Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 2. júní 2003 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann í tvíb‡li í 14 nætur í stúdíói. 79.470 kr.* Sta›grei›sluver› * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 13 32 05 /2 00 3 Gríska eyjan Krít er yndisleg í júní. fiægilegur hiti og sjórinn or›inn heitur. Gríptu tækifæri› og bóka›u tvær vikur á ver›i einnar á íbú›ahótelinu Helios. N‡legt íbú›ahótel me› gullfallegum íbú›um og persónulegri fljónustu, vel sta›sett og stutt frá strönd. Sérfer› - Örfá sæti laus í siglingu um Eyjahaf og dvöl á Krít 18. ágúst - 1. sept. G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. Eldhús Bað Fataskápar Þvottahús OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 TILBOÐIÐ STENDUR TIL 14/6 Innrétting á „Netto-verði“ 20% raftækjaafsláttur FRÍAR BORÐPLÖTUR* * Þegar keypt er saman innrétting og raftæki, veitum við 20% afslátt af ELBA eldunartækjum og Snaigé kæliskápum og þú færð borðplöturnar fríar (að hámarki kr. 30.000,-) mánud. - föstud. 9–18 laugardaga 10–15OPIÐ JERÚSALEM, AP Bandaríska sendi- ráðið í Jerúsalem segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að til standi að ræna bandarísk- um þegnum sem eru staddir á Gaza-svæðinu. Í tilkynningu á heimasíðu sendiráðsins eru Bandaríkja- menn hvattir til að vera sérlega varkárir. Er þeim ráðlagt að halda sig fjarri Ísrael, Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. S k æ r u l i ð a h r e y f i n g a r n a r Hamas og Islamic Jihad eru með bækistöðvar sínar að stærstum hluta á Gaza-svæðinu. Báðar hafa þær lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Ísrael sem hafa kostað rúmlega 350 manns lífið á undan- förnum 32 mánuðum. Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, forsætisráðherrar Ísraels og Palestínu, funduðu á fimmtu- dag og fór vel á með þeim. Bjart- sýni fyrir fund þeirra og George W. Bush Bandaríkjaforseta í næstu viku er því töluverð. Abbas vonast til að ná sam- komulagi við Hamas-skæruliða- hreyfinguna í næstu viku um að hætta árásum á Ísraela. Ísraelar hafa á móti lýst því yfir að þeir ætli hugsanlega að sleppa fjölda Palestínumanna úr varðhaldi. Um 1.000 manns eru í haldi þeirra án þess að hafa verið ákærðir. ■ VINNUVÉLAR Eimskip hefur á þessu ári fengið afhenta tvo nýja gámalyftara frá Kraftvélum ehf. Að sögn Árna Sigurðssonar, sölu- og markaðsstjóra Kraftvéla, get- ur stærri lyftarinn hlaðið 45 tonna gámum upp í fimm hæða stæður. Í efstu stöðu er hæð hans tæpir 19 metrar. Hinn lyftarinn er nokkru minni og getur aðeins lyft tómum gámum. Lyftararnir eru mikið notaðir á athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn, þar sem nýtt vöruhót- el fyrirtækisins er til húsa og öll starfsemi fer fram. ■ LEIKHÚS Íslenski leikhópurinn sem sýnt hefur Rómeó og Júlíu á fjöl- um Borgarleikhússins í vetur mun í haust sýna leikritið í Young Vic-leikhúsinu í London. „Við æfum leikritið úti á ensku og frumsýnum um mánaðamótin september-október,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, sem fer einnig með hlutverk Rómeós. „Við leikum leikritið átta sinnum í viku í fimm til sex vikur.“ „Þetta er alveg heljarinnar æv- intýri,“ segir Gísli Örn, sem telur þetta mikla viðurkenningu fyrir íslenskt leikhús. „Allt í einu verða komnir þrettán íslenskir leikarar á svið í London.“ ■ LEIKVELLIR Framkvæmdir standa nú yfir á leikvellinum á horni Tómasarhaga og Dunhaga. Að sögn Gunnars Ágústssonar, hverfabækistöð gatnamálastjóra á Njarðargötu, hefur starfsemi gæsluvallar verið hætt og standa endurbætur á leikvellinum yfir. Gengið verður frá leikvellinum í næstu viku. Gunnar segir að slæm um- gengni sé um leikvelli borgarinn- ar og berast hverfabækistöðinni oft kvartanir vegna þess. Hafa starfsmenn stöðvarinnar ekki við að halda leikvöllum svæðisins í góðu horfi. ■ HEILBRIGÐISMÁL Nánast allir full- orðnir Flateyringar skráðu nöfn sín á undirskriftalista sem afhent- ur var Jónasi Þór Birgissyni lyf- sala á Ísafirði í gær, en fyrir rúmri viku var ákveðið að loka ap- óteki Flateyringa. Verslunarkeðj- an Lyfja keypti fyrir skemmstu apótekið á Ísafirði og lét loka úti- búunum á Flateyri og Suðureyri í hagræðingarskyni. Lýður Árnason, læknir á Flat- eyri, segir skerðingu á þjónustu alltaf illa séða, en hins vegar sé þetta ekki síðasta haldreipi Flat- eyringa. „Við nærumst á fjalla- loftinu og erum vanir að bíta á jaxlinn. Ég er með neyðarbirgðir af lyfjum í heilsugæslunni, ann- ars verður fólk að notast við fjallagrösin og önnur náttúruleg úrræði.“ Jónas Þór lyfsali kveðst finna til samúðar með Flateyringum, en getur ekki sagt til um það hvort apótekið verði opnað aftur, enda er málið í höndum eigenda lyf- sölukeðjunnar fyrir sunnan. ■ LEIKVÖLLUR Slæm umgengni er um leikvelli borgarinnar. Leikvöllur lagfærður: Oft kvartað yfir umgengni LYFJALAUST ÞORP Héraðslæknirinn á Flateyri mælist til þess að íbúar nýti sér náttúruleg úrræði í krankleikanum. Undirskriftalisti gegn lokun apóteks á Flateyri: Nær allir fullorðnir skrifuðu undir RÓMEÓ OG JÚLÍA Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Júlíu í sýningunni. Rómeó og Júlía til London: Heljarinnar ævintýri SORG Ættingjar 19 ára gamals Palestínumanns voru viti sínu fjær af sorg þegar lík hans var flutt heim til hans í bænum Deir el-Balah á Gaza-svæðinu í gær. Pilturinn var skotinn af Ísra- elsher á fimmtudag er hann reyndi að sögn Ísraela að koma fyrir sprengju skammt frá byggð gyðinga í bænum. Bandaríska sendiráðið í Ísrael: Varar við mannránum á Gaza-svæðinu AFHENDING LYFTARANNA Höskuldur Ólafsson, framkvæmdastjóri rekstarsviðs Eimskipa, Árni Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Kraftvéla, og Guð- mundur Nikulásson, forstöðumaður rekstr- ardeildar vöruhafna. Eimskip endurnýjar lyftara: Lyftir 45 tonnum AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.