Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 8
8 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Stórhuga Við skulum fara Stórasand. Halldór Blöndal leitar eftir stuðningi. Morgunblaðið, 7. maí. Að standa við stóru orðin Margir sögðust aldrei ætla í gegnum þau en þeir sömu bíða nú óþreyjufullir ef þau lokast í tvo klukkutíma. Páll Sigurjónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Ístaks, um Hvalfjarðargöngin. Viðskiptablaðið, 7. maí. Kannski ekki í þjóðskrá? Ég hef reyndar furðað mig á því hvers vegna í ósköpunum ég hafi aldrei lent í úrtaki í þessum könnunum. Arna Schram, blaðamaður. Morgunblaðið, 7. maí. Orðrétt Förðunarnám sem gefur f jö lbreyt ta mögule ika Sumarnámskeið: Kópavogi, 12. maí 2003 Akureyri, 19. maí 2003 Haustnámskeið: Kópavogi, 15. sep 2003 Akureyri, 22. sep 2003 Förðunarskóli NO NAME Hjallabrekka 1 - Kópavogi Srandgata 25 - Akureyri hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 588 6525 eða á heimasíðu okkar, www.noname.is Nemendur NO NAME sýndu sig og sönnuðu á förðunarkeppni Tískan á Hótel Íslandi, mars 2003: Vörumerkið NO NAME er tákn um gæði og fagmennsku. Bæði er það tákn um hágæða snyrtivörur og einnig eitthvert besta og reyndasta fagfólk sem völ er á atvinnu- mennsku í förðun eða sem áhugamál, þá er Förðunarskóli NO NAME svarið Elva Hrund Þórðardóttir - SVARTHVÍT FÖRÐUN Harpa Lind Harðardóttir - SMOKY FÖRÐUN Silja Þórðardóttir - TÍMABILAFÖRÐUN Silja Þórðarrdóttir - KVÖLDFÖRÐUN Harpa Lind Harðardóttir - BRÚÐARFÖRÐUN Ásthildur Davíðsdóttir - LITADÝRÐ Kennarar með áralanga reynslu í faginu: Kristín Stefánsdóttir - Birta Björnsdóttir - Embla Sigurgeirsdóttir - Andrea Magnúsdóttir - Kristín Hlín Pétursdóttir. T í s k u - o g l j ó s m y n d a f ö r ð u n H æ g t a ð v e l j a u m 6 e ð a 1 2 v i k u r Hugrún Malmquist var í 1. sæti nema. Agnes Björk Helgadóttir var í 2. sæti nema. WASHINGTON, AP Gamalreyndur embættismaður, L. Paul Bremer, mun hér eftir hafa yfirumsjón með uppbyggingarstarfi og stjórnar- myndun í Írak fyrir hönd banda- rískra yfirvalda. Bremer, sem var formlega útnefndur af George W. Bush Bandaríkjaforseta, er nú æðsti embættismaður Bandaríkj- anna í Írak. Útnefning Bremer er liður í því að koma á sáttum á milli utanríkis- ráðuneytisins og varnarmálaráðu- neytisins varðandi tilhögun mála í Írak. Utanríkisráðherrann Colin Powell hafði óskað eftir því að meira vald yrði sett í hendur borg- aralegra stjórnvalda á meðan Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra taldi rétt að herinn gegndi ráðandi hlutverki í uppbyggingar- starfinu. Í ræðu sem Bush forseti hélt í tilefni af útnefningunni fór hann stórum orðum um ágæti Bremer. „Við erum að senda af stað einn af okkar allra hæfustu þegnum.“ Bremer, sem er 61 árs, er fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Hollandi. Hann stýrði auk þess um nokkurra ára skeið aðgerðum bandarískra yfirvalda gegn hryðju- verkum og á sínum yngri árum starfaði hann sem aðstoðarmaður tveggja fyrrum utanríkisráðherra. Embætti Bremers heyrir beint undir utanríkisráðuneytið og mun hann gefa Colin Powell daglega skýrslu af gangi mála í Írak. Jay Garner, sem verið hefur í hlutverki eins konar landstjóra í Írak, verður undirmaður Bremers. ■ ÁSTRALÍA, SMH Ástralska morgun- blaðið Sydney Morning Herald skýrði frá því að blaðið hefði und- ir höndum vikugamla upptöku af rödd Saddams Husseins, þar sem hann hvetur Íraka af öllum trúar- brögðum til að hrekja innrásar- herinn á brott og lofar glæstum sigri innan tíðar. Enn er verið að rannsaka hvort röddin tilheyri Saddam en upptök- una fengu blaðamenn SMH nánast upp í hendurnar á hóteli í Bagdad. „Algjör heppni,“ sagði Ed O’Loughlin, fréttastjóri blaðsins. „Tveir menn nálguðust blaða- mennina og buðu þetta. Það er eng- in ástæða ennþá til að vefengja upptökuna, mennirnir vildu engin laun fyrir og hurfu á brott áður en mínir menn áttuðu sig.“ Saddam Hussein er enn ófund- inn. Skilaboð hans eru þvert á þá stöðu sem uppi er í Írak og vekja spurningar um veruleikaskyn Saddams ef það er í raun hann sem upptakan er af. ■ Þaulreyndur embættismaður sendur til Íraks: Powell fékk vilja sínum framgengt Á FUNDI Í HVÍTA HÚSINU Bush Bandaríkjaforseti segir að L. Paul Bremer búi yfir ómetanlegri reynslu sem muni koma að góðum notum í uppbyggingarstarfinu í Írak. Segjast hafa upptöku með Saddam: Lofar Írökum sigri SADDAM HUSSEIN Skilaboðin í upptökunni eru ekki í takt við aðstæður í Írak. AUÐLINDIN „Þetta eru að öllu leyti einkaskoðanir Stefáns Jóns sem ég held að séu raunar fræðilegar vangaveltur af hans hálfu,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, um ummæli Stefáns Jóns Hafstein um fiskveiði- kerfið í útvarpsþætti Hallgríms Thorsteinssonar á Útvarpi Sögu. Á Útvarpi Sögu sagði Stefán Jón að réttlátara væri að bjóða út auðlindina á alþjóðamarkaði held- ur en að nokkrir einstaklingar fengju þær til eignar. „Hann hef- ur fullan rétt á að hafa þessar skoðanir en þær koma Samfylk- ingunni ekkert við,“ segir Össur. „Viðhorf af þessu tagi eru alls óskyld stefnu Samfylkingarinnar, sem hefur aldrei rætt, hvað þá áformað, að bjóða aflaheimildir út á alheimsmarkaði. Það er svo fjar- ri öllu lagi að það tekur því ekki að þvælast um það.“ ■ Össur Skarphéðinsson: Einkaskoðanir Stefáns Jóns ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Þessar skoðanir koma Samfylkingunni ekkert við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.