Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 6
6 8. maí 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.49 -0,50% Sterlingspund 118.14 -0,66% Dönsk króna 11.28 0,00% Evra 83.72 -0,07% Gengisvístala krónu 118,65 -0,16% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 177 Velta 1.631 m ICEX-15 1.415 -0,09% Mestu viðskipti SÍF hf. 277.800.000 Tryggingamiðstöðin hf. 102.000.000 Pharmaco hf. 83.164.000 Mesta hækkun Marel hf. 1,90% Flugleiðir hf. 1,14% Hampiðjan hf. 1,10% 3% Mesta lækkun Vátryggingafélag Íslands hf. -1,16% Síldarvinnslan hf. -1,10% Tryggingamiðstöðin hf. -0,97% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8550,3 -0,4% Nasdaq*: 1510,7 -0,9% FTSE: 3992,9 -0,3% DAX: 3006,7 -2,0% NIKKEI: 8109,8 0,3% S&P*: 932,6 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Félagsíbúðir iðnnema ætla að óskaeftir gjaldþrotaskiptum. Hvað heitir húseign félagsins við Hverfisgötu sem er veðsett langt umfram markaðsvirði? 2Hvað heitir framkvæmdastjóri Al-þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem átti fund með evrópskum heilbrigðisráð- herrum í vikunni? 3Tvítugri Grafarvogsmær hefur veriðboðið að auglýsa nærfatnað fyrir einn þekktasta framleiðanda í heimi. Hvað heitir vörumerkið? Svörin eru á bls. 46 MENNTAMÁL „Ég hef haft eitt ár í ráðuneytinu og það ber að líta á það ár í heild,“ segir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra um frétt Fréttablaðsins í gær um 1,7 milljarða fjárskuldbindingar ráðuneytisins á liðnum vikum til einstakra framkvæmda í mennta- og menningarmálum. Í fréttinni var greint frá því að um tveir þriðju af þessum fjárskuldbind- ingum hafi runnið til kjördæmis ráðherrans. Tómas Ingi hafnar þeim útreikningum ekki, þó svo að hann vilji taka fram að 64 millj- óna styrkur til menningarmála á Akureyri, sem greinir frá í upptalningu með fréttinni, sé rekstrarstyrkur sem byggi á eldri samningum en ekki styrk- ur til framkvæmda. Tómas legg- ur áherslu á að í eins árs ráðherratíð sinni hafi hann ein- beitt sér að því að ganga frá samningum um fjárskuldbind- ingar ríkisins, samkvæmt sam- þykktum ríkisstjórnar, mun víð- ar en í sínu eigin kjördæmi. Hann nefnir í því sambandi framhaldsskólana á Suðurnesj- um og á Vesturlandi, sem hlotið hafa fjárframlög til bygginga- framkvæmda. Þá segir hann ráðuneytið hafa beitt sér fyrir því að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um uppbygg- ingu framhaldsskólanna þar, og að slíkt samkomulag sé á borð- inu. „Þá hef ég einnig undirritað skuldbindingar fyrir hönd ríkis- sjóðs út af tónlistar- og ráð- stefnuhúsi í Reykjavík upp á 3,5 milljarða,“ segir Tómas, „Og ég hef líka undirgengist fjárskuld- bindingar við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þetta er að miklu leyti á Suðvesturlandi.“ Tómas segir það ekki hafa verið að yfirlögðu ráði að svo margir samningar hafi verið gerðir í kjördæmi hans sjálfs nú í aðdraganda kosninganna. „Tímasetningar á þessum samn- ingum hafa farið eftir því hversu langt þessir hlutir hafa verið komnir,“ segir Tómas. „Allt hefur átt sinn eðlilega að- draganda.