Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Bíó 26 Íþróttir 10 Sjónvarp 28 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÍÞRÓTTIR Skotglaðir Íslendingar AFMÆLI Heitir auknum hressleika MÁNUDAGUR 2. maí 2003 – 124. tölublað – 3. árgangur bls. 24 bls. 14 HÁTÍÐ Sjómenn í sólinni bls. 4 Nýliðaslagur FÓTBOLTI Nýliðarnir í úrvalsdeild karla mætast á Hlíðarenda í kvöld. Þar taka Valsarar, 1. deildarmeist- arar síðasta árs, á móti Þrótti, lið- inu sem fylgdi þeim upp í efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Einn leikur fer fram í úrvals- deild kvenna. ÍBV tekur á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum. Sá leikur hefst klukkan 20. Til gamans gert TÓNLIST Söngtónleikarnir Til gamans gert verða í Salnum Kópavogi klukk- an 20. Þar munu Kristján Þ. Hall- dórsson bariton og Aladár Rácz pí- anóleikari flytja íslensk sönglög, er- lend ljóð, aríur og dúetta. Gestaflytj- endur: Judit Gyorgy sópran, Krist- veig Sigurðardóttir sópran og Þór- hallur Barðason bariton. Quattro Stagioni og Fóstbræður TÓNLIST Quattro Stagioni og Karla- kórinn Fóstbræður koma fram á sameiginlegum tónleikum í Hall- grímskirkju klukkan 20. Flutt verða verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birg- isson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Enn fremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V VEIKINDI „Hún losnaði út af sjúkra- húsi í gær eftir tæpa þrjá sóla- hringa,“ segir Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar ungfrú Ísland, um Manúelu Ósk Harðardóttur, sem ekki tekur þátt í keppninni Ungfrú alheimur vegna bakteríusýkingar sem olli því að hún þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Elín segir að Manúela sé búin að vera mjög veik og verði því ekki með í keppninni. Aðrir kepp- endur hafa keppt þá þrjá daga sem Manúela hefur verið á sjúkrahúsinu. Þó aðalsýningin sé eftir er búið að dæma svo mikið að Manúela er úr leik. Þá er hún ekki orðin nógu hress til að standa uppi á sviði þó hún sé kom- in út af sjúkrahúsinu að sögn Elínar. „Sorglegt, þetta leit allt mjög flott út hjá henni.“ Elín segir fleiri stelpur hafa veikst en engin eins heiftarlega og Manúela. Þær gátu því klárað keppnina. Þær eru látnar koma fram fyrir dómnefndina bæði á sundfötum og í kjólum á síðustu dögunum. Þá séu topp fimmtán stelpurnar valdar. „Manúela, sem ekki hefur verið með í þessum undanfara, er ekki inni í þessum topp fimmtán. Hún myndi ekki gera annað en að standa þarna á sviðinu. Þetta er ekki síst leiðin- legt fyrir Manúelu sjálfa. Heilt ár í undirbúning, þrjár vikur þarna úti og svo endar þetta svona,“ segir Elín Gestsdóttir. ■ Enginn íslenskur keppandi í keppninni Ungfrú alheimur: Manúela veiktist og verður ekki með REYKJAVÍK Norðaustan 8-13 m/s. Skýjað með köflum og rigning af og til. Hiti 8 til 14 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 12 Akureyri 8-15 Rigning 12 Egilsstaðir 8-15 Rigning 12 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 17 ➜ ➜ ➜ ➜ + + VIÐSKIPTI Utanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Ríkisendur- skoðun á föstudag að farið yrði ofan í bókhald Sölunefndar varn- arliðseigna með hliðsjón af því að misferli hefði átt sér stað varðandi sölu notaðra bif- reiða og annars varnings. Sigurður Þórðarson ríkis- e n d u r s k o ð a n d i staðfesti við blaðið í gær að hann hefði bókhaldið til rannsóknar en vildi ekki tjá sig um málið efnislega. „Þetta mál er í vinnslu hjá okk- ur,“ sagði Sigurður í gær. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, vildi heldur ekki tjá sig um efnisatriði málsins en vísaði á utanríkisráðuneytið. