Fréttablaðið - 15.05.2003, Side 18

Fréttablaðið - 15.05.2003, Side 18
15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Það er auðvelt að segjast beraannarra hag fyrir brjósti, en miklu erfiðara er að láta verkin tala. „Put your money where your mouth is,“ segja þeir í Ameríku þegar menn eru stórorðir, sérstak- lega pólitíkusar, en stjórnmála- menn eru einmitt ósjaldan sakaðir um að vilja skara eld að eigin köku áður en þeir nenna að huga að mygluðu rúgbrauði almenn- ings. Nú þegar þing- mennirnir okkar hafa gefið sjálfum sér og ráðherraliði 18 prósenta launa- hækkun, kannski í tilefni mæðradags- ins, þó bolludagur- inn hefði reyndar verið betur við hæfi, hafa þeir kjörið tækifæri til að sýna hvað þeir persónulega bera mikla um- hyggju fyrir hag landsmanna. Hækkunin barst til „litla fólksins“ Ég skora á þingmenn og ráð- herra að fara að dæmi Paul heit- ins Wellstone, þingmanns Minne- sota-ríkis í öldungadeild Banda- ríkjaþings, og gefa launahækkun- ina sína. Wellstone, sem var öflug- asti talsmaður „litla fólksins“ og allra þeirra sem minna máttu sín, lést á síðasta ári í hörmulegu flug- slysi. Hann var demókrati og afar umdeildur, en sama hvaða póli- tískar skoðanir menn höfðu dáð- ust allir að baráttukrafti hans og ósérhlífni. Paul Wellstone gaf all- ar launahækkanir á þingmanns- tíma sínum til „litla fólksins“, til góðgerðastofnana, til kvenna- og barnaathvarfa. Einhverjir hefðu ef til vill freistast til að láta slíka rausn fréttast út til kjósenda, en ekki Paul Wellstone. Flestir Minnesotabúar lásu um þetta í minningargreinum um hann. Auð- vitað verður sárt að hafa ekki þennan pening. Kannski margir með jeppa og annan í kaupleigu, nýbúið að panta ítalska marmar- ann á baðherbergið og svona. Alls konar reikningar sem þarf að borga, við vitum það öll. En það ætti samt að vera vel þess virði. Fyrir utan öll atkvæðin sem hægt verður að hala inn á þessu í næstu kosningum, er líka möguleiki á að þessi gjafmildi geti glatt sál gef- andans (nei, ég er nú ekki að tala um hvort svona gjöf væri frá- dráttarbær, en sennilega er hún það). Hugað að mygluðu rúgbrauði Þó að við séum svona fá Ís- lendingar um þjóðarkökuna (ætti maður kannski að segja þjóðar- marengssúkkulaðikaramellu- rjómatertuna) er meira en nóg af „litlu fólki“ á Íslandi sem af ein- hverjum ástæðum er enn að éta myglað rúgbrauð. Svo það er úr fjölda móttakenda að velja, mað- ur þarf ekki endilega að senda tékkann til Hjálparstofnunar kirkjunnar eða Kvennaathvarfs- ins þó þessar stofnanir séu vel að öllum aurum komnar. Nóg er að fara bara í einhverja tölvu tengda launabatteríi t.d. ríkisstarfs- manna eða ASÍ og senda tékkana til þeirra þúsunda Íslendinga sem ætlað er að merja líftóruna úr rúmum 80 þúsund krónum á mán- uði. ■ Kynntu þér verðkönnun ASÍ á ávöxtum og grænmeti sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudag 13. maí þar sem Bónus er með lægsta verðið í 40 af 41 tilviki. Og vertu viss, við erum með stanslausar verðkannanir, fylgjumst sífellt með og bjóðum ALLTAF betur! -að í 19 af 43 tilvikum er munur á hæsta og lægsta verði á ávöxtum og grænmeti meiri en 100% þar af í sex tilvikum meiri en 200% 305% og mest og að minnsti verðmunur er 28% skv. verðkönnun ASÍ 2. maí sl. E R A N /L a n d lis t OPIÐ TIL HÁLF SJÖ ekkert brudl- Nýtt korta tímabil hefst í dag Vissir þú? Skynsemin velur Bónus Viltu vita meira? Opnum klukkan tólf Neytendur geta sparað Fjárhagsvandi Borgarleikhússinsflýtur enn einu sinni upp á yfir- borðið. Borgarstjóri og Borgarleik- hússtjóri ræddust við gegnum spyril í Kastljósi í síðustu viku og f r a m b j ó ð a n d i Frjálslynda flokks- ins lýsti áliti sínu í Fréttablaðinu dag- inn eftir. Vandinn virðist viðurkennd- ur og vilji til úr- lausna skýr. Guði sé lof! En eitthvað er bogið við þekk- ingu og umburðarlyndi stjórnmála- manna gagnvart leikarastéttinni. Mjaðmauppskurður á kostnað leikara Birgir H. Björgvinsson, fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins, sýnir frjálslyndi sitt með framúr- skarandi hætti: „...meðan fólk þarf að bíða í eitt til tvö ár til að skipta um mjaðmarlið eða annað slíkt, þá er ég mótfallinn því að fé sé ausið í tómstundargaman.“ Með öðrum orðum ættu leikarar að fá sér heið- arlega vinnu svo fólk komist í mjaðmauppskurð. Hverjir fleiri? Tónlistarmenn, rthöfundar, mynd- listarmenn? Jú, jú, þetta fólk á ör- ugglega allt rétt á sér ef það myndi bara vinna einhverja „arðbæra“ vinnu meðfram þessu tómstunda- gamni sínu. Er leikhús stuðningsverkefni? Borgarstjóra virtist þykja miður að leikarar gætu ekki lifað af laun- um sínum en lét jafnframt út úr sér, eins og til að réttlæta fátæktina, að þeir hefðu „...