Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 20
fast/eignir 2. júní 2003 MÁNUDAGUR6 Hjá Fasteign.is er til sölu tvílyft hús við Hellisgötu í Hafnarfirði. „Það er nú saga að segja frá því hvernig við eignuðumst þetta ynd- islega hús,“ segir Margrét Blöndal blaðamaður, sem vegna breyttra aðstæðna neyðist nú til að selja húsið. „Það var árið 1995 að við vorum í leiguhúsnæði, en farin að spá í að kaupa. Ég sat einhvern daginn yfir fasteignablaðinu og rakst þar á mynd af þessu húsi og varð algjörlega hugfangin: „Þetta er húsið sem mig hefur dreymt um frá því ég var lítil stelpa“ hugsaði ég. Akkúrat þá hringdi pabbi að norðan og ég sagði honum auðvitað frá húsinu og að það væri íbúð í kjallaranum. Hann sagði mér um- svifalaust að fara og skoða húsið og hann kæmi bara suður og byggi á jarðhæðinni.“ Margrét sagði það út af fyrir sig sögu til næsta bæjar að gamli maðurinn hefði getað hugsað sér að yfirgefa Akureyri, sem hafði verið hans heimabær í 70 ár. „En við fórum og skoðuðum húsið og strax á tröppunum vissum við að þetta hús yrðum við að eignast,“ segir Margrét. Gamli maðurinn alsæll í Hafnarfirðinum „Hann Sæmundur sem seldi okkur var líka alveg frábær, því við vorum gjörsamlega óundir- búin, ekki með greiðslumat eða neitt og fullt af fólki sem þá þegar hafði sýnt húsinu áhuga. Sæ- mundur sagði okkur að taka bara þann tíma sem við þyrftum og á endanum eignuðumst við húsið. Sæmundur er enn góður vinur okkar og kemur af og til í kaffi,“ segir Margrét hlæjandi. Pabbi Margrétar, Björn Brynj- ólfsson, flutti suður og var alsæll í Hafnarfirðinum þangað til hann lést. „Ég hafði það á tilfinningunni að mamma sæti á skýi og væri að græja þetta allt,“ segir Margrét. Að sögn Margrétar er sérlega góður andi í húsinu og bak við húsið er æðislegur garður með palli. „Þar er algjört skjól, það verður svo heitt í hrauninu. Svo erum við búin að taka heilmikið í gegn, bæði hæðina og íbúðina á jarðhæðinni. Þetta er bara para- dís, Hellisgerði öðrum megin og Víðistaðatúnið hinum megin,“ segir Margrét. Húsið er 206 fm og skiptist í jarðhæð sem er 59,5 fm samþykkt 2ja herb. íbúð ásamt lítilli geymslu og 20 fm bílskúr sem fylgir jarðhæðinni. Aðalhæðin er 98,5 fm ásamt 27 fm risi. Ásett verð er 24,9 milljónir. ■ Hafnarfjörður/ Dýrðlegt hús á Hellisgötunni HÚS MEÐ SÁL Húsið er fallegt að innanog bak við það er pallur þar sem er alveg sérstök veðursæld, að sögn Margrétar. „Þar verður steikjandi heitt,“ segir hún. Einbýli - raðhús Ljósavík Glæsilegt 160 fm raðhús ásamt 27 fm bílskúr, 4 svefnherbergi, gestasnyrt- ing og baðherbergi, sjónvarpshol og stofa. Húsið er til afhendingar nú þeg- ar, fullfrágengið án gólfefna. Áhvíl. 9,0 millj. húsbr. Verð 23,0 millj. Ólafsgeisli Einbýlishús á 2 hæðum með inn- byggðum bílskúr, 207 fm. 4 svefnher- bergi, 30 fm vinnuherbergi á neðri hæð með sér inngangi. Tilbúið undir tré- verk, frágengið að utan. Verð 22,5 millj. Njálsgata Fallegt timburhús 73 fm, á tveimur hæðum ásamt 6o fm atvinnuhús- næði sem nú er nýtt sem íbúð. Verð 16,5 millj. Núpabakki Endaraðhús með innbyggðum bílskúr 245 fm. 4 svefnherbergi, sólstofa, 2 stofur, útsýni, skólar og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð 20,9 millj. Þorláksgeisli Raðhús, 200 fm með innbyggðum 30 fm bílskúr. Gert