Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 31
fast/eignirMÁNUDAGUR 2. júní 2003 17 2JA HERBERGJA GRETTISGATA Vorum að fá í sölu góða 2-3ja her- bergja íbúð á 2. hæð. Rúmgott svefn- herbergi, tvær samliggjandi stofur, eldús og baðherbergi. Verð 7,9 millj. Áhv. ca. 4 millj. BLÁSALIR Örfáar 2-3ja herbergja íbúðir eftir í full- búnu fjölbýlishúsi. Frábært útsýni. 3JA HERBERGJA BARÐASTAÐIR Glæsileg 100 fm íbúð á 6. hæð með mikilli lofthæð og frábæru útsýni. Íbúðin er með nýlegu parketi á gólfum. Falleg eldhúsinnrétting með nýlegum tækjum. Þvottaherbergi í íbúð. Svalir í suður. Lyftuhús. Verð 15,9 millj. Áhv. 9 millj. húsbréf. HVERAFOLD - BÍLSKÚR Góð 3ja herbergja 80 fm íbúð á 3. hæð ásamt bílskúr. Íbúðin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, stór stofa. Parket á gólfum. 22 fm bílskúr fylgir. Verð 13,1 millj. Áhv. 7,6 millj. Húsbréf. 4RA HERBERGJA NÝBÝLAVEGUR - BÍL- SKÚRSRÉTTUR Nýstandsett 115 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Nýtt park- et á gólfum. Ný eldhúsinnrétting. Íbúðin er nýmáluð. Verð 15,5 millj. Laus strax. GRETTISGATA Glæsileg 120 fm 4ra-5 herb. íbúð á þessum vinsæla stað í miðbænum. Parket á gólfum. Verð 15,3 millj. GAUTAVÍK - BÍLSKÚR Ákaflega falleg 116 fm 4ra herb. íbúð með bílskúr. Fallegir skápar í herbergj- um. PARHÚS KRISTNIBRAUT-BÍLSKÚR Ný falleg 196 fm parhús með inn- byggðum bílskúr. Húsin eru fullbúin að utan en fokheld að innan. Verð 15,9 millj. 85% fjármögnun í boði frá eig- anda. Ath. mjög gott verð. EINBÝLI. HLÍÐARHJALLI - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús á 3 hæðum, samtals um 470 fm, þar af 2 bílsk. Hvor um sig 76,4 fm með suðurverandir ofan á þeim báðum, einnig suðursvalir. Fallegar innrétt- ingar. Gólfefni eru parket og flísar. Möguleiki á að gera 2 íbúðir á jarðhæð eða aðstöðu fyrir heildsölu- lager. Áhv. 11 m. Verð 35 millj. LJÁRSKÓGAR - TVÖ- FALDUR BÍLSKÚR Glæsilegt ca. 325 fm einbýlishús sem hefur fengið einstakt viðhald í gegnum árin. Skipti skoðuð. Laust strax. Erum með fjársterka kaupendur að einbýlishúsum í Árbæ, Fossvogi og Seltjarnarnesi. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali Þórhallur Björnsson, sölustj. Kári Jarl Kristinsson, sölustj. SELJENDUR ATHUGIÐ! VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ. SKOÐUM SAMÆGURS, EKKERT SKOÐUNARGJALD. LÓMASALIR 6 Glæsilegar 4ra herbergja 102-120 fm íbúðir í nýbyggingu. Íbúðirnar eru afhentar með vönduðum innréttingum. Þvottahús í íbúð. Byggingaraðili lánar upp í 85% af kaupverði. ATVINNUHÚSNÆÐI Húsnæði til sölu sem eru með leigu- samningum: Molduhraun Fossaleynir (Húsasmiðjan) Hverfisgata Laugavegur (Rarik) Tindasel (Bónus) Smiðjuvegur Stangarhylur Lágmúli Bæjarlind Bæjarflöt Austurströnd Skúlagata (Ríkissamningar) Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Ólafur Stefánsson er mein- dýraeyðir í Reykjavík. Hann hef- ur verið í starfinu í 6 ár og hefur því ágæta reynslu. Ólafur er ekki sá eini í fjölskyldunni sem vinnur við meindýraeyðingar. „Ég er í þessu með dóttur minni, sem er líka meindýraeyðir,“ segir Ólafur. „Þetta eru aðallega skordýr, og þá helst silfurskottur og bjöllur sem ég er að eyða,“ segir Ólafur. Það er aðallega yngra fólk sem er að flytja inn í gömul hús sem ósk- ar eftir þessari þjónustu. Að hans sögn eru silfurskottur ekki hættu- legar en af þeim kemur mikill óþrifnaður. „Þetta er eins og vænglausar flugur,“ segi Ólafur. Bjöllur geta hins vegar skemmt ull og ýmiss konar kornmeti. Tími geitunganna er einnig runninn upp. „Ég er búinn að taka tvö bú sem voru við útigrill. Svo var eitt bú í innanverðum glugga- karmi“, bætir Ólafur við. Ólafur eyðir ekki rottum, en Reykjavíkurborg tekur það að sér fólki að kostnaðarlausu. Hins veg- ar eyðir hann oft músum, sem eru oft í heimahúsum. ■ ÓLAFUR STEFÁNSSON MEINDÝRAEYÐIR Ólafur eyðir aðallega silfurskottum, bjöllum og geitungum.Meindýraeyðingar/ Yngra fólk í meirihluta Greiðslumat/ Miðað við 18% greiðslubyrði Þeir sem ætla sér að sækja um lán til fasteignakaupa þurfa að láta meta hvaða greiðslubyrði við- komandi ræður við. Mikilvægt er að matið sé raunhæft svo að ekki sé ráðist í kaup á of dýrri eign. Þá skapast hætta á að greiðslubyrði verði of þung og fólk lendi í greiðsluerfiðleikum. Því er nauð- synlegt að gera greiðslumatið á sem nákvæmastan hátt og finna til öll þau gögn sem þarf til. Þegar greiðslugeta er metin er miðað við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir u.þ.b. 18% af heildarlaunum, að teknu tilliti til vaxtabóta. Al- gengast er að fólk fari í greiðslu- mat hjá sínum viðskiptabanka eða hjá Íbúðalánasjóði. ■ að við fjölda og eignarhluta. Sem dæmi um slíkar ákvarðanir má nefna byggingu og endurbætur sem ekki breyta sameign veru- lega, en ekki hefur verið gert ráð fyrir á upphaflegum teikningum, og ákvarðanir um endurbætur, breytingar og nýjungar sem ganga mun lengra og eru dýrari og umfangsmeiri en venjulegt og nauðsynlegt viðhald. Lögboðið er að allar ákvarðan- ir um framkvæmdir séu teknar á löglega boðuðum húsfundi í sam- ræmi við ákvæði laga um fjöl- eignarhús. Sé því ekki fylgt geta þeir eigendur sem ekki voru hafð- ir með í ráðum neitað að greiða og krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar. Góður undirbúningur í hvívetna er mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan verk- taka. Of mörg dæmi eru um við- haldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og er í flestum tilfellum um að kenna slæ- legum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum.“ ■ SKÝRAR REGLUR ERU UM VIÐHALDS- FRAMKVÆMDIR Í FJÖLBÝLISHÚSUM Góður undirbúningur er afar mikilvægur og einnig val á verktökum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.