Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 10
10 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR HLUTFALL ÍSLENDINGA Í TRÚFÉLÖGUM Þj.kirkjan Annað Utan trúfél. 1999 88,71% 9,14% 2,15% 2000 87,83% 9,92% 2,25% 2001 87,07% 10,63% 2,30% 2002 86,56% 11,11% 2,33% Svona erum við HEILBRIGÐISMÁL Samtök atvinnu- lífsins mæla fyrir aukinni einka- væðingu í heilbrigðiskerfinu í skýrslu sinni Bætum lífskjörin. „Takist ekki að hemja vöxt þess hlutfalls sem heilbrigðis- kerfið er af þjóðarframleiðslunni er ljóst að það mun kalla á síaukna skattheimtu og þannig draga úr verðmætasköpun og lífskjörum þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Bent er á að árið 2001 hafi út- gjöld til heilbrigðismála numið rúmum 57 milljörðum króna og vaxið um sex milljarða frá árinu áður. Árið 2000 hafi opinber út- gjöld verið 7,5% af vergri lands- framleiðslu, sem sé annað hæsta hlutfallið á meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). „Engar líkur eru á að þessari þróun stöðugt vaxandi hlutdeildar opinberra útgjalda til heilbrigðis- mála verði snúið við með núver- andi kerfi. Af reynslu nágranna- landanna að dæma virðist sem endurskipulagning á fjármögnun- arkerfi sjúkrastofnana sé vænleg leið til að ná fram aðhaldi í kostn- aði. Í afmörkuðum tilfellum geta þá aðilar á markaði keppt um veit- ingu þjónustunnar og þannig stuðlað að lækkun kostnaðar, enda sé viðhaft nauðsynlegt eftirliti með gæðum þjónustunnar.“ ■ Erfðamengisrannsóknir: Miltisbrand- ur senn á undanhaldi BANDARÍKIN, NATURE Vísindafólk hjá Rannsóknastofnun erfðafræða í Maryland í Bandaríkjunum til- kynnti nýlega að tekist hefði að af- tákna erfðamengi hins banvæna miltisbrands. Niðurstaðan er gagn- leg fyrir lyfjaframleiðendur og aðra vísindamenn, sem geta nú mögulega gert ráðstafanir til að uppræta bakteríuna. Miltisbrandur olli fjaðrafoki í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan og er eitt af hættulegri efnavopnum sem til eru. ■ FATLAÐIR Tæplega 160 fatlaðir ein- staklingar á aldrinum 18 til 60 ára eru á biðlista eftir búsetu í Reykjavík, að sögn Björns Sigur- björnssonar, framkvæmdastjóra á Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra í Reykjavík. Styrktarfélag vangefinna í Reykjavík hefur mjög góða yfir- sýn yfir ástandið og segir María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá fé- laginu, biðlistana vera alvarlegt mál og að ástandið fari versnandi fremur en hitt. „Mér finnst ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og núna. Fjöldinn allur þarf búsetuúrræði strax og það er ekk- ert í sjónmáli fyrir þetta fólk. Það er mjög slæmt því það er afar mikilvægt að þroskahamlað fólk fái tilboð um búsetu á milli tvítugs og þrítugs,“ segir María. Hún segir neyðina mikla hjá mörgum, því á svokölluðum neyðarbiðlista séu um það bil 10- 20 einstaklingar og margir hafi verið þar í allt að tvö ár eða leng- ur. „Fólk fer ekki á neyðar- biðlista nema þörfin sé afar brýn, svo sem alvarleg veikindi hjá foreldrum eða fráfall þeirra,“ segir María. Hún bendir á að þroskahaml- aðir þurfi eins og önnur ung- menni að eiga val um að flytja úr foreldrahúsum á sama aldurs- skeiði og aðrir. „Þrátt fyrir að margir hverjir búi við góðar að- stæður í foreldrahúsum hefur það eigi að síður mikið gildi fyrir þá að eiga þess kost að taka þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða eins og annað ungt fólk . Að sama skapi er það nauðsynlegt fyrir foreldra að geta fylgt börnum sínum eftir og séð þau spjara sig, takast á við nýjar aðstæður og verða sjálfbjarga. María telur að þegar þessi um- skipti dragist á langinn verði hlut- irnir oft miklu þyngri í vöfum og hún segir starfsfólk þekkja þess dæmi því aðlögunarhæfni fólks verði í sumum tilfellum skertari. Þór Þórarinsson, skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir mikið átak hafa verið unnið á undanförnum árum í uppbygg- ingu. Einkum eigi það við um bú- setuúrræði. Á árinu 2002 hafi ný rými fyrir 24 einstaklinga bæst við í Reykjavík. Á þessu ári sé áætlað að þau verði 20 til viðbót- ar og þá hafa alls 70 úr hópi fatl- aðra fengið þjónustu við hæfi á síðustu þremur árum. bd@frettabladid.is VARÐSKIPIÐ ÓÐINN Gert klárt fyrir sumarið. Landhelgisgæslan: Óðinn tekinn í slipp LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Óð- inn hefur verið tekið í slipp í Reykjavík. Skipið fór til viðgerð- ar á mánudag en unnið er að því að gera það haffært. Varðskipið Óðinn hefur ekki verið í notkun frá því síðastliðið haust. Búist er við því að skipið verði notað í sumar þegar varðskipin Týr og Ægir fara í slipp. Á myndinni má sjá hvar skipið stendur í slippnum við Mýrargötu. ■ Samtök atvinnulífsins: Mæla fyrir aukinni einkavæðingu LANDSPÍTALINN Í skýrslu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Landspítalinn var með flest árs- verk árið 2001 og greiddi mest í laun, eða tæpa 12,5 milljarða króna. Nærri 160 fatlaðir á biðlista eftir búsetu Alvarlegt ástand sem hefur versnað fremur en hitt, segir María Jónsdóttir hjá Styrktarfélagi vangefinna. Mikilvægt að þroskahamlað fólk búi út af fyrir sig rétt eins og aðrir. ÞROSKAHÖMLUÐUM FER FRAM OG DAFNA Í EIGIN ÍBÚÐ Það hefur sýnt sig að þegar fólk með þroskahömlun fær tækifæri til að sýna hvað í því býr fer því mikið fram og er ánægðara og glaðara. KAUPMANNAHÖFN, AP Peter Hansen, stjórnandi þeirrar deildar Sam- einuðu þjóðanna sem sér um hjálpargögn og mat fyrir flótta- fólk frá Palestínu, segir að þjóð- irnar tvær ættu að grípa tækifær- ið og fallast umorðalaust á „Vega- kortið.“ „Vegakortið“ er heiti á þeim til- lögum Evrópu, Bandaríkjanna og Rússlands sem eiga að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og koma á varanlegum friði. Snúast þær um að Palestínumenn taki hart á sjálfsmorðstilraunum landa sinna á sama tíma og Ísrael- ar gefi eftir þau landsvæði sem tilheyra Palestínu. „Ég er ákaflega bjartsýnn á að „vegakortið“ sýni leiðtogum Ísra- els og Palestínu réttu leiðina,“ sagði Hansen, sem þessa dagana er á ferð um Evrópu til að safna fé til aðstoðar palestínsku flótta- fólki. Vitað er að Ísraelsmenn eru ekki á eitt sáttir um nokkra hluti sem í tillögunum felast. ■ „VEGAKORTIГ AFHENT Vitað er að Ísraelar eru ekki sáttir við margt þar. Þrýst á um að deilum ljúki: Ættu að fallast á „vegakortið“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.