Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 10
10 2. júní 2003 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir NEYTENDUR Olíufélagið Essó, Skelj- ungur og Olís lækkuðu verð á bensíni um eina krónu um helgina og sögðu það mögulegt vegna stöðugra heimsmarkaðsverðs á eldsneyti síðustu vikur í kjölfar þess að Íraksstríðinu lauk. Bens- ínverð hefur lækkað síðan í apríl en síðustu daga hefur það farið hækkandi vegna árstíðabundinn- ar aukningar í eftirspurn. Auk þess lækka olíufélögin lítraverð á dísilolíu um fjórar krónur. Bensínlítrinn kostar nú 90,1 krónu á afgreiðslustöðvum Esso Express. Samkvæmt verðkönnun í ýmsum löndum í byrjun ársins er Ísland með næsthæsta bensín- verð í heimi og kostar lítrinn í Bandaríkjunum þriðjung á við þann íslenska. ■ LONDON, AP Breska dagblaðið The Guardian hefur ráðið sem dálka- höfund 29 ára gamlan íraskan arki- tekt sem vakti athygli umheimsins með dagbókarskrifum sínum á veraldarvefnum þegar innrás Bandaríkjanna í Írak stóð sem hæst. Maðurinn, sem gengur undir dulnefninu Salam Pax, er búsettur í úthverfi Bagdad. Í skrifum sínum gerði hann óspart grín að ríkis- stjórn Saddams Husseins en gagn- rýndi jafnframt bandarísk yfir- völd. Hann lýsti á trúverðugan hátt ástandinu í Bagdad og viðbrögðum borgarbúa við innrásinni. ■ LONDON Efasemdir um að gereyð- ingarvopn hafi verið til í Írak hafa ágerst eftir að upp komst að átt hafði verið við skýrslu frá bresku leyniþjónustunni. Hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa enn engin gereyðingarvopn fund- ið, þrátt fyrir að hafa leitað að þeim síðan Saddam Hussein gafst endanlega upp. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heldur því fram að vopnin eigi eftir að koma í leitirn- ar. Reiði kraumar í bresku samfé- lagi vegna frétta um að heimildir séu fyrir því að starfsmenn bresku leyniþjónustunnar hafi gert breytingar á skýrslu sem átti að sanna tilvist vopnanna í Írak. Gagnrýnisraddirnar eru aðal- lega á meðferð skýrslunnar með tilliti til hernaðarlegs mikilvægis hennar. Ákveðnar staðreyndir sem birtust í skýrslunni og með- höndlaðar voru sem sannleikur voru einungis studdar af vitnis- burði eins manns. Greint er frá því í The Sunday Times að niður- stöður skýrslunnar, sem unnar höfðu verið af bresku leyniþjón- ustunni, voru fjarlægðar úr henni áður en hún komst undir hendurn- ar á Tony Blair og að bréfaskriftir hafi verið á milli mjög háttsettra starfsmanna leyniþjónustunnar og upplýsingafulltrúa forsetans til að staðfesta að svo hafi verið gert. Tony Blair var Írak í vikunni til að hitta breska hermenn og vörp- uðu þessar fréttir skugga á ferð hans. Almenningi í Bretlandi, sem og breskum hermönnum, finnst hann hafa verið blekktur út í stríðið á fölskum forsendum og kennir Blair um það. ■ FJARSKIPTI Landssíminn hefur gert breytingar á gjaldskrá sinni sem birtast meðal annars í því að sím- töl í farsímakerfi Og Vodafone hækka í verði. Síminn réttlætir mismundandi verð á því hvort hringt er í far- síma í eigin kerfi eða kerfi Og Vodafone með því að Póst- og fjar- skiptastofnun hefur gert Síman- um að hafa heildsöluverð að sínu farsímakerfi 11,11 krónur á hverja mínútu meðan Og Voda- fone rukki símann um 16,81 krón- ur. Aðgangur að farsímakerfi Og Vodafone sé því rúmlega 50 pró- sent hærri að degi til heldur en aðgangur að farsímakerfi Símans. Símtöl á dagtaxta úr fastlínu- kerfin í GSM-síma Símans lækka um 12,4 prósent. Kvöld-, nætur- og helgartaxtinn mun hins vegar hækka um 2 prósent. Ekki er leng- ur gerður greinarmunur á því á hvað tíma er hringt heldur kostar mínútan alltaf 14,90 krónur þegar hringt er úr fastlínukerfinu í GSM-síma Símans. ■ BÖRN Í BAGDAD Á heimasíðu sinni lýsti Salam Pax á trú- verðugan hátt ástandinu í Bagdad og lét í ljósi skoðanir sínar á íröskum yfirvöldum sem og bandaríska innrásarliðinu. Íraskur bloggari ráðinn til bresks dagblaðs: Af blogginu á pistlasíðu SÍMINN Mismunur er á mínútuverði þegar hringt er úr fastlínukerfi Símans í farsímakerfi síma- fyrirtækjanna tveggja. Verðskrárbreytingar: Síminn hækkar og lækkar verð TONY BLAIR, FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS Bretar eru reiðir út í Blair yfir að hafa blekkt þá út í stríðið á fölskum forsendum. Gereyðingarvopn í Írak: Skýrslum bresku leyniþjónustunn- ar breytt BENSÍNLÆKKUN Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu um sömu krónutölu á helginni. Olíufélögin samstíga í verðlækkunum: Lækka bensínverð um krónu Svonaerum við MINKA- OG REFAVEIÐAR Á ÍSLANDI Minkar Refir 1995 6.341 3.677 1996 6.693 3.535 1997 7.995 3.927 1998 7.769 4.509 1999 7.691 4.871 Heimild: Hagstofan Patreksfjörður: Fjögur fíkni- efnamál LÖGREGLUMÁL Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Pat- reksfirði um helgina. Lögreglan lagði hald á hátt í tuttugu grömm af kannabisefnum og áhöld til neyslu, meðal annars í tveimur húsleitum. Fíkniefnahundurinn Bella var notaður við leitina og sérþjálfaðir fíkniefnalögreglumenn frá Ísafirði og Blönduósi voru heimamönnum til aðstoðar. Þeir sem kærðir voru hafa allir viðurkennt að eiga efnið og sögðu það til eigin neyslu. Mál- in teljast upplýst. Margt fólk var samankomið á Patreksfirði í tilefni af sjómannadeginum og sérstakt eftirlit af þeim sökum. ■ FANGAGEYMSLUR FULLAR Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykja- vík í fyrrinótt. Mikið fjölmenni var í bænum og voru hópslags- mál tíð. Að sögn lögreglu voru fangageymslur fullar. KVIKNAÐI Í DÝNU Eldur kviknaði í bílskúr við Bólstaðarhlíð í gær- morgun. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins fékk tilkynningu um sexleytið að eldur logaði í dýnu. Var búið að slökkva hann þegar slökkvilið bar að garði. Þá var út- kall um eittleytið í fyrrinótt að Hraunbæ þar sem reykskynjari hafði farið í gang. Ekki var um eld að ræða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.