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir að stofnunin hafi talið eðlilegt í framhaldi ábendinga frá embætti Sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli að málið færi til Ríkisendurskoðunar. „Það er ekk- ert meira um málið að segja,“ seg- ir Gunnar. Bókhaldsrannsóknarinnar er óskað í framhaldi þess að meint fjársvik fyrrverandi starfsmanns Sölunefndar hafa verið til rann- sóknar hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Mál manns- ins var tekið til rannsóknar seint á síðasta ári þegar í ljós kom mis- ferli hans innan stofnunarinnar og eftir að hann var látinn hætta störfum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun starfsmaðurinn hafa sagt frá því að fleiri en hann hefðu keypt bíla og vörur af Sölunefnd- inni, sem nú heitir Umsýslustofn- un varnarliðseigna. Þar er meðal annars til athugunar þáttur Al- freðs Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra. Stofnunin hefur haft milligöngu um að selja vörur milli einstakra deilda Varnarliðsins samkvæmt ákveðnum reglum. Rannsóknin nú beinist að því hvort varningur hafi verið seldur framhjá sölukerfinu. Þannig er ekki hið opinbera bókhald Sölu- nefndarinnar til skoðunar heldur fyrst og fremst sá hluti sem snýr að uppboðum bifreiðanna og ann- ars varnings. Þá þykir skjóta skökku við að tollar eða aðflutningsgjöld hafa ekki verið greidd af varningnum heldur hafa þau gjöld runnið inn í Sölunefndina, sem rekin var með tapi um árabil. Starfsmaðurinn fyrrverandi vildi ekkert um mál þetta segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Ekki náðist í Alfreð Þorsteins- son við vinnslu fréttarinnar. rt@frettabladid.is Bókhald Sölunefndar til Ríkisendurskoðunar Utanríkisráðuneytið óskaði eftir úttekt á föstudag. Sýslumaður rannsakaði meint misferli hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Bókhaldsrannsókn beinist að sölu notaðra bifreiða. Þáttur Alfreðs Þorsteinssonar til skoðunar. NAUÐLENDING Á BESSASTÖÐUM Feðgar þurftu að nauðlenda flugvél sinni á heimreiðinni á Bessastöðum. Sambandsleysi var í bensíngjöf vélarinnar. Allt í einu fór vélin að missa hæð og feðgarnir sáu sér ekki fært annað en að lenda vélinni. Lendingin gekk vel og eftir viðgerð var vélinni flogið á brott. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER RT Tjaldsvæði: Héldu fólki í gíslingu LÖGREGLUFRÉTTIR Ráðist var inn í fellihýsi þriggja ferðamanna á tjaldstæðinu í Höfn í Hornafirði og þeim haldið í gíslingu. Fjórir heimamenn voru að verki og er vitað um hverja er að ræða. Þeir unnu talsverð skemmdarverk meðan þeir voru í fellihýsinu og stálu ýmsu laus- legu. Aðkomumönnunum var mjög brugðið að sögn lögreglu og hyggjast þeir leggja fram kæru á hendur mönnunum. ■ ■ Rannsóknin nú beinist að því hvort varningur hafi verið seldur framhjá sölu- kerfinu. MANÚELA ÓSK HARÐARDÓTTIR Manúela fékk bakt- eríusýkingu úr mat og var á sjúkrahúsi í þrjá sólahringa Tugþrautarmót: Jón Arnar vann brons ÍÞRÓTTIR Jón Arnar varð þriðji á tugþrautarmótinu í Götziz í Aust- urríki. Jón Arnar lauk keppni með 8.222 stig og var tæpum 600 stig- um á eftir Tékkanum Roman Sebrle, sem fagnaði sigri. Sebrle var að vinna í Götziz í þriðja skipti í röð. Það afrek hefur enginn íþróttamaður unnið áður. Hin sænska Carolina Klueft varð hlutskörpust í sjöþraut kvenna með 6.602 stig. Næst kom Austra Skujyte frá Litháen með 6.213 stig. ■ JÓN ARNAR MAGNÚSSON Fór vel af stað. Hann var búinn að tryggja sér þriðja sætið fyrir lokaþrautina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.