Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 25
ekki gleyma! Kjarabaráttan Ríkisvaldið skipaði sér enn og aftur í lið með útgerðinni. Við fengum ekki að ljúka gerð kjara- samninga. Ríkisvaldið tók enn af okkur samningsrétt og skipaði gerðardóm. Enn og aftur var sjálfsagður réttur tekinn af okkur. Ekki meir. Útflöggun Alþingi gekk erinda útgerðarinnar og samþykkti lög sem greiða leið til að unnt verði að ráða erlenda sjómenn í stað íslenskra á fiskiskipin. Farmenn hafa í áraraðir barist til að halda störfum sínum um borð í íslenskum kaupskipum. Í stað þess að leggja þeim lið vill meirihluti núverandi þingmanna færa ógæfu kaupskipasjómanna yfir á fiskimenn. Sjóræningjar Við Íslendingar tölum um að bæta þurfi umgengni um auðlindina. Þrátt fyrir fögur orð þar um eru Íslendingar því miður í hópi þeirra útgerða sem virða ekki sjálfsagða samninga um veiðar á Reykjaneshrygg. Þeir leika tveimur skjöldum og gera einnig út skip sem eru skráð í löndum þar sem allt má og ekkert er virt. Sjómenn á þeim skipum sem er beitt með þessum hætti fá ekki borgað á sama hátt og aðrir sjómenn. Þeir eru þrælar frekar en launþegar. Með þessu er verið að auka samkeppni á mörkuðum og þær íslensku útgerðir sem virða leikreglur standa því verr en hinir gráðugu. Íslenskir sjómenn hafa skömm á framferði þeirra Íslendinga sem haga sér með þessum hætti. Sjómannafélag Reykjavíkur Sjómannafélag Ísafjarðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.