Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 40
20 2. júní 2003 MÁNUDAGUR Icelandair leggur metnað sinn í að byggja upp og vera í forystu á alþjóðamarkaði. Við sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Markaðsstjóri í Bandaríkjunum Vilt þú móta framtíðina með okkur? Laust er til umsóknar starf markaðsstjóra hjá Icelandair í Bandaríkjunum. Starfssvið: • Þróa og útbúa söluáætlanir með markmiðum, stefnu og nákvæmum framkvæmda- og kostnaðaráætlunum. • Útbúa markaðs- og söluskýrslur sem og aðrar skýrslur sem falla undir markaðs- og sölumál. • Vera ábyrgur fyrir herferðum í prentmiðlum, rafrænum miðlum, í sjónvarpi og útvarpi. Viðkomandi mun einnig sjá um sölusýningar fyrir neytendur, sérstaka atburði og póstútsendingar. • Viðhalda og þróa markaðssamskipti fyrir viðskiptavini • Útbúa og halda utan um verðlagningarmál félagsins í Bandaríkjunum. • Þróa og útfæra vefsíður, bókunarferla og notkun þeirra. • Útbúa og innleiða nýjar markaðsherferðir á Internetinu, yfirumsjón með þróun á viðskiptavinagagnagrunnum og notkun útsendingalista. • Önnur tilfallandi verkefni sem svæðisstjóri felur markaðsstjóra. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í markaðsfræðum • Mjög góð enskukunnátta • Þekking og reynsla í sölu- og markaðsmálum • Góð tölvukunnátta • Æskilegt að hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjunum Icelandair í Bandaríkjunum er félag í sókn með mikil markaðstækifæri, er staðsett í Columbia, Maryland og selur flugferðir til Íslands, Skandinavíu, Bretlands og meginlands Evrópu. Skriflegar umsóknir á ensku, sem tilgreini menntun og reynslu óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, netfang: stina@icelandair.is, eigi síðar en 10. júní. • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustu fyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair eru framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa vel yfir þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfs menn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símennt un, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna sinna. • Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Ráðgjafarþroskaþjálfi óskast í Snæfellsbæ Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi Svæðisskrifstofa Vesturlands óskar eftir þroskaþjálfa í 60% starf við ráðgjafarþjónustu svæðisskrifstofunnar í Snæfellsbæ. Ráðgjafarþroskaþjálfinn er þátttakandi í þver- faglegri ráðgjafarþjónustu svæðisskrifstofunn- ar, ásamt öðrum þroskaþjálfum, sálfræðingum, iðjuþálfa og félagsráðgjafa. Um er að ræða framsækið þróunarstarf, þar sem áhersla er lögð á að styrkja fjölskyldur þeirra sem búa við fötlun og nána samvinnu við þær. M.a. er áhersla á samstarfsnet þeirra sem veita þjón- ustu, þar sem fjölskyldan er virkur þátttakandi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttis- grundvelli. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Guðný Sigfúsdóttir forstöðumaður í síma 896 0163, netfang: gudny@skoli.net og Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 437 1780, netfang: magnus@fatl.is. Laun skv. gildandi kjarasamningi Þ.Í. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. Forstöðuþroskaþjálfi óskast við skammtímavistun fatlaðra barna á Gufuskálum, Snæfellsbæ Svæðisskrifstofa Vesturlands óskar eftir þroskaþjálfa í 40% starf forstöðumanns skammtímavistunar fyrir fötluð börn á Snæfellsnesi sem er starfandi um helgar á Gufuskálum, Snæfellsbæ. Forstöðuþroskaþjálfinn er þátttakandi í þver- faglegri þjónustu svæðisskrifstofunnar. Lögð er stérstök áhersla á gott samstarf við fjölskyldur barnanna og starfsfólk við uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar. Sérstök áhersla er lögð á að byggja upp félagsleg tengsl barn- anna og virðingu fyrir sérstöðu hvers einstak- lings. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttis- grundvelli. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Guðný Sigfúsdóttir forstöðumaður í síma 896 0163, netfang: gudny@skoli.net og Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 437 1780, netfang: magnus@fatl.is. Laun skv. gildandi kjarasamningi Þ.Í. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. Yfir 800 meistarar og fagmenn á skrá. Meistarinn.is - þegar vanda skal til verks! Vantar þig fagmann? rað/auglýsingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.