Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 40
rað/auglýsingar Sjúkraliðar sumarafleysingar Sjúkraliðar óskast til afleysinga á hjúkrunardeild HSSA á Hornafirði í sumar. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skiptist í hjúkrunardeild, sjúkradeild, fæðingardeild, dvalarheimili, heilsugæslu og heimaþjónustudeild. Stofnunin er rekin af bæjarfélaginu samkvæmt þjónustu- samningi við ríkið og er mikil samþætting heilbrigðis- og öldrunarmála. Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðrún Júlía Jóns- dóttir hjúkrunaforstjóri í síma 478 1021 og 478 1400. Í sveitarfélaginu Hornafirði búa um tvö þúsund og þrjú hundruð manns, flestir á Höfn. Aðalatvinnan er sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Yfir sumar- tímann er mikil umferð íslenskra og erlendra ferðamann. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð. Auðvelt er að stunda útivist af öllu tagi s.s. kajaksigl- ingar, göngur, veiðar, og fjallaferðir eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur eru góðar. Áætlunarflug milli Hafnar og Reykjavíkur er sumar og vetur. Vega- samband við höfuðborgarsvæðið er beint og breitt, aksturstími til Reykja- víkur er u.þ.b. 4,5 klst. H O R N A F J Ö R Ð U R Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Enskukennari óskast Laus er til umsóknar full staða enskukennara við Kvennaskól- ann í Reykjavík næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf berist skólanum að Frí- kirkjuvegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn er frá 1. ágúst nk. Launakjör eru skv. samningum kennarafélaga og ríkisins. Skólameistari eða aðstoðarskólameistari veita nánari upplýs- ingar í síma 580 7600. Skólameistari Tónlistarskóli Bessastaðahrepps auglýsir eftir fiðlukennara helst suzuki-kennara, fyrir næsta skólaár í hlutastarf. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 565 2526 eða 565 4459. Umsóknir berist fyrir 20. maí nk. Skólastjóri BESSASTAÐAHREPPUR Hvolsskóli á Hvolsvelli Auglýsir eftir kennurum til starfa næsta vetur. Skriflegar umsóknir sendist til skólastjóra Hvolsskóla fyrir 20. maí 2003. Meðal kennslugreina er: ■ Almenn bekkjarkennsla ■ Sérkennsla ■ Textílmennt Í Hvolsskóla eru um 230 nemendur í 1. til 10. bekk og er öll aðstaða mjög góð. Kjörið tækifæri fyrir kennara sem eru opnir fyrir nýjungum og metnaðarfullu skólastarfi. Sjá nánar á heimasíðu Hvolsskóla http://hvolsskoli.ismennt.is/ og heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 487 8408 og heima í síma 487 8384. Til leikhópa og annarra sviðslistahópa Í samræmi við samning á milli menningarmálanefndar Reykjavíkur og Loftkastalans auglýsir Loftkastalinn eftir umsóknum sviðslistahópa atvinnumanna um afnot af húsinu það sem eftir lifir árs 2003. Ekki er um sérstakan umsóknarfrest að ræða en þeir sem fyrstir festa sér tíma hafa forgang á meðan þeirra sýningar ganga. Sendið fyrirspurnir á loftkastali@simnet.is eða í pósthólf 187, 172 Seltjarnarnes. Einnig veita Sjálfstæðu leikhúsin upplýsingar um samninginn. Loftkastalinn Loftkastalinn hefur frá stofnun árið 1995 verið eitt mest sótta leikhús landsins. Hann er einkarekinn en hefur átt gott samstarf við hinar ýmsu opinberu stofn- anir sem starfa í leiklistargeiranum. Fyrst og síðast hefur hann þó verið vett- vangur sjálfstætt starfandi leikhópa. Áhugi og aðsókn hins almenna leikhús- gests er drifkraftur Loftkastalans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.