Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 22
22 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR Jafnréttis- og fjölskyldustefnaer grunninntakið í jafnaðar- hugsjón Samfylkingarinnar,“ sagði Rannveig Guðmundsdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinn- ar og frambjóðandi í Suðvestur- kjördæmi, á fundi flokksins í Landspítalanum. „Við viljum ekki síst hugsa um fjölskyldurn- ar sem eru að koma úr námi og eru með námsskuldir á bakinu.“ Rannveig sagði íslenskt þjóð- félag vera að mörgu óvinsam- legt slíkum fjölskyldum. „Allt í einu, þegar heim er komið, blas- ir við gríðarlega langur og erfið- ur vinnudagur,“ sagði hún. „Matur er allt að 72% hærri en á Norðurlöndum og allt er dýrara. Samfélagið er óvinsamlegra. Óvinsamlegra segi ég, meðal annars vegna þess að á tímum mikils góðæris hefur ríkis- stjórninni hentað að spara átta milljarða í barnabótum á síðustu árum.“ Rannveig sagði Samfylking- una vilja koma betur til móts við fjölskyldufólk. „Við ætlum að hækka skattleysismörk í krónu- tölu,“ sagði hún. „Það mun koma þeim til góða sem eru í þeirri stöðu sem ég er að lýsa. Við ætl- um jafnframt að efla barnabæt- ur og borga þær til 18 ára aldurs og við ætlum að fella niður stimpilgjöld af íbúðarkaupalán- um. Við viljum einnig að fjórð- ungur af endurgreiðslu náms- lána verði frádráttarbær frá skatti í sjö ár eftir að námi lýk- ur og við ætlum að létta þessar endurgreiðslur.“ ■ RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Sagði Samfylkinguna vilja hækka skatt- leysismörk og efla barnabætur. Það er búið að opna upp hið póli-tíska landslag á Íslandi sem hefur verið niðurnjörvað í 70 ár,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á vinnustaða- fundi Samfylk- ingarinnar í mötuneyti Land- spítalans í Foss- vogi. „Í 70 ár hefur verið einn aðalleikandi á sviðinu, sem er S j á l f s t æ ð i s - f l o k k u r i n n . Hann hefur síð- an ákveðið hverjir leika aukahlutverkin í því pólitíska leikriti sem hér er leikið.“ I n g i b j ö r g sagði það vera löngu tímabært að hið pólitíska landslag á Ís- landi yrði með svipuðu móti og í öðrum löndum. „Það þarf að vera meira jafnræði á milli flokkanna,“ sagði hún. „Þá hefur fólk meira val um það inntak stjórnmálanna og þá forgangsröðun sem það vill sjá. Samfylkingin hefur burði til þess að koma upp að hliðinni að Sjálfstæðisflokknum og veita honum það aðhald sem hann þarf. Stórir valdaflokkar þurfa alltaf aðhald. Og við ætlum okkur að gera þetta. Ég dreg enga dul á það að við stefnum á að komast í næstu ríkisstjórn og vera þar kjölfesta.“ Mörg óleyst verkefni Ingibjörg sagði mörg óleyst verkefni blasa við í íslensku sam- félagi, sem ekki yrði tekist á við nema með nýrri ríkisstjórn. „Verkefnin eru mörg og flokkarn- ir verða að hafa þrek til þess að takast á við þau,“ sagði hún. „Við getum horft á menntamálin. Það hefur aldrei verið mótuð mennta- stefna fyrir íslenskt samfélag. Hvert viljum við að sé menntun- arstig þjóðarinnar? Hvern- ig teljum við að samsetn- ing á menntun þjóðar- innar þurfi að vera? Hvernig viljum við reka okkar skóla- kerfi? Hvernig vilj- um við hafa sam- keppnisstöðu ríkis- rekinna og einkarek- inna háskóla? Hvað vilj- um við að margir skili sér með framhaldsskólapróf? Við erum að horfa upp á það að í ald- ursflokknum 25-34 ára eru aðeins 60% með framhaldsskólapróf. Á Norðurlöndunum er þetta hlutfall frá 86 til 93%. En það hefur aldrei verið mótuð nein stefna í þessum málum hér. Þetta hefur einfald- lega þýtt að við höfum dregist aft- ur úr.“ Ingibjörg ræddi einnig um málefni heilbrigðiskerfisins sem dæmi um stefnuleysi af hálfu rík- isins. „Lítum til heilbrigðiskerf- isins,“ sagði hún. „Þar þurfum við að spyrja okkur hvernig við viljum reka heil- brigðiskerfið í land- inu. Hvernig ætla menn að fjármagna h e i l b r i g ð i s þ j ó n - ustu? Hvernig á verkaskiptingin að vera milli stofnana annars vegar og einkapraxísins hins vegar og sérfræðiþjónustunnar?“ Þurfum að ræða erfið mál „Það verður að móta sjálfstæða utanríkisstefnu fyrir Ísland. Það hefur ekki verið gert,“ sagði Ingi- björg um utanríkismál, sem hún nefndi einnig sem dæmi um ríkj- andi stefnuleysi af hálfu stjórn- KO SNINGA F U N D I R INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Sagði stefnuleysi einkenna stærstu málin í íslensku samfélagi, eins og utanríkismál, heilbrigðismál og menntamál, og að brýnt væri að hafa þrek til þess að takast á við grundvallarspurningar í þessum málaflokkum. „Það þarf því einfald- lega að leiða til öndvegis ný sjónarmið, ný viðhorf og gefa þessum ágætu mönn- um, sem að mörgu leyti hafa staðið sig vel, frí til þess að hugsa sinn gang. Ég hef sagt að það skipti máli aðtala um meðferð valds,“ sagði Ingibjörg Sólrún á fundinum í Landspítalnum, aðspurð um um- mæli sín nýverið um meðferð valds. „Mér finnst það ekki skipta máli bara fyrir stjórnmálaum- ræðuna. Það skiptir máli í ís- lensku samfélagi. Hvernig við töl- um saman og hvernig við vinnum saman.“ Ingibjörg sagði ákveðna átaka- hefð einkenna íslenskt samfélag. „Ég veit ekki af hverju þessi hefð hefur skapast,“ sagði hún. „Menn eru svo fljótir að skipa sér í ein- hverjar herbúðir, grafa sig niður í skotgrafirnar og takast svo á það- an. Þetta mótar alla umræðu, ekki bara í pólitík, heldur almennt.“ Ingibjörg ræddi um sam- ræðupólitík í þessu sambandi. „Sumir segja að það hafi verið arfavitlaust að setja svona hug- tak á flot í pólitík,“ sagði hún. „En þetta snýst einfaldlega um það að við þurfum í þessu sam- félagi, sem er orðið svona flók- ið, að hafa mjög víðtækt samráð um hlutina. Við verðum að nýta þá sér- fræðiþekkingu sem býr á hverju sviði í stað þess að stjórna bara með boðvaldi að ofan og niður. Slíkir stjórnunarhættir kalla ekki fram bestu lausnirnar og þeir kalla ekki fram besta and- rúmsloftið. Þetta skiptir máli í pólitík og þetta skiptir máli við stjórn stofnana.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Ný sjónarmið til öndvegis Sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á vinnustaðafundi Samfylkingarinnar í Landspítalan- um. Hún sagði meðferð stærstu mála í íslensku samfélagi einkennast af stefnuleysi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LIRannveig Guðmundsdóttir ræddi um jafnréttis- og fjölskyldustefnu: Viljum hugsa um fjölskyldurnar Ingibjörg Sólrún um valdaumræðu: Herbúðasamfélag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.