Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 37 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6.30, 9 JOHNNY ENGLISH kl. 6, 8 og 10.10 kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.50 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.20 og 8 b.i.14.ára THE HOURS b.i. 12 kl. 5.30 MAID IN MANHATTAN kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára SHANGHAI KNIGHTS kl. 4 TILBOÐ 400ABRAFAX OG SJÓRÆN. CONFESSIONS b.i. 14 kl. 10.20 Sýnd kl. 4, 5,30, 8, og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára BOWLING FOR... kl. 5.40, 8 og 10.20 TÓNLIST Ný heimildamynd um tón- listarmanninn angurværa Nick Drake verður frumsýnd í kvik- myndahúsi í London um miðjan júní. Myndin heitir „A Skin Too Few: The Days Of Nick Drake“ er gerð af kvikmyndagerðamanninum Jeroen Berkvens. Myndin verður hluti af kvikmyndahátíðinni „Reel Madness“ sem haldin er til þess að vekja athygli á baráttumálum þeir- ra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. í myndinni er fjallað um líf og dauða tónlistarmannsins en hann dó úr of stórum skammti verkja- lyfja 26 ára að aldri. Hann hafði þá hljóðritað og gefið út þrjá breið- skífur. Þrátt fyrir að hafa aldrei átt miklum vinsældum að fagna í lif- anda lífi hafa plötur hans heillað með sér nýjar kynslóðir tónlist- arunnenda og nefna tónlistarmenn Drake oft sem áhrifavald. ■ NICK DRAKE Tónlistarmaðurinn Nick Drake sem lést langt fyrir aldur fram þann 25. nóvember árið 1974. Nick Drake: Heimildamynd frumsýnd FÓLK Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer slapp ómeidd úr bílsslysi í London í gær. Hún var í bíl með eiginmanni sínum Matthew Vaug- hn og þriggja ára gömlum syni þeirra. Á bak við stýrið á Range Rover bifreið þeirra var aðstoðar- maður hjónanna sem keyrði bíln- um inn í annan. Allir sluppu ómeiddir. Claudia giftist Vaughn, sem er kvikmyndaframleiðandi, síðasta sumar í kastala í Suffolk héraði Bretlands. Hún hefur verið frek- ar óheppin síðustu mánuði. Hún í því í gleðskap skömmu fyrir fæð- ingu sonar síns að hluti af arin- hillu datt ofan á fót hennar með þeim afleiðingum að bein í fæti hennar brotnuðu. Hún var því í gifsi þegar hún fæddi son sinn inn í þennan heim. ■ CLAUDIA SCHIFFER Gæfan hefur ekki leikið við þýsku ofurfyrir- sætuna Claudiu Schiffer síðasta hálfa árið eða svo. Claudia Schiffer: Lenti í bílslysi Söngvarinn Robbie Williams komáhorfendum sjónvarpsþáttarins „American Idol“ skemmtilega á óvart þegar hann framkvæmdi kjöltudans fyrir dómarann fúla Simon Cowell. Robbie reynir nú hvað hann getur til þess að ná vin- sældum í Banda- ríkjunum. Nýjasta breiðskífa hans „Escapology“ er búin að vera á markaðinum þar í fimm vikur en hefur aðeins selst í 31 þúsund ein- tökum. Yoko Ono skaust rakleiðis upp íefsta sæti raftónlistarlista Bill- board í þessari viku með endur- hljóðblöndun lagsins „Walking on Thin Ice“ sem eiginmaður hennar John Lennon samdi. Lagið er þekkt- ast fyrir það að Lennon var að vinna að því kvöldið sem hann var skotinn til bana. Á dánarstundinni hélt hann utan um spólu með laginu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.