ýmis stuðningsverk- efni úti í bæ“. Hvað á hann við? Jú, leikarar starfa í leikhúsunum við æfingar á daginn og sýningar á kvöldin og um helgar fyrir lúsar- laun af því það er svo skemmtilegt. Svo veitir hinn raunverulegi at- vinnumarkaður þeim stuðning með því að greiða það sem upp á vantar fyrir að lesa útvarpssögur, leika í íslenskum kvikmyndum, færa barnasjónvarpsefni á íslenskt mál, leika í auglýsingum og fleira smá- legt. Er þetta ekki sanngjarnt? Ekki er hægt að ætla annað af máli og fasi borgarstjórans í Reykjavík í Kastljósþættinum en að hann sé allur af vilja gerður til að leysa vanda Borgarleikhússins. Það er frábært. Vonandi tekst honum það. En vegur það ekki að starfsheiðri allra leikara að kalla álags- og aukavinnu þeirra „stuðningsverkefni“? Kannski meinti hann þetta ekki og valdi röng orð í veikindum sínum. (Hann var hás og hálfsljór til augnanna). ■ Hættumat í umhverfi okkarhefur sannað sig og þróast verulega á allri síðustu öld. Ekki svo að skilja að hættunum hafi verið eytt, heldur hafa kröfur okkar og atferli breyst. Þar sem við áður þurftum að sýna varkárni og gá vel að okkur, viljum við nú geta gengið af öryggi með lokuð augun. Kannanir á láði, legi, vindum og veðri, hönnun skipa, flugvéla og annarra farar- tækja er orðin það fullkomin að ekk- ert ófyrirsjáanlegt á að geta gerst. Þrátt fyrir það fórst ferja á milli Noregs og Danmerkur í apr- íl 1990 þar sem 158 manns létust, og önnur tæpum 5 árum síðar á milli Eistlands og Svíþjóðar, sem tók með sér 852 líf. Ofangreint eru bara tvö dæmi. Dæmi um stórslys þrátt fyrir að hættumat sjóferða um allan heim hafi eytt öllum vafa um öryggi, með rann- sóknum og útreikningum á því umhverfi, sem við ferðumst í. Falskt öryggi Enginn getur sagt fyrir um bíl- slys, sjóslys eða flugslys. Ein af þeim fáu hættum sem hægt er að segja fyrir um á okkar tímum er snjóflóðahætta. Þökk veri þeim sem við störf sín geta sameinað vís- indi og reynslu. Þeir eru ekki marg- ir í dag, en það væri ómaksins vert að nýta krafta þeirra til að miðla þekkingunni. Nú þegar allt þarf að vera vísindalega rannsakað af há- skólum og stofnunum, er að sjálf- sögðu reynt að finna þeim staði á landsbyggðinni. Hér á Ísafirði væri kannski ekki úr vegi að koma á fót stofnun snjóflóða- og snjóalaga- rannsókna, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys af völdum flóða, í stað þess að byggja okkur ef til vill falskt öryggi í formi varnar- garða. Staðsetning ofanflóðavarna Það má færa fyrir því rök, að snjóflóð gæti fallið innan við Bása með þeim afleiðingum að það kæmi af stað flóðbylgju sem drekkir Eyr- inni. Enn fremur má færa fyrir því rök að það sé óðs manns æði að búa undir Gleiðahjallanum eða Kubban- um. Hættumatsnefnd ofanflóða- nefndar hefur ákveðið (til að byrja með) að skikka sveitarfélag Ísa- fjarðar til að byggja ofanflóðavörn í Múlanum við Seljaland, akkúrat á þeim stað sem minnstar líkur eru á ofanflóði af nokkru tagi. En þar er hentugasti staðurinn til æfinga, að sýna náttúrunni í tvo heimana. Landið hefur mótast í þúsundir ára, í það form sem því líður best. Ýmsu getum við hagrætt, og reyn- um gjarnan að ala umhverfi okkar upp, svo að það hagi sér eins og við viljum. Að ráðast á og refsa umhverfinu með þeim hætti sem nú er fyrirhug- aður, verður ævarandi minnisvarði augnabliks reiði og vanmáttar gagn- vart náttúruöflunum. Og þar með minnisvarði um okkar versta fjanda, sem er þá álitinn vera það umhverfi sem við lifum í. ■ Þjóðmál maí 2003 PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON ■ skrifar um ofan- flóðavarnir á Ísafirði. Þjóðmál maí 2003 BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON ■ leikari skrifar um málefni Borgarleik- hússins. Þjóðmál maí 2003 ÍRIS ERLINGS- DÓTTIR ■ fjölmiðlafræðingur, búsett í Minnesota í Bandaríkjunum, skrifar um launahækkun ráðamanna. ■ Ofanflóða- nefnd hefur ákveðið að skikka sveitafé- lag Ísafjarðar til að byggja of- anflóðavörn í Múlanum við Seljaland, akkúrat á þeim stað sem minnstar líkur eru á ofanflóði af nokkru tagi. Varnir og hættumat í fræðilega óöruggri náttúru ■ Kannski geta þessar 38 manneskjur sem sagt var upp í Borgar- leikhúsinu látið skipta um mjaðmarlið. ■ Ég skora á þing- menn og ráð- herra að fara að dæmi Paul heit- ins Wellstone, þingmanns Minnesota-ríkis í öldungadeild Bandaríkja- þings, og gefa launahækkun- ina sína. Sælla er að gefa en þiggja Leikhús – tómstundagaman eða stuðningsverkefni?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.