Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 8. maí 2003 FÍNNI FATNAÐUR Merkjafatnaður á 50-80% lægra verði O U T L E T 1 0 +++ merki fyrir minna +++ Faxafeni 10 - Sími 533 1710 Ger ðu góð kau p Opið Mán. - fös. 11-18 Lau. 11-16Póstsendum Dömu Herra Barna FCUK Sandalar Sparkz Levi's Studio DKNY Imitz Studio Wrangler 5.500 1.990 990 4.990 3.990 1.900 2.990 6.990 3.990 3.500 1.500 990 2.990 2.500 590 Dömu og Herra Leður og rúskinnsjakkar Allar stærðir kr. 9.900 12.500 490 1.790 1.490 1.990 1.590 2.990 4.990 990 5.990 490 1.990 Kjólar bolir gallajakkar buxur hlýrabolir pils kápur Strigaskór Diesel Fila Fila Wrangler Everlast Inniskór gallapils buxur bolir strigaskór gallar barna Jakkaföt Apollo Jogging Apollo Everlast Everlast 4You Levi's Mao Diesel Boxers 2pk Rescue T-bolir peysur skyrtur frá: peysur bolir peysur gallabuxur buxur skór nærbuxur vindjakkar Þeir sem ekki eru sammálaVinstrihreyfingunni – grænu framboði eiga ekki að kjósa þann flokk. Þeir kjósa að sjálfsögðu þá stjórnmálaflokka sem bera fram sjónarmið sem eru í samræmi við þeirra eigin hugsjónir. En á sama hátt hlýtur það að vera rökrétt að þeir sem vilja styðja félagshyggju, umhverfisvernd og sjálfstæða ut- anríkisstefnu ljái Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði stuðning sinn. Þörf á nýrri ríkisstjórn Stundum heyrist því fleygt að eðlilegt sé að styðja þann stjórnar- andstöðuflokk sem stærstur er og þannig aukist líkur á stjórnarskipt- um. Ég held að þetta sé röng nálg- un. Enginn einn flokkur mun mynda næstu ríkisstjórn. Falli rík- isstjórnin hljóta tveir eða þrír flokkar að mynda næstu stjórn. Kjósendur geta þá ráðið því hvaða viðhorf þeir vilja styrkja innan slíkrar ríkisstjórnar. Hvað Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð snertir þá vita allir hvar þeir hafa hana. Stefna hennar er skýr og úr- ræðin sem við höfum upp á að bjóða eru vel úthugsuð, hvort sem er í sjávarútvegsmálum, atvinnu- málum, húsnæðismálum eða öðrum málaflokkum. Munur á Samfylkingu og VG Auðvitað hafa aðrir stjórnmála- flokkar stjórnarandstöðunnar einnig sínar áherslur og lausnir. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér þær einnig. Það er stað- reynd að það er verulegur munur á stefnu Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samfylkingin gengur talsvert langt í tilboði sínu um al- mennar skattalækkanir jafnframt því sem boðuð er uppbygging í vel- ferðargeiranum. Ég fæ ekki annað séð en slíkt sé ávísun á aukin not- endagjöld. Þessu höfnum við og er það ástæðan fyrir því að við leggj- um ekki til að tekjur ríkisins verði rýrðar. Gvendarbrunnarnir aldrei til Kóka kóla Í skipulagsmálum hafa áherslur einnig verið mismunandi. Samfylk- ingin hefur stutt einkavæðingu rík- isstjórnarinnar í talsvert ríkum mæli, hrósaði henni fyrir einka- væðingu ríkisbankanna og undir lok þingsins var Samfylkingin reiðubúin að hleypa í gegn frum- varpi ríkisstjórnarinnar sem hefði heimilað hlutafélagavæðingu vatnsveitnanna. Því vorum við al- gerlega andvíg og sögðum að eign- arréttur á drykkjarvatni heyrði til grundvallarréttinda sem ekki kæmi til greina að setja í hendur á einkafyrirtæki. Deila mætti um ágæti þess að fela fyrirtæki rekst- ur um stundarsakir en eignarhald- ið á Gvendarbrunnum skyldi aldrei færast í hendur Kóka kóla svo lengi sem við getum haft einhver áhrif á slíkt. Um þessa afstöðu, að standa gegn heimild til hlutafé- lagavæðingar vatnsins, var Vinstrihreyfingin – grænt framboð ein á báti. Þetta nefni ég ekki af neinum illvilja í garð Samfylking- arinnar heldur einfaldlega kjós- endum til glöggvunar. Þessir stjórnmálaflokkar hafa mismun- andi áherslur og er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir því og kjósi í samræmi við þau sjónar- mið sem þeir vilja styrkja í sessi. Stjórnarandstaðan á að mynda ríkisstjórn Að þessu sögðu legg ég áherslu á að ég tel að Vinstrihreyfingin – grænt framboð eigi tvímælalaust að mynda stjórn með stjórnar- andstöðuflokk- unum að loknum k o s n i n g u m . Kjósendur eiga rétt á því að við skýrum afdrátt- arlaust frá því hvað við viljum í þessu efni og það höfum við gert í VG. Ég vona að kjósend- ur horfi nú yfir sviðið og minnist undangenginna fjögurra ára, með sínum Öryrkjadómum, spillingar- málum í tengslum við einkavina- væðingu, Kárahnjúkum og áhersl- um í skatta- og atvinnumálum að ógleymdum utanríkismálunum. Viljum við sömu ráðherrana áfram við völd? Eða viljum við gerbreytt- ar áherslur þar sem velferð alls þjóðfélagsins er höfð að leiðarljósi en ekki minnihluta þjóðarinnar – þess sama og makað hefur krókinn undanfarin fjögur ár? Við getum breytt þessu á laugardaginn. ■ Fólk kjósi samkvæmt hugsjón sinni Kosningar maí 2003 ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skrifar um stefnumál Vg. „„Viljum við sömu ráð- herrana áfram við völd? Eða vilj- um við ger- breyttar áherslur?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.