ráð fyrir 4-5 svefn- herbergjum. Húsin seljast fokheld fullfrágengin að utan. Verð 14,9 millj. Nýbyggingar Blásalir Vandaðar nýjar íbúðir, fullinnréttaðar án gólfefna, ásamt stæði í bílahúsi. Lómasalir 4ra herbergja íbúðir með sér inn- gangi og stæði í bílahúsi, til afhend- ingar tilbúnar til innréttingar eða full- frágengnar án gólfefna. Hamravík Glæsileg 3ja herb. 117 fm endaíbúð á 1. hæð, með sérgarði, bílskúr. Hamra- vík Glæsileg 4ra 130 fm á 2 hæð, bíl- skúr, skólar rétt hjá. 4-5 herbergja íbúðir Álfheimar Glæsileg nýinnréttuð 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð, 3 svefnherbergi, rúmgóð stofa. Nýtt eikarparket og ný eldhúsinnrétting. Frábær stað- setning við útivistarparadísina í Laugardal. Laus strax. Verð 15,2 millj. Rauðarárstígur Falleg 5 herb. 103 fm íbúð á tveimur hæðum, í nýlegu húsi, ásamt stæði í bílahúsi. 4 svefnherbergi, sér þvotta- hús, sér inngangur af svölum. Verð 15,7 millj. Hvassaleiti Falleg 4ra herbergja 94 fm íbúð á 1. hæð, ásamt 20 fm bílskúr. Tvö svefnherbergi og tvær stofur, parket, áhvíl. bygg.sj. 4,2 millj. Laus strax. Verð 13,4 millj. Víðihvammur Hafnarf. Falleg 5 herbergja 122 fm íbúð á 2. hæð, ásamt 25 fm bílskúr. 3 svefn- herbergi, 2 stofur með parketi. Frá- bær staðsetning fyrir barnafólk, skóli og leiksvæði rétt hjá. Verð 13,7 millj. Stóragerði 4ra herbergja 106 fm íbúð á 3. hæð. 2 stofur og 2 svefnherbergi. Tengt fyrir þvottavél á baði. Í kjallara fylgir herbergi. Verð 13,3 millj. 3ja herbergja íbúðir Laufásvegur Glæsileg 3ja herbergja 93 fm íbúð á 2 hæð í steinhúsi. Tvær stofur, svefnherbergi og geymsla. Nýtt eld- hús og bað. Verð 14,5 millj. Laufengi Falleg 3ja herbergja 85 fm íbúð á 3 hæð, með sér inngangi af svölum. 2 svefnherbergi, stofa með suður svölum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Verð 11,4 millj. Jörfagrund Kjalarnesi Björt 3-4ra herbergja 91 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli. Sér inngangur, 2-3 svefnherbergi, stofa með fallegu út- sýni. Sér þvottahús. Verð 11,4 millj. 2ja herbergja íbúðir Æsufell 2ja herbergja 55 fm íbúð á 2 hæð. Fallegt útsýni yfir borgina og útá sundin. Verð: 7,4 miilj. Hverfisgata 2ja herbergja 43 fm kjallaraíbúð í steinhúsi. Sér inngangur. Gott skipulag. Verð 5,3 millj. Fyrirtæki Til sölu rótgróin verslun með barnafatnað, barnakerrur, -vagna, o.fl. Góð vörumerki, eigin innflutning- ur. Upplýsingar á skrifstofunni. Atvinnuhúsnæði Auðbrekka Kópavogi Iðnaðarhúsnæði, 122 fm með inn- keyrsluhurð og góðri aðkomu. Loft- hæð um 3 metrar. Verð 8,5 millj. Smiðjuvegur Kópavogi Iðnaðar-verslunarhúsnæði 145 fm. Vel skipulagt húsnæði á einni hæð, með innkeyrsluhurð og verslunarað- stöðu. Verð 13,2 millj. Þórarinn Jónsson Lögmaður, löggiltur fasteignasali Jón Kristinsson sölumaður GSM 894 5599 Viðar F. Welding Sölumaður GSM 866 4445 www.eignanaust.is Vitastígur 12 – 101 Rvík – Sími 551 8000 – Fax 551 1160 NÝTT Á SKRÁ STÓRAGERÐI - 3JA HERB. Mjög góð 94 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Suðursvalir og einstaklega gott útsýni. Í kjallara er 8,4 fm. herb. með glugga, aðgangur að snyrtingu. Parket er á mestallri íbúðinni. Tengi er fyrir þvottavél á baði. Herbergi eru rúmgóð, og björt stofa. Eldhús er með eldri snyrtilegri innréttingu og borðkrók. Sameign