Fréttablaðið - 15.05.2003, Page 44

Fréttablaðið - 15.05.2003, Page 44
„Ég er svo rosalega spennt að éghef ekki tíma til að vera kvíð- in,“ segir Manuela Ósk Harðar- dóttir, Ungfrú Ísland 2003, sem er á leið til Panama þar sem hún býr sig undir að taka þátt í keppninni um Ungfrú alheim næstu þrjá vikurnar. „Ég ætla bara að njóta þess því það eru ekki allir sem fá þetta tækifæri,“ segir fegurðar- drottningin, sem er aðeins 19 ára og var að ljúka stúdentsprófum frá Menntaskólanum í Reykjavík. Að vísu kláraði hún ekki öll prófin vegna anna en tekur þau bara síð- ar. Þegar Panama-ævintýrið er á enda. Manuela segist hafa verið sæt- ur krakki: „Þó var ég spikfeit um tíma. Þegar ég var fimm ára,“ segir hún en spikið er löngu farið enda líkamsrækt eitt helsta áhugamál hennar: „Ég æfi og æfi en annars er það námið sem á hug minn allan. Ég les lítið annað en skólabækur og stefni að því að fara í læknisfræði. Svo er það sumarhús fjölskyldunnar á Flór- ída. Ég flokka það með áhugamál- um mínum.“ Manuela þarf að vera vel búin þegar hún heldur til Panama. Ekki duga færri en sjö síðkjólar og fimm bikini. Kjólana fékk hún lánaða hjá vinkonum sínum og í Flex og Mango. Í Gallerí Freydísi voru svo saumuð á hana fimm bik- ini og Puma-umboðið afhenti henni sportfatnað af miklum rausnarskap: „Þrátt fyrir þetta fylgja ótrúleg fjárútlát því að taka þátt í svona keppni. En ég á góða mömmu og ömmu sem hjálpa mér,“ segir Manuela sem er dóttir Harðar Thor Morthens, sem er látinn, og Öldu Bjargar Norðfjörð. Manuela er frænka Bubba Morthens og þeirra bræðra því afi hennar er Emanuel Morthens, bróðir Hauks söngv- ara, og svo framvegis. Manuela segist ekki fara til Panama til að sigra í keppninni. Þarna verða 80 stúlkur úr öllum heimshornum að keppa um titil- inn fegursta stúlka heims: „Ég er bara ein af þeim og læt slag standa,“ segir Manuela, sem flaug utan í dag til móts við ævintýri lífs síns – að svo komnu máli. eir@frettabladid.is Hrósið 44 15. maí 2003 FIMMTUDAGUR Jón Már Héðinsson tekur viðstarfi skólameistara Mennta- skólans á Akureyri 1. ágúst næst- komandi og sest þá í stól Tryggva Gíslasonar, sem þegar er orðinn goðsögn í skólalífi höfuðstaðar Norðurlands: „Ég hef unnið lengi með Tryggva og það hefur í sjálfu sér verið góður skóli,“ segir Jón Már, sem hlakkar til að takast á við ný verkefni „...enda spennandi tímar fram undan í íslensku skólalífi og menningu,“ eins og hann orðar það. Jón Már er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og las íslensku og sögu við Háskóla Íslands. Hann hefur verið kennari við MA frá 1980: „Svo fór ég í fyrra í árs námsleyfi til Chicago og lauk þar MBA-námi í stjórnun, rekstri og stefnumótun,“ segir nýi skóla- meistarinn og það nám á vafalítið eftir að koma sér vel þegar að því kemur að stjórna Menntaskólan- um á Akureyri. „Það var gaman að vera í Chicago og ég hefði gjarnan viljað vera það lengur. Chicago er fjölbreytt og skemmtileg borg og fólkið vinsamlegt. Þarna býr fólk frá flestum þjóðlöndum.“ En Jón er kominn heim og unir hag sínum hið besta fyrir norðan. Hann er kvæntur Rósu Sigur- sveinsdóttur, lyfjafræðingi í lyfjaverslun Hagkaups á Akur- eyri, og eiga þau tvö börn. ■ ...fá Alnæmissamtökin fyrir að heimsækja alla grunnskóla landsins, fræða nemendur og varpa ljósi á sem flestar hliðar sjúkdómsins. TVEIR SKÓLAMEISTARAR Jón Már Héðinsson með Tryggva Gíslasyni forvera sínum í hópi nemenda við MA. MANUELA ÓSK Stundar líkamsrækt af kappi og stefnir á nám í læknisfræði. