Fréttablaðið - 15.05.2003, Page 45

Fréttablaðið - 15.05.2003, Page 45
Fréttiraf fólki 45FIMMTUDAGUR 15. maí 2003 Söng- björgunar- sveit TÓNLEIKAR Björgunarsveitin Ár- sæll og Þingeyingakórinn hafa tekið höndum saman um fjáröfl- un. Björgunarsveitin tók að sér forsölu miða á tónleika kórsins. Tónleikarnir verða í Gerðubergi næstkomandi laugardag, en for- sala á þá er hafin í Gróubúð að Grandagarði á vegum björgun- arsveitarinnar. Á tónleikunum verða sungnir negrasálmar og íslensk alþýðu- lög auk nokkurra sönglaga eftir kórstjórann Kára Friðriksson. ■ Akureyringar í höfuðstaðnumhafa fyrir sið að koma saman reglulega og lyfta sér upp og efla samkenndina. Nú er eitt Akureyr- ingakvöld í aðsigi og verður það hald- ið í Versölum við Hallveigarstíg næstkomandi laug- ardagskvöldið. Boð- ið verður upp á ít- alskt hlaðborð. Vitað er til þess að forkólfar gleðinnar, þeir Raggi Sót og Jón Haukur, sem jafnan er kallaður „Þögli útvarpsmaðurinn“, hafa gert sitt til að fá rándýra skemmtikrafta fyrir lítið: Hannes töframann, Kristján Jóhannsson, Jón Bjarnason úrsmið og Bara- flokkinn og sjálfan MA-kvartett- inn. Ekki fylgir sögunni hvort þeir höfðu erindi sem erfiði. Ráðgert er að veislustjóri verði Logi Már Einarsson arkitekt, sem ef til vill er betur þekktur sem dansari Skriðjöklanna. Að skemmtidag- skrá lokinni sér DJ Jón kvart- milljón frá Grænhóli um fjörið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.