Fréttablaðið - 15.05.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 15.05.2003, Síða 22
22 22. maí 2003 FIMMTUDAGUR L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N FÓTBOLTI Ástralinn Jim McQuillan, ákafur stuðningsmaður Celtic, leggur í næstu viku í langt ferða- lag frá heimalandi sínu til Sevilla til að sjá félagið leika til úrslita í UEFA-bikarkeppninni við Porto. McQuillan, sem bjó í Glasgow í þrettán ár, hefur greinilega náð að temja sér sparsemi Skotanna. Með útsjónarsemi tókst honum að raða saman hagstæðum tilboðun- um á flugleiðinni til Spánar. Ferð- in verður að vísu lengri og tíma- frekari fyrir vikið en hann kemst til Sevilla eftir 62 tíma flug í tíu áföngum. Rod Stewart fer hins vegar ekki lengri leiðina til Spánar ef marka má enska dagblaðið The Sun. Stewart og tólf vinir hans fljúga í einkaþotu til Spánar og dvelja á glæsihóteli á kostnað söngvarans. Stewart hefur lengi verið ákafur stuðningsmaður Celtic og ætlar ekki að missa af fyrsta úrslitaleik félagsins í Evr- ópukeppni í 33 ár. ■ UEFA-bikarkeppnin: 62 tíma á flugi LARSSON Jim McQuillan ætlar að ferðast í 62 klukkustundir til að fylgjast með Svíanum Henrik Lars- son og félögum hans í Celtic etja kappi við Porto. FÓTBOLTI Landsbankadeild kvenna hefst á laugardag með leik Breiða- bliks og Þórs/KA/KS í Kópavogi. Fyrstu umferð lýkur með þremur leikjum á þriðjudag. Miðað við leiki vormótanna og breytingar á leikmannahópum félaganna ætti keppnin í sumar að verða jafnari en í fyrra og er útlit fyrir að Breiðablik, ÍBV, KR og Valur berj- ist um titilinn. Félagskipti Olgu Færseth voru helstu tíðindin af kvennaknatt- spyrnunni í vetur. Hún gekk til liðs við ÍBV eftir að hafa leikið með KR í átta ár. Bretarnir Michelle Barr, Karen Burke og Mhairi Gilmour leika með ÍBV í sumar, Gilmour í fyrsta sinn, Barr þriðja árið í röð en Burke lék með Eyjastúlkum árin 1998 til 2000. Fyrirliðinn Íris Sæmundsdóttir leikur einnig að nýju með ÍBV í sumar. Valur hefur leikið best í vor og sigraði bæði á Reykjavíkurmótinu og í deildabikarkeppninni. Félagið mætir til leiks með sterkari hóp en í fyrra. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir hafa sýnt í vor- leikjunum að þær eru góður liðs- styrkur fyrir Val en einnig endur- heimti Valur tvo fyrrum liðsmenn félagsins, Laufeyju Ólafsdóttur og Rakel Logadóttur, frá ÍBV. ■ Landsbankadeild kvenna: Útlit fyrir jafna keppni í sumar OLGA FÆRSETH Olga Færseth leikur með ÍBV í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.