Fréttablaðið - 02.06.2003, Side 45

Fréttablaðið - 02.06.2003, Side 45
45MÁNUDAGUR 2. júní 2003 ■ Bækur ■ Nýjar bækur BÆKUR Unglingaskáldsagan Holes eftir Louis Sacher kom út á ís- lensku fyrir síðustu jól undir nafninu Milljón holur. Þýðing þeirra Sigfríðar Björnsdóttur og Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur fékk á dögunum Barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta þýdda bókin árið 2002. Íslenskir aðdáendur sögunnar geta nú farið að láta sig hlakka til að sjá hana á hvíta tjaldinu en Dis- ney-fyrirtækið frumsýndi nýlega kvikmynd byggða á bókinni í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið prýðileg- ar viðtökur gagnrýnenda, sem lofa hana meðal annars fyrir að vera trú hnyttnum anda sögunnar og snúinni atburðarás. Gagnrýnandi The New York Times segir meðal annars að þrátt fyrir að Hollywood „eigi til að þynna hluti sem þessa út“ hafi það ekki gerst nú. Höfundurinn sjálf- ur skrifaði handrit myndarinnar og leikstjórinn Andrew Davis (The Fugitive) þykir hafa leyst verk sitt vel af hendi og er sagður hafa skilað af sér mynd sem krakkar muni draga foreldra sína á í vorfríinu. Það fylgir einnig sögunni að fyrir vikið muni for- eldrarnir ekki missa af „bestu am- erísku stórmyndinni á þessu ári“. Hinn 17 ára gamli Shia LaBeouf fer með aðalhlutverkið í myndinni en hefur sér til fullting- is reynslubolta á borð við Sig- ourney Weaver, Jon Voigt, Earthu Kitt og Patriciu Arquette. ■ Bókin Garðverkin - Hagnýt ráðum ræktunarstörf í görðum, gróðurhúsum og sumarbú- staðalöndum og leiðbeiningar um lífræna ræktun er komin út. Í henni má finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróðurhúsum og sumar- bústaðalöndum ásamt leiðbeining- um um lífræna ræktun og safn- haugagerð. Höfundurinn, Steinn Kárason, er landsmönnum að góðu kunnur fyrir umfjöllun sína um garð- yrkju, skógrækt, umhverfismál og viðskipti í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Bókin er rúmar 200 blaðsíður og skiptist í 24 kafla og 194 undir- kafla. Í bókinni eru um áttatíu ljósmyndir og á fjórða hundrað skýringarmyndir. ■ Síðastliðinn mánudag fóru nem-endur úr þremur 8. bekkjum Öldutúnsskóla í heimsókn í Hafn- arborg. Þar tók á móti þeim bandaríski listamaðurinn Richard Vaux og sýndi þeim vinnuaðferðir sínar, en hann gerir myndir úr kolefnisdufti. Nokkrir nemend- anna reyndu sjálfir hæfni sína og gerðu þeir í samvinnu við Vaux listaverk sem hann gaf skólanum. Heimsókninni lauk síðan með fjörugum umræðum og pizzu í kaffistofunni. ■ Gunnlaðar saga eftir SvövuJakobsdóttur var nýlega gef- in út í Frakklandi á vegum bóka- útgáfunnar José Corti en á út- gáfulista forlagsins eru verk ekki minni meistara en Honoré de Balzac, Charles Baudelaire, Gustave Flaubert, Arthur Rimbaud og Jorge Luis Borges. Bókmenntatímaritið Le mat- ricule des Anges fjallaði á dögun- um um bókina undir fyrirsögn- inni „Norrænn lífsmjöður“ þar sem sagði meðal annars: „Svava Jakobsdóttir sýnir fram á, í skáldsögu sem sveiflast milli raunsæis og hins yfirnáttúrlega, að goðsögnin er raunveruleikan- um yfirsterkari.“ Gagnrýnandi ritsins klykkir svo út með þessum orðum: „Fallegasti kostur Gunnlaðar sögu er hversu marghliða hún er. Hún er skáldsaga um vitfirr- ingu, einsemd, útskúfun og um það hversu lífseig goðsögnin getur verið.“ Gunnlaðar saga kom upphaf- lega út hjá Forlaginu árið 1987 en hefur einnig verið gefin út á ítölsku, litháísku, dönsku, sænsku, finnsku og norsku, auk frönsku. ■ Norræn lífsmjöður í Frakklandi Bók í bíó ■ Disney-fyrirtækið hefur frumsýnt nýja barna- og unglingamynd byggða á hinni margverðlaunuðu skáldsögu Milljón holur og þykir aldrei þessu vant hafa leyft sög- unni sjálfri að njóta sín á hvíta tjaldinu. Milljón holur í bíó MILLJÓN HOLUR Er ekki bara fyrir börn og unglinga enda á ferðinni spennandi dæmisaga um græðgi, ör- lög og rasisma. RICHARD VAUX OG KRAKKARNIR ÚR ÖLDUTÚNSSKÓLA Hittust í Hafnarborg, ræddu málin yfir pizzu og sinntu listsköpun í sameiningu. Nemendur 8. bekkjar Öldutúnsskóla: Gerðu mynd úr kolefnisdufti Mýrin í Tékklandi BÆKUR Tékkneska bókaforlagið Bastei-Moba hefur tryggt sér út- gáfuréttinn á Mýrinni, eftir Gler- lykilshandhafann Arnald Indriða- son, og Bastei- Lübbe í Þýska- landi hefur fest kaup á tveimur öðrum reyfurum h ö f u n d a r i n s , Napóleonsskjöl- unum og Dauða- rósum. D a u ð a r ó s i r komu út hjá Vöku-Helgafelli árið 1998 og Napóleonsskjölin ári síðar. Bastei-Moba er eins og nafnið gefur til kynna í nánum tengslum við Bastei-Lübbe, sem er meðal öflugustu forlaga Þýskalands, en það hefur nú tryggt sér útgáfu- réttinn á öllum útgefnum bókum Arnaldar. Mýrin hefur þar með verið seld til átta landa en Þýska- land er fyrsta landið sem Napóle- onsskjölin og Dauðarósir fara til. Nú eru í undirbúningi kvik- myndir eftir Mýrinni og Napóle- onsskjölunum. Baltasar Kormák- ur vinnur að gerð bíómyndar eftir Mýrinni og Snorri Þórisson stefn- ir að gerð alþjóðlegrar stórmynd- ar eftir Napóleonsskjölunum. ■ ARNALDUR INDRIÐASON Glæpasögur hans úr íslenskum veru- leika eiga greiða leið á markað í ná- grannalöndunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.