Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 30
■ ■ FUNDIR  16.15 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir lektorar halda fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ í salnum Skriðu í Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð. Í fyr- irlestrinum, sem nefnist Getur Rauð- hetta verið brún?, fjalla þær um rann- sókn á fjölmenningarstarfi í leikskólan- um Lækjaborg.  17.30 Hilmar J. Malmquist líffræð- ingur flytur fræðsluerindi um lífríki El- liðavatns í Kórnum, fundarsal á 1. hæð Bókasafns Kópavogs.  20.00 Félagar úr ritlistahópi Kópa- vogs lesa úr verkum sínum á Café Borg, Hamraborg 10.  20.00 Sumarið og sorgin er yfir- skrift síðasta fræðslufundar vetrarins hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, sem verður haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð. Séra Halldór Reynisson mun leiða um- ræðuna með þátttöku syrgjenda. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Rútuferð fyrir eldri borgara verður farin frá Gjábakka og Gullsmára í Kópavogi. Skoðaðir verða þingstaður- inn Þingnes við Elliðavatn og gamli þingstaðurinn á Kópavogstúni. Farar- stjórar eru Björn Þorsteinsson hjá Kópavogsbæ og Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur. Kaffi og meðlæti á Gjábakka að ferð lokinni. ■ ■ TÓNLIST  18.00 Nemendatónleikar Fjöl- menntar, fullorðinsfræðslu fatlaðra, verða haldnir í Salnum, Kópavogi í til- efni af Evrópuári fatlaðra. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  20.00 Tónleikar Kvennakórs Kópavogs og Karlakórs Kópavogs verða í Kópavogskirkju. Einsöngvarar á tónleikunum verða þær Sigríður Sif Sævarsdóttir og Inga Þórunn Sæ- mundsdóttir, undirleikari verður Juli- an Hewlett og stjórnandi beggja kóra er Natalia Chow Hewlett. ■ ■ DANSLIST  20.00 Íslenski dansflokkurinn fagnar 30 ára starfsafmæli nú í byrjun maí með sýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sýnd verða brot úr nokkrum af eftirminnilegust verkum flokksins og frumsýnt verður nýtt verk eftir Láru Stef- ánsdóttur. Hljómsveitin Skárren ekkert flytur lög úr eldri verkum auk þess sem Egill Ólafsson og Jóhanna Linnet flytja lög úr sýningunni Ég dansa við þig. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guð- mundsdóttur verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Kvetch eftir uppreisnar- manninn Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Á senunni.  20.00 Gesturinn eftir Eric- Emmanuel Schmitt á Nýja sviði Borgar- leikhússins verður sýndur nokkrum sinnum vegna fjölda áskorana.  20.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Englishman & Shangoband frá Jamaíku ljúka reggíhátíðinni á Grand Rokk í kvöld.  22.00 Valur úr Buttercup og Steinarr úr Dead Sea Apple spila uppá- haldslögin ykkar á Café Amsterdam.  22.30 Furstarnir spila á Hverfis- barnum ásamt Geir Ólafssyni og Har- ald Burr. ■ ■ SÝNINGAR  Fyrsta einkasýning Markúsar Þórs Andréssonar hófst um helgina í Engla- borg, Flókagötu 17. Húsið byggði list- málarinn Jón Engilberts sem vinnustofu og íbúð handa sér og fjölskyldu sinni skömmu eftir stríð. Í húsinu er stór salur sem nú er í fyrsta sinn lagður í hendur utanaðkomandi listamanns. 30 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MAÍ FimmtudagurS umarið reynist syrgjendum oft erfiður tími,“ segir séra Halldór Reynisson og tilgreinir þrjár meginástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi vegna þess að ýmsar hefðir og venjur bundnar sumr- inu eru oft mjög sterkt tengdar fjölskyldunni. Þá fer fólk í ferða- lög og í sumarbústaði. Í öðru lagi má nefna að fólk er oft í fríi á sumrin og þá sækja oft að erfið- ar hugsanir og tilfinningar þegar fólk er ekki að vinna, þar sem það getur dreift huganum. Loks getur oft reynst erfiðara að fá aðstoð og stuðning á sumrin þeg- ar þeir sem slíkt veita eru sjálfir í sumarfríi, svo sem prestar, læknar og aðrir í heilbrigðisgeir- anum.“ Samtökin Ný dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarvið- brögð, ætla einmitt að helga síð- asta fræðslufund sinn þennan vet- ur „sumrinu og sorginni“. Fundur- inn verður haldinn í kvöld í Safn- aðarheimili Háteigskirkju. „Fræðslufundirnir hjá okkur hafa verið tvenns konar í vetur. Annars vegar eru fyrirlestrar um hinar ýmsu hliðar sorgarinn- ar og viðbrögðin við henni. Hins vegar eru samræðufundir þar sem fólk mætir og segir reynslu sína af sorginni og deilir hugs- unum sínum um þessi mál.“ Fundurinn í kvöld verður eins konar sambland af þessu. Séra Halldór leiðir umræðuna með þátttöku syrgjenda. „Samtökin Ný dögun voru stofnuð af syrgjendum fyrir nærri sextán árum. Þessi sam- tök hafa hjálpað mjög til að gera umræðu um sorgina opnari og eðlilegri hér á landi, því áður fyrr áttu Íslendingar helst að bera harm sinn í hljóði.“ ■ ■ KIRKJUSTARF Sumarið og sorgin BALDUR ÞÓRHALLSSON Ég hef lengi ætlað mér að sjásýningu Helga Þorgils á Kjar- valsstöðum,“ segir Baldur Þór- hallsson, dósent í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. „Ég er mjög hrifinn af málverkunum hans og langar mikið að sjá þessa sýningu. Mig langar líka til að skoða kosningaáróðurinn. Það er ekki síst spennandi svona þegar það er að koma kosningahelgi og það er gaman að sjá hvernig þetta hefur breyst. Þá eru tvær áhuga- verðar leiksýningar sem ég hef áhuga á en það eru Sellófón sem Björk Jakobsdóttir er að leika og Kvetch á Nýja sviðinu í Borgar- leikhúsinu. Þetta er held ég næst- síðasta sýning þannig að það fer hver að verða síðastur. Mér sýnist þetta vera svona hæfileg blanda myndlistar, leiklistar og áróðurs.“  Val Baldurs Þetta lístmér á! ✓ SÉRA HALLDÓR REYNISSON „Sumarið og sorgin“ er yfirskrift síðasta fræðslufundar vetrarins hjá samtökunum Nýrri dögun, sem haldinn verður í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld. ✓ ✓ Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árunum 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1.000 kr. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563-1790 Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16 Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 Vorsýning Listaháskóla Íslands opnuð 10. maí kl. 14.00 Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR Helgi Þorgils (lýkur 11.maí) Listamannsspjall listamannsins sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN 13-16 Eygló Harðardóttir, Ásmundur Sveinsson (lýkur 11. maí) Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp- um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. Opnanir 10. maí kl. 14.00 Brýr á þjóðvegi 1: Gunnar K. Gunnlaugsson opnar sýningu á ljósmyndum af brúm á þjóðvegi 1 Íslandsteppið: Íslenska bútasaumsfélagið opnar sýningu á bútasaumsteppum. 18.maí - Dagur hljóðfærisins Óbó og fagott s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is Hefurðu kynnt þér bókamenntavef Borgarbókasafns? www.bokmenntir.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.