umsvifa- laust gerður að fyrirliða liðsins. Síðasti leikur kappans með Lundúnaliðinu verður á sunnu- dag á heimavelli gegn Black- burn. Óvíst er hvað tekur við hjá Sheringham eftir þessa leiktíð en hann hefur lýst því yfir að hann vilji gerast knattspyrnu- stjóri í framtíðinni. ■ SHERINGHAM Teddy Sheringham sneri aftur til Tottenham frá Manchester United í maí árið 2001. Teddy Sheringham: Kveður Tottenham á sunnudag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.