Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 Barry Ferguson, leikmaðurGlasgow Rangers og skoska landsliðsins, hefur verið kjörinn leikmaður ársins af íþróttafrétta- mönnum í Skotlandi. Hann er að- eins fimmti leikmaðurinn í sögu skosku deildarinnar sem hefur unnið verðlaunin tvisvar sinnum. Ferguson hafði áður verið kjör- inn leikmaður ársins af leik- mönnum deildarinnar. Formaður Crystal Palace hefurvísað á bug orðrómi um að Tony Adams, fyrrum leikmaður Arsenal, verði næsti knattspyrnu- stjóri liðsins. Adams, sem stefnir á frama sem knattspyrnustjóri, er nú þjálfari í sjálfboðavinnu hjá utandeildaliðinu Weymouth. ■ Fótbolti ■ Fótbolti Svo gæti farið að heimsmeistar-ar Brasilíumanna leiki gegn Englendingum í opnunarleik nýja Wembley-leikvangsins árið 2006. Leikvangurinn mun taka 90 þús- und áhorfendur. Logi Ólafsson mun starfa semþjálfari landsliðsins og hægri hönd Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara í komandi leikj- um. Þeir munu vinna náið saman að þjálfun og stjórnun liðsins. VIEIRA Patrick Vieira telur að leikmenn United hafi verið hungraðari en Arsenal í að vinna meistaratitilinn. Patrick Vieira: United-menn voru lélegir FÓTBOLTI Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, segir að nýkrýndir Eng- landsmeistarar Manchester United hafi spilað lélegan fót- bolta í vetur og telur að Arsenal sé enn með besta lið úrvalsdeild- arinnar. „Ég sá Manchester United margoft í sjónvarpinu á leiktíð- inni og þegar ég horfði á spilaði liðið ekki vel,“ sagði Vieira. „Þeir spiluðu virkilega lélegan fót- bolta. En United hefur í sínum röðum einn og einn leikmann sem getur gert skemmtilega hluti, liðið skorar mark og vinnur síðan eitt eða tvö núll.“ Vieira bætti því við Arsenal hafi misst af titlinum með slæm- ri frammistöðu gegn slakari lið- um deildarinnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.