er mjög snyrtileg og vel um gengin. Húsið var málað að utan árið 2000 og þak yfirfarið fyrir ári síðan. Breiðband. Stór garður og góð bílastæði. Stutt er í alla þjónustu, göngufæri við Kringluna. Myndir á netinu. V. 11,9 millj. BRAUTARHOLT - 2JA HERB. Rúmgóð 49 fm stúdíoíbúð á 3ju og efstu hæð. Góð lofthæð og þrír kvist- ir. Fallegt parket á gólfum og eldhúsinnrétting á einum vegg. Baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Íbúðin er ósamþykkt. Áhvílandi er hagstætt lán frá BÍ, kr. 2.200.000. V. 6,5 millj. FURUGRUND - KÓPAV. - 5 HERB. Sérlega góð 109 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi, suðursvalir. Aukaherbergi er í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Leigutekjur. V. 14,5 millj. (mynd 2068) SÉRHÆÐ BRÆÐRABORGARSTÍGUR - EFRI HÆÐ Sérlega falleg 57 fm 3ja herb. rishæð með sér inngangi á eftirsóttum stað í vesturbænum. Íbúðin er að hluta til undir súð og því er gólfflötur stærri en FMR segir til um. 28 myndir á netinu. V. 10,9 millj. (mynd 2065) EINBÝLISHÚS FUNAFOLD - EINBÝLISHÚS Sérlega fallegt og vel innréttað 160 fm 6 herb. einbýlishús, auk 32 fm bíl- skúrs. Hátt til lofts, þakgluggi í sjónvarpsholi, beykiparket á flestum gólfum og innréttingu. Einstaklega skjólrík afgirt viðarverönd, gengið út frá stofu. Innangengt í bíl- skúr frá þvottahúsi. Myndir á netinu. V. 25,9 millj. HRÍSHOLT - EINBYLISHÚS - GARÐABÆR Einstaklega fallegt og glæsileg eign. Einbýlishús með sund- laug og saunu og er staðsett á frábærum útsýnisstað. Húsið er ca. 500 fm og er á tveimur hæðum, 50 fm tvöfaldur bíl- skúr með fjarst. hurðaropnurum, gott geymslurými í bílskúr og gosbrunnur við innkeyrslu. HÆÐ: Forstofuherbergi, stof- ur með arin, stórt eldhús, snyrting og frá holi er stigi niður á neðri hæð. NEÐRI HÆÐ: Gosbrunnur er við stiga, 5 her- bergi, baðherbergi með nuddpotti, sauna og stórt herbergi sem vinnuaðstaða. Möguleiki er á að stúka af íbúð á neðri hæð með sér inngangi. Stór og glæsileg verönd út frá sund- laug sem er yfirbyggð. Fallegar flísar eru á flestum gólfum. Eign sem vert er að skoða. Myndir á netinu. Atvinnuhúsnæði FREYJUGATA - FJÁRFESTING Gott verslunar- húsnæði, verslun, söluturn og myndbandaleiga. Húsnæðið skiptist í 86,5 fm jarðhæð og 41,8 fm kjallara sem er vöru- geymsla og snyrtingu. Góðar leigutekjur, góður langtíma- leigusamningur og góð ávöxtun. V. 12,8 millj. SUÐURGATA - REYKJAVÍKUR ATVINNUHÚS- NÆÐI Í MIÐBÆNUM. 158,5 fm jarðhæð, þar af 37,5 fm kjallari auk ca. 15 fm yfirbyggðs anddyris, samtals 175 fm. Góð lofthæð er á hæðinni eða ca. 2,90 og í kjallara ca. 2,60. Snyrtilegar veggklæðningar eru í húsnæðinu. Tveir inngangar eru á jarðhæð. Húsnæðið býður upp á marga möguleika, t.d. undir veitingarekstur, verslun, breyta í tvær íbúðir o.fl. Áhv. lán ca. 10 millj. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölunni Grund ehf. Brautarholti 16 - Sími 533 1300 - Fax 533 1305 www.fasteignasalan.is – Netfang: grund@fasteignasalan.is Oddný I. Björgvinsdóttir Guðmundur Þórðarson Sölu- og framkvæmdastjóri hdl. og lögg. fasteignasali Magnús G. Gunnlaugsson sölum. Birgir S. Birgisson, sölufulltrúi. ÚTIBÚ FRÁ EIGNALANDI EHF. MIKIL SALA - VANTAR EIGNIR Á SKRÁ - ERUM MEÐ KAUPENDUR AF STÆRRI EIGNUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.