Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 46 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Íris Gunnarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri femin.is, vinn- ur nú að því að selja vefinn vísir.is út úr fyrirtæki sínu eftir að hafa rekið vefina samhliða í eitt ár. Hér eftir ætlar hún að einbeita sé að rekstri femin.is, sem er orðinn þriggja ára og blómstrar sem aldrei fyrr: „Þrátt fyrir nafnið er ég ekki femínisti þó ég styðji jafnréttis- baráttu kvenna í launamálum. En ég vil að konur fái að vera konur og karlar karlar. Til dæmis vil ég að karlmenn opni fyrir mér dyrn- ar þegar ég fer fínt út að borða,“ segir Íris, en hún er Reykjavíkur- mær sem búsett er í Kópavogi. Áður en hún stofnaði femin.is starfaði Íris á markaðsdeild Ís- lenska útvarpsfélagsins. Í fyrra lauk hún svo námi í markaðs- og útflutningsfræðum hjá Endur- menntunardeild Háskóla Íslands: Íris segir að á femin.is sé allt fyrir konur á einum stað. Í raun sé þetta eins og tímarit á vefnum: „Þetta er samfélag kvenna. Þarna geta konur bæði gefið og þegið ráð. Og líka verslað,“ segir Íris, sem er í sambúð með Guðmundi Erni Jóhannssyni, sem margir þekkja úr sjónvarpsauglýsingum happdrættis DAS; manninum sem er að leggja inn og fer létt með það. Saman eiga þau tvö börn, Díönu Írisi, 18 ára, og Jóhann Berg, 12 ára. ■ Persónan ÍRIS GUNNARSDÓTTIR ■ Eigandi og framkvæmdastjóri femin.is styður jafnréttisbaráttu kvenna en vill að karlmenn opni fyrir sér dyr þegar hún fer fínt út að borða. ...fær Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaðar sjónvarpsauglýs- ingar. Fréttiraf fólki Á femin.is – ekki femínisti ■ Leiðrétting Mundu - fyrir kl. 21.15 á laugardag. S Við höfum lagt mikla vinnu í aðskoða þetta af alvöru,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, um hugmyndir um ís- lenska útgáfu af bandaríska sjón- varpsþættinum American Idol. Þátturinn er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum í dag og fram- leiddur víða um heim í sama formi líkt og Viltu vinna milljón? Ef af verður mun Stöð 2 fylgja hefðinni og gera sína útgáfu af þættinum með öllu sem fylgir: „Ef við gerum þetta verður allt landið undir og við með forkeppnir á landsbyggð- inni til að finna hæfileikafólk,“ segir dagskrárstjórinn. American Idol gengur út á að finna poppstjörnur framtíðarinn- ar með því að gefa almenningi kost á að spreyta sig í söng og sviðsframkomu. Þriggja manna dómnefnd situr svo og metur þátt- takendur; oft af mikilli hörku og í því liggja vinsældir þáttarins ekki hvað síst. Þar fer fremstur í flokki Simon Cowell, sem tætir fólk í sig af fáheyrðu miskunnarleysi. Hef- ur hann fyrir bragðið náð þeim ár- angri að verða einn vinsælasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna. Reyndar er Simon Breti og sat á sínum tíma í dómnefnd bresku út- gáfunnar af American Idol sem heitir Pop Idol. Frammistaða hans þar þótti með slíkum ágætum að hann var fluttur til Bandaríkjanna og gerður að kjölfestu þáttanna þar. Ýmsir hafa verið nefndir til að taka sæti Simon í íslensku útgáf- unni og ber þar hæst nafn Björg- vins Halldórssonar, sem þykir hafa flest það til að bera sem dóm- ara í keppni sem þessari er nauð- synlegt: Þekkingu á tónlist, auga fyrir hæfileikum og síðast en ekki síst – munninn fyrir neðan nefið. „Við höfum enn ekki ákveðið hvort ráðist verði í þetta stórverk- efni en ef af verður bindum við miklar vonir við það,“ segir dag- skrárstjóri Stöðvar 2, sem ef til vill hefur þarna fundið arftaka Viltu vinna milljón? sem verið hef- ur vinsælasti þáttur Stöðvar 2 um árabil. Stjörnuleit með Björgvini Halldórssyni gæti orðið smellur næstu ára. eir@frettabladid.is Vegna fjárausturs menntamálaráðherra undanfarnar vikur skal tekið fram að nafn hans er ekki Tómas Ingi Alrich. Atli Gíslason hæstaréttarlög-maður, sem skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur opnað heima- síðu á lokaspretti kosningabaráttunn- ar. Slóðin á síðuna er www.atligisla.is og þar birtir hann æviágrip sitt, greinar og ræður um málefni og úrræði og fleira. Atli hefur starf- að sem lögmaður í nær 25 ár og segist vera grænn í gegn auk þess sem hann er líka einlægur friðarsinni og femínisti. Hann hefur barist gegn framkvæmdun- um við Kárahnjúka og hefur stað- ið í málaferlum gegn ríkinu vegna þeirra. Meðal þess sem hann gerir að umtalsefni á nýju síðunni er ótrúverðugur um- hverfisráðherra, skattaskandall og fjárfestingar í börnum. Þá lýs- ir hann því yfir að kvenfrelsi og réttlæti séu næst á dagskrá. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Bjarnarborg. Gro Harlem Brundtland. Victoria’s Secret. ÍRIS GUNNARSDÓTTIR Ætlar að snúa sér alfarið að rekstri femin.is eftir sölu á vísi.is Stjörnuleit á Stöð 2 SIMON COWELL Tætir í sig keppendur af fáheyrðu misk- unnarleysi. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Kemur sterklega til greina sem íslenska út- gáfan af Simon í American Idol. Sjónvarp ■ Stöð 2 vinnur nú markvisst að því að koma á laggirnar og sýna íslenska útgáfu af sjónvarpsþættinum American Idol. Þátturinn er sá vinsælasti vestanhafs og sýndur í sama búningi víða um lönd, líkt og Viltu vinna milljón?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.