Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 43
43FIMMTUDAGUR 8. maí 2003 Þetta er að færast í aukana ogvið höfum af þessu áhyggjur,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæjastóri á Seltjarnarnesi, um egg sem bersýnilega eru tekin úr hreiðrum í varplandi fugla á Nes- inu. Á Seltjarnarnesi er grósku- mikið fuglalíf og fjölskrúðugt og þar verpa um 30 tegundir fugla. „Við vitum ekki hvort það er fólk sem er að taka eggin eða jafnvel hundar sem ganga lausir, en eggin hverfa,“ segir bæjarstjórinn nú þegar varptíminn stendur sem hæst, en samkvæmt hefð er Grótta lokuð umferð almennings frá 1. maí og fram til 30. júní. Af þessu tilefni hefur bæjar- stjórinn, í samráði við umhverfis- nefnd bæjarins, látið sérhanna skilti sem sett verða upp í varp- landinu á Nesinu með upplýsing- um um að bannað sé að taka egg úr hreiðrum. Eru hundaeigendur hvattir til að hafa sérstaka aðgát og gæta þess að hundar þeirra hirði ekki eggin. „Ég veit ekki hvort fólk er að taka þetta sér til matar. Þarna eru bæði gæsa- og andaegg en ég er ekki vanur að borða slíkt og veit ekki hvort aðrir gera það,“ segir bæjarstjórinn. ■ FLOTT FISKBÚÐ Fiskbúðin Fylgifiskar á Suðurlandsbraut er skemmtileg viðbót í sælkeraflórunni. Grunnur- inn er náttúrlega sælgæti hafsins sem við erum svo heppin að hafa umhverfis okkur. Hug- myndaauðgi og matarsnilld sjá svo um afganginn. Útkoman er fjölbreyttur sælkeramatur. Fiskbúðin bauð til veislu á dögunum og var þar meðal annars kynnt bókin „About fish“. Gestir fengu að smakka á kræsingum búðarinnar og voru ekki sviknir af lostætinu. Læra að yrkja Bæjarstjórn Árborgar hefurákveðið að bjóða bæjarbúum upp á ókeypis námskeið í gerð ör- sagna og ljóða. Hef- ur skáldið Sjón ver- ið ráðið til verksins og heldur hann eitt námskeið í Ráðhús- inu á Selfossi þar sem hann fer yfir það helsta sem til þarf til skáldskapar af þessu tagi. Námskeiðið hefur verið dasgsett laugardaginn 24. maí og er aðgang- ur ókeypis sem fyrr greindi. Sjón, eða Sigurjón Birgir Sigurðsson, er velþekkt ljóðskáld bæði hér heima sem og erlendis og var til að mynda tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir texta sína við lög Bjarkar Guðmundsdóttur í kvik- myndinni Dancer in the Dark. ■ MAGADANS Áhöld eru um uppruna hans hér á landi. Misskilning- ur um magadans A dögunum var fjallað um vin-sældir og uppgang magadans í höfuðborginni hér á síðunum. Sagði þar að upptökin mætti rekja til tveggja palestínskra stúlkna sem hér búa og fluttu dansinn með sér að heiman. Á þetta fellst Hinrik Hoe Haraldsson ekki og sendi því nokkrar línur: „Þetta er alrangt þar sem þessar palestínsku stúlkur stigu sín fyrstu magadansskref hér á Íslandi undir leiðsögn Josy Zareen frá Brasilíu, sem kennir í Kramhúsinu. Síðast- liðin ár hefur Josy kennt magadans allt árið um kring. Erfitt er að koma tölu á fjölda nemenda hennar en þeir skipta líklega hundruðum. Áður en Josy hóf kennslu hér hafa nokkrir gestakennarar kennt í Kramhúsinu. Meðal þeirra er danskur magadanskennari, en Helga Braga fór á námskeið hjá henni. Síðar fór Josy að kenna og að sjálfsögðu vildi Helga bæta við kunnáttu sína og fór að sækja tíma hjá Josy. Hjá þeim upphófst vin- skapur og samstarf og saman stofn- uðu þær magadans.is sem er fé- lagsskapur magadansara á Íslandi og hélt meðal annars fyrstu maga- danskeppnina á Íslandi síðasta sumar. Í dag eru um 300 konur í félagsskapnum og vefsíðan er mjög virk. Lesendur hennar eru ekki síður virkir, en þær hittast reglu- lega. Síðast en ekki síst má nefna að magadanskeppni verður haldin í annað sinn á Broadway 21. júní næstkomandi.“ ■ TILMÆLI Seltjarnarnesbær hefur látið hanna sérstök skilti þar sem fólk er hvatt til að virða rétt fugla til að verpa og hreyfa ekki við eggjum í hreiðrum. Varptími ■ Nýorpin egg eru herramannsmat- ur. Það er hins vegar ekki sama hvar þau eru tínd. Það er bannað að tína egg á Seltjarnarnesi. Eggin hverfa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.