Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 35
Kristján Þórhallur Halldórssonbariton og Aladár Rácz píanó- leikari halda söngtónleika í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld klukkan 20. Auk Kristjáns og Aladárs munu söngkennari Kristjáns, Judit Gyorgy sópran, Kristveig Sigurðardóttir sópran og Þórhallur Barðason bariton koma fram. Kristján er búsettur og starf- andi á Kópaskeri. Hann hefur stundað söngnám undanfarin ár sér til gamans. Kennarar hans síð- ustu fjögur ár, þau hjónin Aladár og Judit, komu frá Ungverjalandi haustið 1999 og starfa við Tónlist- arskólann á Húsavík. Þau Þórhall- ur, Kristveig og Kristján hafa sungið saman við ýmis tækifæri mörg undanfarin ár. Á efnisskrá kvöldsins eru íslensk sönglög, er- lend ljóð, aríur og dúettar. ■ 15MÁNUDAGUR 2. júní 2003 Mánudagurinn 2. júní 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. 20.00 Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður. Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgis- son og Stabat mater dolorosa fyrir karla- kvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. Miðaverð: 2000 kr. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2003 hvað?hvar?hvenær? 30 31 1 2 3 4 5 JÚNÍ Mánudagur Kvartettinn Quattro Stagioni fráNoregi og Karlakórinn Fóst- bræður eru með tónleika í Hall- grímskirkju í kvöld, þar sem flutt verða verk eftir fjölda tónskálda. Enn fremur verður frumflutt Missa Brevis eftir Wolfgang Plagge og Fagur er söngur í himna- höll eftir Snorra S. Birgisson. Karlakvartettinn Quattro Stagioni hélt sína fyrstu tónleika 1987 og hefur síðan verið fremsti söngkvartett Noregs. Efnisskrá kvartettsins spannar alla sögu evrópskrar tónlistar. Fóstbræður hafa alla tíð verið í fremstu röð ís- lenskra karlakóra og tekið þátt í fjölda tónlistarviðburða. Þeir hafa í þrígang tekið þátt í alþjóðlegum kórakeppnum og unnið til verð- launa í öll skiptin. „Það er óhætt að segja að þetta verði óhefðbundnir tónleikar þar sem nýju og gömlu er blandað saman á nýstár- legan hátt,“ segir Árni Harðarson, stjórnandi Fóst- bræðra. „Quattro Stagioni nýtur sín sérstaklega vel í flutningi endur- reisnartónlistar, en hljómur kvar- tettsins er mjög sérstakur, sem meðal annars má þakka björtu tónsviði kontratenórsins.“ Andleg og veraldleg endur- reisnarverk frá Frakklandi, Ítalíu og Englandi eiga fastan sess á efn- isskrá kvartettsins. Árni segir efnisskrá tónleik- anna spanna næstum 900 ár. „Tónleikarnir hefjast á tveimur verkum eftir Perotinus, organista við Notre Dame-kirkjuna í París á 12. öld. Í endurreisnarhluta efnis- skrárinnar er boðið upp á verk eftir Cornyshe, Tallis og Byrd, flæmska meist- arann Lasso og Ítalann Palestr- ina.“ N ý s a m i n verk mynda svo mótvægi við hina fornu tónlist á efnisskránni. „Karlakór Reykjavíkur mun svo frumflytja lagið Fagur er söngur í himnahöll eftir Snorra S. Birgis- son,“ segir Árni. „Snorri samdi lag- ið árið 2001 og endurskoðaði það ári síðar, en textinn er gamalt morgun- vers frá kaþólskri tíð, prentað í þjóðlagasafni séra Bjarna Þor- steinssonar.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. ■ ■ ■ TÓNLIST  12.00 Tónlistarandakt í Hall- grímskirkju. Prestur: sr. Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel.  20.00 Quattro Stagioni og Karla- kórinn Fóstbræður í Hallgrímskirkju. Flutt verða verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karla- kvartett og karlakór eftir norska tón- ALADÁR RÁCZ PÍANÓLEIKARI Leikur undir hjá Kristjáni Þórhalli Hall- dórssyni bariton og vinum hans, sem eru með tónleika í Salnum í kvöld. Salurinn í Kópavogi: Til gamans gert ■ TÓNLEIKAR skáldið Kjell Habbestad. Enn fremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum.  20.00 Söngtónleikarnir Til gamans gert í Salnum, Kópavogi. Kristján Þ. Halldórsson bariton og Aladár Rácz pí- anóleikari flytja íslensk sönglög, erlend ljóð og aríur og dúetta. Gestaflytjendur: Judit Gyorgy sópran, Kristveig Sigurðar- dóttir sópran og Þórhallur Barðason bariton. ■ ■ SÝNINGAR  Gallerí Hlemmur Sýning Ómars Smára Kristinssonar, Fréttir. Gestur Ómars Smára er myndlistarmaðurinn Karl Jóhann Jónsson sem sýnir í hliðar- rými gallerísins.  Alain Garrabé er með sýningu í Gallerí Smíðar og Skart. Á sýningunni eru rúmlega 30 verk, unnin með olíu á striga. Þetta er fyrsta einkasýning Alan í Reykjavík. Sýningin stendur til 14. júní.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verkefnisins. ■ TÓNLEIKAR Fóstbræður og Quattro Stagioni á kirkjulistahátíð: Efnisskrá sem spannar 900 ár QUATTRO STAGIONI Einn fremsti söngkvartett Noregs sem hef- ur haldið tónleika víða um heim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.