Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 44
53 ÁRA Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er 53 ára í dag. Hann býst ekki við að halda sérstaklega upp á daginn því hann ber upp á mánudag og útborgun- ardag að auki: „Ætli ég borgi ekki reikninga og eyði kaupinu. Í kvöld geri ég hins vegar ráð fyrir að setja niður kartöflur með föður mínum í Smáíbúðahverfinu,“ seg- ir hann. Annars er Þorgeir vel sáttur við og reyndar ánægður með að eldast: „Mesti vandinn er sá að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Ég er svo heppinn að vinna með mér yngra fólki og í gegnum það hef ég fundið mörg svið sem ég hef ekki stigið á áður.“ Þorgeir segist hafa meira gam- an af afmælisveislum annarra en eigin. Afmælisdagurinn sé þó alltaf sérstakur á sinn hátt: „Þá reynir maður að hugsa jákvætt og lofa sjálfum sér og sínum ein- hverjum betrumbótum. Nú lofa ég auknum hressleika. Svo er gott að nota daginn til að rifja upp hver maður í raun og veru er. Það vill gleymast í annríki hinna dag- anna,“ segir Þorgeir, sem tók af- mælisgjöf ársins út fyrir fram þegar hann brá sér til Kaup- mannahafnar á stefnumót við goð æsku sinnar og efri ára að auki; Paul McCartney: „Stórkostlegir tónleikar og frábær afmælisgjöf,“ segir Þorgeir Ástvaldsson, sem býst við og vonast eftir að fá lambalæri í kvöld. ■ 44 2. júní 2003 MÁNUDAGUR ■ Mánudagsmatur Kanínan og björninn voru á gangi umskógarstíginn þegar á vegi þeirra varð heilladís sem veitti þeim tvær óskir hvorum. Kanínan var fyrst og óskaði sér mótorhjóls. Björninn leit á vin sinn með fyrirlitningu og sagði: Ég óska mér þess að vera eini karlkyns björninn í öllum skóginum, öll önnur bjarndýr birnur!“ Kanínan steig á mótorhjólið áður en hún bar fram seinni óskina: „Ég óska mér þess að björninn vinur minn sé samkyn- hneigður.“ Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Afmæli ÞORGEIR ÁSTVALDSSON ■ á afmæli í dag og tók forskot á sæluna með því að bregða sér á tónleika með Paul McCartney í Kaupmannahöfn. Það var afmælisgjöfin hans í ár. A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Park Comfort Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Slátturbúnaður að framan Verð: 544.000 Estate President Bensínsláttuvél, 13,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Verð: 354.000 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 Mín skoðun er sú að maður eigialltaf að borða góðan mat. Líka á mánudögum,“ segir Þor- steinn J. Vilhjálmsson sjónvarps- maður. „Þegar ég hef lítið við þá finnst mér best að fá mér smjörsteiktan silung sem ég hef sjálfur fiskað í Þing- vallavatni. Sil- unginn krydda ég aðeins með svörtum pipar úr kvörn og smá- salti. Borða hann jafnvel án með- lætis því þetta lítur vel út á diski eitt og sér. Matur á að líta vel út – líka á mánudögum.“ ■ Jú, það kemur fyrir! ÞORGEIR ÁSTVALDSSON Reynir reglulega að rifja það upp hver hann er því það vill stundum gleymast í annríki daganna. Borgar reikninga og setur niður kartöflur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ahhhh...þessar þröngu buxur klikka ekki! 13.30 Gestur Gunnar Axelsson frá Ormastöðum, Dalasýslu, til heim- ilis í Berjarima 28, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. 15.00 Halldór E. Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju. ■ Andlát Valdimar Jónsson, Reykjanesbraut 7, Króksfjarðarnesi, lést 30. maí. Teitur Þorleifsson, kennari, Sólheim- um 27, Reykjavík, lést 30. maí. Björg Guðný Kristjánsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjálmar Guðmundsson, Vogatungu 41, Kópavogi, lést 16. maí. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey. Ástvaldur Valtýsson, Hrauntúni 37, Vestmannaeyjum, lést 27. maí. Jónína Hallsdóttir, Skólavegi 81, Fá- skrúðsfirði, lést 28. maí. Jón Benediktsson, myndlistarmaður, lést 29. maí. Vilborg Þorfinnsdóttir, kennari, lést 28. maí. Hilmar Ólafur Sigurðsson lést 30. maí. Vilborg Eiríksdóttir, Hringbraut 70, Keflavík, lést 28. maí. Una Guðrún Einarsdóttir frá Lundi, Vopnafirði, Sólbakka 3, Breiðdalsvík, lést 28. maí. Kristrún Kristjánsdóttir, Heiðarási 4, lést 28. maí. Jón Finnur Jóhannesson, Kópavogs- braut 22, Kópavogi, lést 28. maí. Halldór Gunnar Jónsson, símsmiður, Birkigrund 47, Kópavogi, lést 29. maí. Marsilína Hlíf Hansdóttir lést 14. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.