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Þjórsá. Júdas. Harry Potter og Fönixreglan. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki stendur til að láta Kjaradóm ákvarða laun fiskverkafólks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M GLÆSILEG RÖDD „Maður þarf ekki að skilja íslensku til að kunna að meta glæsileika raddar Krist- jönu,“ segir í dómi „All About Jazz“ um söng Kristjönu Stefánsdóttur. Fagra veröld heillar TÓNLIST „Maður þarf ekki að skilja íslensku til að kunna að meta glæsileika raddar Kristjönu,“ seg- ir í afar lofsamlegum dómi í tíma- ritinu „All About Jazz“ um hljóm- diskinn Fögru veröld. Á disknum syngur Kristjana lög eftir tón- skáldið og djasspíanistann Sunnu Gunnlaugs við ljóð Steins Steinarr og Tómasar Guðmundssonar meðal annarra. Roger Crane, sem skrifar plötudóminn, er ákaflega hrifinn af söng Kristjönu. Hann fer ekki síður fögrum orðum um píanóleik Sunnu og segir diskinn bera nafn með réttu. Auðheyrt sé að hún sæki áhrif til djasspíanistanna Bill Evans og Keith Jarrett. Aðdá- endur þessara stórdjassara verði ekki sviknir af leik Sunnu. „En hún hefur þroskað eigin rödd sem einkennist af hlýrri og náinni ljóð- rænu. Sunna er ekki eftiröpun neins.“ Fagra veröld hlaut mikið lof hér á landi þegar diskurinn kom út og var tilnefnd til íslensku tón- listarverðlaunanna sem besti hljómdiskur ársins í flokki djass- diska. Auk Sunnu og Kristjönu leika Sigurður Flosason, Drew Grass og Scott McLemore. ■ Persónan JÓN MÁR HÉÐINSSON ■ hefur verið skipaður skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Hann unir hag sínum vel fyrir norðan þó hugurinn hvarfli á stundum til Chicago. Patreksfirðingur skólameistari MA Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í ÞÁGU BYGGINGARLISTAR Verðlaunahafar minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar ásamt stjórn sjóðsins. Verk- efni sem lúta að fræðslu og kynningu ís- lenskrar byggingarlistar fengu úthlutað úr sjóðnum. Íslensk bygg- ingarlist BYGGINGARLIST Guðjón Samúelsson húsameistari var einn mikil- virkasti hönnuður mannvirkja á síðustu öld. Í samræmi við erfða- skrá hans var stofnaður minn- ingarsjóður í nafni hans. Í ár var úthlutað úr sjóðunum í fyrsta sinn. Í þetta sinn voru 800 þúsund krónur til úthlutunnar og urðu tvær umsóknir af þrettán hlut- skarpastar. Guja Dögg Hauksdóttir hlaut styrk til að vinna að verkefninu „Íslensk menning í byggingar- list.“ Markmið verkefnisins er að vinna aðgengilegt efni sem veitir innsýn í íslenska byggingarlist. Hitt verkefnið sem fékk styrk er ritið „Leiðsögn um íslenska byggingarlist.“ Ritið er eins konar sýningarskrá að íslenskri bygg- ingarlist. Styrknum er ætlað að styðja við útgáfu og markaðssetn- ingu ritsins, en það er gefið út á ensku og íslensku. ■ FEGURÐ ■ Manuela Ósk Harðardóttir var kjörin fegursta stúlka Íslands á dögunum. Nú ætlar hún að athuga hvort hún sé sú feg- ursta í heimi og er flogin utan til eð etja kappi við 80 aðrar stúlkur um titilinn Ungfrú alheimur. Með 7 síðkjóla til Panama Nei, þetta er bara ég, maðurinn með veiðistöngina! AAARGH! Mín hinsta stund er upp runnin! Imbakassinn eftir Frode Øverli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.