Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 26
26 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR FRAMBOÐ „Við fáum mjög sterk viðbrögð við því að fólki finnst forgangsröðunin vera röng, að stjórnmálamennirnir séu á röng- um stað að verja þessu sameigin- lega fé okkar,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Nýs afls. Þetta ásamt umræðu um æv- intýralega eignatilfærslu á und- anförnum misserum, hvort sem er í gegnum fiskveiðikerfið eða fjármála- markaði, beri hátt í kosninga- baráttu flokks- ins. „Við erum mikið að tala um að það verði að afnema verð- tryggingu,“ seg- ir Guðmundur og tiltekur dæmi. „Við bendum á að þegar spænsku agúrkurnar eru uppseldar og verð hækkar þess vegna, þá hækka skuldir lands- manna. Þetta er náttúrlega gamalt kerfi sem er að vernda fjár- magnseigendur. Allar sveiflur bitna á lántakendum.“ Lífeyrissjóðir gagnrýndir „Við tölum um lífeyrissjóðina og það sem er að gerast á fjár- magnsmarkaði. Lífeyrissjóðirn- ir eru sekir um margt. Þeir ferð- ast um heiminn, kaupa hlutafé í vafasömum fyrirtækjum og missa niður ávöxtunina þannig að lífeyririnn skerðist,“ segir Guðmundur. Hann telur að þetta valdi því einnig að lífeyrissjóð- irnir kaupi ekki húsbréf. „Af- föllin af þeim hafa aukist og voru 12-15% um tíma. Sem aftur hafði þau áhrif að unga fólkið sem er að fá lán er miklu skul- dugra en ella.“ Guðmundur seg- ir afleiðinguna af stjórn lífeyr- issjóðanna tvíþætta. „Lægri líf- eyrir vegna skertra sjóða og auknar skuldir unga fólksins.“ Guðmundur er þaulreyndur í kosningabaráttu, hefur setið hvort tveggja á þingi og í borg- arstjórn fyrir Framsóknarflokk- inn. Hann segir mikinn mun á þessari kosningabaráttu og fyrri baráttum sem hann hefur tekið þátt í. „Ég upplifi þessa kosningabaráttu þannig að fólk taki okkur afskaplega vel, alls Á KOSNINGAFUNDI Á LANDAKOTSSPÍTALA Guðmundur segir að sér sé mun betur tekið nú en þegar hann var í kosningabaráttu á árum áður. Svo kunni að vera að kjósendur séu orðnir jákvæðari í garð vinnustaðaheimsókna en áður. Greidd atkvæði falla aldrei dauð niður Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Nýs afls, gagnrýnir vitlausa for- gangsröðun hinna stjórnmálaflokkanna. Spjótunum er líka beint að líf- eyrissjóðunum, sem Guðmundur segir engan veginn vera að standa sig. „Þeir ferð- ast um heim- inn, kaupa hlutafé í vafasömum fyrirtækjum og missa nið- ur ávöxtunina þannig að líf- eyririnn skerðist. KOSNINGAR „Spurningar sem fólk sendir inn á kosningavefinn www.kosning2003.is skiptast eftir tímabilum og fara þær mikið eftir umfjöllun í fjölmiðl- um hverju sinni,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, vefstjóri Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Vefurinn er vel sóttur og nú síð- ustu dagana fyrir kosningar eru um eitt þúsund gestir á dag. Friðjón segir að algengustu spurningarnar séu um utankjör- fundaratkvæði og skiptingu kjördæma. Einnig komi spurn- ingar um opnunartíma kjörstaða og hvar þeir eru. Hann vill benda fólki á að sveitarfélögin og kjörstjórnir á hverjum stað sjái um hvernig þeim málum sé háttað. Á vef Reykjavíkur- borgar www.rvk.is geta Reyk- víkingar slegið inn kennitölu sína og fengið uppgefinn kjörstað og kjördeild. Friðjón segir kosningavefinn létta mikið á spurningum í gegnum síma því þar sé hægt að finna nánast allt sem kjósendur þurfa að vita um kosningarnar. ■ KOSNINGAVEFUR Dóms- og kirkjumálaráðuneytið starfrækir upplýsingavef fyrir kjósendur. Kosningar 2003: Fyrirspurnir og svör á vefnum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.