“ gs@frettabladid.is TÓMAS INGI OLRICH Vísar því á bug að hann hafi gert einstaklega vel við sitt eigið kjördæmi og látið önnur mæta afgangi í ráðherratíð sinni. Segir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra um samninga sem hann hefur gert undanfarið um fjárframlög til verkefna í mennta-, menningar- og íþróttamálum. KAUPMANNAHÖFN, DR Dómsmála- ráðherra Danmerkur, Lene Esp- ersen, hefur tilkynnt um róttæk- ar aðgerðir til að breyta „frírík- inu“ Kristjaníu, sem margir Ís- lendingar hafa heimsótt, í venju- legt íbúðahverfi, líkt og í öðrum hlutum Kaupmannahafnar. Fyrsta skrefið er að stöðva sölu á fíkniefnum, sem er einn aðalatvinnuvegur íbúa svæðis- ins. Annað skref er að gera lög- reglu virka og sjáanlega alls staðar allan sólarhringinn. Eftir- leiðis mun lögregla beina sjón- um sínum að því fólki sem kaup- ir fíkniefnin en hingað til hafa kaupendur að mestu verið látnir í friði. Þann 1. janúar 2004 eiga að vera tilbúnar tillögur um nýtt skipulag svæðisins og skal taka það til framkvæmda eins fljótt og hægt er. Eftir það greiða íbú- ar Kristjaníu leigu af húsnæði sínu en það er nýlunda fyrir ann- ars sérlundað fólkið sem þarna hefur búið í langan tíma. „Fyrst pólitíkusarnir vilja þetta tökum við að sjálfsögðu þátt en þá verður fólk að vita að önnur verkefni lenda neðar á forgangslistanum,“ sagði yfirmaður Kaupmannahafnar- lögreglunnar, Richard Ander- sen, í viðtali við danska ríkisút- varpið. Eru lögreglumenn hræddir um að lítill mannskapur sé til reiðu fyrir jafn stórt verk- efni og að rýma Kristjaníu. Víst er að margir munu sakna fríríkisins, sem er orðið vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Upphaflega var Kristjanía fé- lagsleg tilraun sem fór út um þúfur en þrátt fyrir stöku rassí- ur gegnum tíðina hafa lögreglu- og borgaryfirvöld ekki séð ástæðu til að hræra mikið í mál- efnum hennar fyrr en nú. ■ FRÁ KAUPMANNAHÖFN Brátt heyrir Kristjanía sögunni til. Dönsk yfirvöld fengið nóg af fríríkinu: Sjálfstæði Kristjaníu fyrir bí PEKING, AP Bráðalungnabólgan er banvænni en flestir aðrir öndun- arfærasjúkdómar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar. Hjá eldra fólki eru innan við helmingslíkur á því að ná bata. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í læknatímaritinu The Lancet, eru byggðar á rannsókn á útbreiðslu HABL í Hong Kong. Sýna þær að um fimmti hver mað- ur sem lagður hefur verið inn á sjúkrahús vegna bráðalungna- bólgu hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum. Um 55 prósent sjúklinga yfir 60 ára aldri hafa látist en meðal yngra fólks er dánartíðnin að líkindum ekki nema um sjö prósent. Það er engu að síður talsvert hærra hlutfall en almennt þekkist meðal öndunar- færasjúkdóma, að sögn sérfræð- inga. Dánartíðni HABL hefur hingað til verið nokkuð á reiki en í skýrsl- um Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar er því haldið fram að hún sé á bilinu sex til tíu prósent. Að minnsta kosti 479 manns hafa látist af völdum bráðalungna- bólgunnar í heiminum öllum. Yfir 6.700 manns hafa veikst og eru hundruð þeirra enn í lífshættu. FÉLAGI KVADDUR Vinnufélagar fylgja 38 ára gömlum hjúkr- unarfræðingi til grafar í Hong Kong. Rannsókn á eðli og útbreiðslu bráðalungnabólgunnar: Banvænni en aðrir öndunarfærasjúkdómar Ríkisendurskoðun: Sólheimar í geymslu STJÓRNSÝSLA Skýrsla Ríkisendur- skoðunar um stjórnsýsluúttekt á rekstri Sólheima í Grímsnesi fimm ár aftur í tímann er tilbúin í prentsmiðju en bíður birtingar þar til eftir kosningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í fyrri skýrslu Ríkisendurskoð- unar um Sólheima var sett fram mjög hörð gagnrýni á reksturinn. Eins og sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu á heldur ekki að birta stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar á Flugmálastjórn fyrr en að kosningunum loknum. Sú út- tekt hófst fyrir tæpu ári. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Eðlileg fjárútlát

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.