Fréttablaðið - 15.05.2003, Síða 34

Fréttablaðið - 15.05.2003, Síða 34
KVIKMYNDIR The Matrix er hugar- fóstur bræðranna Andy og Larry Wachowski sem skrifa handritið og leikstýra. Velgengni fyrstu Matrix- myndarinnar gerði það að verkum að þeir fengu ótakmörkuð fjárráð til þess að klára söguna, sem þeir segj- ast alltaf hafa hugsað sér sem þrí- leik. Þeir ákváðu að taka framhalds- myndirnar tvær upp í einum rykk og aðdáendur The Matrix fá því tvö- faldan skammt í ár. Millikaflinn, The Matrix Reloaded, verður sjálf- sagt ein stærsta mynd sumarsins og þegar skyggja tekur í vetur mun The Matrix Revolutions etja kappi við lokakafla Hringadróttinssögu í kvikmyndahúsum úti um allan heim. Bræðurnir hafa tekið sér fjögur ár til þess að reyna að toppa sjálfa sig og ekkert hefur verið til sparað. Framhaldsmyndirnar tvær voru teknar á 18 mánuðum í Ástralíu og kostuðu rúmlega 300 milljón dollara í framleiðslu, en það er um það bil fimm sinnum meira en kostaði að gera fyrstu myndina. Þroskasaga Neo The Matrix halaði inn 460 millj- ónir dollara í miðasölum úti um all- an heim en hefur það óneitanlega fram yfir það sem koma skal að árið 1999 var The Matrix eitthvað alveg nýtt. Kröfuharðir aðdáendur biðu ekki, væntingarnar voru engar og vinsældirnar komu öllum á óvart, ekki síst bræðrunum og framleið- andanum Joel Silver. Nú er öldin önnur og The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions þurfa að standast gríðarlegar kröfur sem hafa magnast hjá áhangendum frummyndarinnar í fjögur ár. Tölvuhakkarinn Thomas A. And- erson (Keanu Reeves) komst að raun um það í The Matrix að mann- kynið liggur í dvala í sýndarveru- leika sem tölvur hafa skapað því og eru í raun ekkert annað en þrælar vélanna. Lítill hópur uppreisnar- manna með töffarann Morpheus (Laurence Fishburne) og þröng- klæddu ofurgelluna Trinity (Carrie- Anne Moss) í broddi fylkingar svipta hulunni frá augum Ander- sons og upplýsa hann um að sam- kvæmt véfréttarspádómi sé hann, Neo, eina von mannkynsins. Keanu Reeves segir að í fyrstu myndinni hafi áhorfendur fengið að fylgjast með fæðingu hetju, „önnur og þriðja myndin greina svo frá lífi hetjunnar“. Neo hefur náð að þróa hæfileika sína enn frekar frá því við skildum við hann fyrir fjórum árum en gerir sér þó ljóst að hann á margt ólært um uppbyggingu Matrixins og hvaða hlutverki hann hefur að gegna fyrir framtíð mannkynsins. Til bjargar Zion Neðanjarðarborgin Zion er síð- asta athvarf mannfólksins, það er að segja þeirra sem ekki sofa blekk- ingarsvefninum langa. Áhorfendur fá fyrst núna að berja Zion augum þar sem Wachowski-bræður skorti einfaldlega fjármagn til þess að koma henni að í fyrstu myndinni. Borgin er við það að falla í hendur vélunum og endalok mannkynsins blasa við. Neo og Trinity hafa aftur á móti öðlast aukinn styrk í krafti ástar sinnar og sjálfsöryggis og af- ráða því að fara aftur inn í Matrixið með Morpheusi og bjóða vélunum birginn. Öflugir nýliðar Allar aðalpersónur fyrstu mynd- arinnar eru því mættar aftur til leiks, auk þess sem fjöldi nýrra per- sóna hefur bæst í hópinn. Þeirra á meðal eru Niobe, sem hin ábúðar- mikla Jada Pinkett Smith leikur. Hún falaðist á sínum tíma eftir hlut- verki Trinity, án árangurs, en fær núna að vera með í hlutverki fyrr- verandi kærustu Morpheusar. Hún ber þó enn hug til gamla kærastans og óhlýðnast yfirboðurum sínum með því að liðsinna Morpheusi. Lyklasmiðurinn er einnig ný mikilvæg aukapersóna en hann get- ur opnað allar dyr Matrixins fyrir Neo. Þá kynnist Neo einnig Persephone, sem franska þokka- gyðjan Monica Bellucci (Malena, Ir- revérsible) leikur. Hún er tálkvendi sem er gift nýjum skúrki sem nefn- ist Merovingian. Sá er með Lykla- smiðinn í haldi og hefur lítinn áhuga á frjálsum vilja og öllu því sem Neo berst fyrir. Þá má ekki gleyma Tví- burunum, náhvítum morðtólum í þjónustu Merovingian. Þeir eru ein- hvers konar draugaforrit og geta skipt um lögun og skotið upp kollin- um hvar sem er. Það eru karatetví- burnarnir Neil og Adrian Rayment sem leika þessi óféti, sem væntan- lega eru kærkomin viðbót í skúrkagallerí Matrixins. Kröfuharðir aðdáendur Væntingarnar áhorfenda til Neo og félaga eru vitaskuld miklar en eins og Morpheus benti Neo á í fyrstu myndinni er ekki hægt að útskýra hvað Matrixið er. Menn verða einfaldlega að komast að því sjálfir. Sömu sögu er að segja af myndunum og hver verður að dæma um það fyrir sig hvort sú þrotlausa vinna sem leikarar og aðr- ir aðstandendur hafa lagt á sig skili sér í betra bíói en The Matrix. Talnaspekingarnir hafa hins vegar litlar áhyggjur og ganga að því sem gefnu að samanlagt muni myndirn- ar ná inn rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala í miðasölunni, en það hefur ekki gerst síðan James Cameron sökkti Titanic með bravúr árið 1997. thorarinn@frettabladid.is 34 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Það er ekki hægt að útskýra hvað Matrix er Langþráð framhaldið af The Matrix verður frumsýnt um helgina og enginn efast um að á ferð- inni sé mikil veisla fyrir augu og eyru. Dyggir aðdáendur fyrstu myndarinar óttast þó að frum- leikinn sem einkenndi fyrstu myndina sé ekki lengur til staðar. Eina von mannkynsins: Svalur blær yfir fjöllunum THE MATRIX Kvikmyndaunnendur fá sjálfsagt seint leið á því að deila um leikhæfileika Keanu Reeves. Fólk virðist almennt sam- mála um að drengurinn sé fagur á að líta en það breyti engu um það að hann sé marflatur í allri tilfinn- ingatúlkun sinni á hvíta tjaldinu. Það verður þó ekki af drengnum tekið að hann er naskur þegar það kemur að hlutverkavali og hann skýtur reglulega upp kollinum í stórsmellum og er því alltaf að nálgast efsta launaflokk í Hollywood þó hann leiki inn á milli í afleitum myndum sem falla marflatar. Keanu Reeves fæddist í Beirút í Líbanon árið 1964. Móðir hans var sýningarstúlka og faðir hans jarðfræðingur og þau gáfu honum þetta sérkennilega nafn sem er hawaiískt og þýðir „svalur blær yfir fjöllunum.“ Reeves vakti fyrst verulega at- hygli í hinni sýrðu tímaflakks- gamanmynd Bill & Ted’s Exellent Adventure árið 1989 en reyndi síðan á næstu árum að hrista trúðsímyndina af sér með alvar- legum myndum eins og My Own Private Idaho, Dracula og Much Ado About Nothing. Ferill hans tók góðan kipp með Speed árið 1994. Næstu myndir gerðu ekki sömu lukku en árið 1999 hitti hann aftur beint í mark með The Matrix. Reeves hefur svo gert lítið af viti síðan The Matrix sló í gegn og hvað tekur við hjá honum að Mat- rixævintýrinu loknu er svo ómögulegt að segja. ■ KEANU REEVES Honum virtist þó ekki ætla að takast að fylgja velgengninni eftir á næstu árum en gæfan snerist honum heldur betur í hag í miðasölunni árið 1999 þegar hann var fremstur í flokki vasks hóps sem barðist gegn ofríki tölvudrottnara í sýndarveruleika Matrixins. SLAGSMÁL Í SÝNDARVERULEIKA Nýjar og æði skrautlegar persónur mæta til leiks í The Matrix Reloaded. Þar á meðal eru hinir illskeyttu draugatvíburar sem gera Neo og félögum lífið leitt. Gifssteinar fyrir milliveggi og aðra breytingarvinnu. www.gifsverk.is Skin Vitality rakakremið er loksins komið aftur. Debenhams, Smáralind, Lyf og heilsu, Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.