Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 4
4 2. júní 2003 MÁNUDAGUR ■ Evrópa Hefurðu lesið Grafarþögn eftir Arnald Indriðason, sem var valin besta nor- ræna glæpasagan? Spurning dagsins í dag: Tókstu þátt í hátíðahöldum á sjó- mannadag? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 67,5% 32,5% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is PALESTÍNUMENN SNÚA TIL BAKA Palestínskir vinnumenn ganga framhjá ísraelskum skriðdreka. Vegvísir til friðar: Áhrifa farið að gæta JERÚSALEM, AP Fyrstu skrefin í átt til friðar hafa verið stigin í Ísrael þar sem áhrifa Vegvísins til friðar er farið að gæta. Ísraelski herinn leyfði þúsundum palestínskra vinnumönnum að koma inn í Ísra- el þegar ákveðin ferðahöft voru afnumin. Mennirnir þurftu að vísu að skilja bílana sína eftir og labba allt að sjö kílómetra fram- hjá ísraelska hernum. Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, lýsti því yfir í ísraelska þinginu að hann myndi líklega lýsa yfir á fundi í Jórdaníu með George Bush og Mahmoud Abbas, forsæt- isráðherra Palestínumanna, að hann myndi leysa upp ólöglegar landnemabyggðir á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. ■ GERHARD SCHRÖDER Kanslari Þýskalands réttir upp hönd til að samþykkja eigin uppástungu á flokksþingi Sósíademókrataflokksins. Atvinnuhorfur í Þýskalandi: Samþykktu breytingar ÞÝSKALAND, AP Tillögur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, um endurbætur í atvinnumálum voru samþykktar á flokksþingi sósíaldemókrata í Þýskalandi. Um 90% flokksfélaga greiddu at- kvæði með áformum Schröders, sem hafa verið afar umdeild. Tillögurnar miða að því að reisa við efnahaginn í Þýskalandi en ástandið þar í landi er afar slæmt. Atvinnuleysi er nú um 11% og nær enginn hagvöxtur hefur verið undanfarin þrjú ár. Það á að gerast með því að skera niður í atvinnuleysisbótakerfinu og slaka á vinnuverndarlögum. ■ Geðveikur ökumaður banaði einni og slasaði 28 að auki: Ók á miklum hraða inn í mannfjölda Samherji hagnaðist um 580 milljónir: Ósáttir við afkomuna AFKOMA „Afkoma félagsins er undir væntingum okkar en í takt við það sem almennt hefur verið að gerast í sjávarútvegi,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, í kynningu á af- komu félagsins. Samherji var rek- inn með 580 milljóna króna hagn- aði að teknu tilliti til skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Forsvars- menn fyrirtækisins eru ósáttir við það og kenna styrkingu krónunn- ar um að hagnaðurinn varð ekki meiri. „Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á framlegð sjávarútvegs og ljóst er að frekari styrking mun hafa mjög neikvæð áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja sem og annarra útflutnings- fyrirtækja,“ sagði Þorsteinn Már. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess námu 3,2 millj- örðum króna á fyrsta ársfjórð- ungi. Rekstrargjöldin hljóðuðu upp á 2,5 milljarða. Heildareignir Samherja voru metnar á 22 millj- arða króna í marslok. Skuldir fé- lagsins á sama tíma námu 13 milljörðum og er eiginfjárhlut- fallið um 40%. ■ Sjómenn spóka sig með landfólkinu Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur og við höfnina í sólskinsblíðu á sjómannadaginn. Meðal mannfjöldans mátti sjá sjómenn í langþráðri landlegu með börnin í fanginu, sem er ekki jafn sjálfsagt í lífi sjómannsfjölskyldna og annarra. HÁTÍÐ Múgur og margmenni spók- aði sig í steikjandi sólskini við Reykjavíkurhöfn á sjómannadeg- inum í gær og fagnaði deginum og Hátíð hafsins. Fjöldi aldraðra sjó- manna hlýddi á ræðuhöld Árna Mathiesen sjáv- a r ú t v e g s r á ð - herra, sem þakkaði vel unn- in störf sjó- manna. Há- punktur hinna hefðbundnu há- tíðarhalda var þegar aldraðir sjómenn voru heiðraðir af Guð- mundi Hallvarðssyni, formanni sjómannadagsráðs. Meðal þeirra var Hafsteinn Sigurðsson frá Siglufirði, sem hóf sjósókn 13 ára gamall á línubát og tileinkaði ævi sína viðureigninni við Ægi kon- ung. Á meðan þetta fór fram voru yngri sjómenn og fjölskyldufólk með börn sín í tívolí og skemmti- siglingu. Guðmundur Erlendsson, neta- maður á Örfirisey, sagði sjó- mannadagsfríið kærkomið og hafði hann ekki hug á að hlusta á ræðuhöld. „Þetta er alltaf sama röflið ár eftir ár. Ég nota daginn í að vera með syni mínum. Það er erfitt að vera sjómaður á frysti- togara fjarri börnum sínum og ég er í raun orðinn hundleiður á sjó- mennsku. Hins vegar er ekki hlaupið að því að fá landvinnu ómenntaður,“ segir Guðmundur, sem á 17 ár að baki á sjónum. Árni Mathiesen kvaðst aðspurður telja hljóðið í sjómönnum vera gott. Hann sagði þó miður að samningar sjómanna og útgerðarmanna hefðu ekki verið leiddir til lykta, en nú er í gildi lagasetning sem bannar verkfall sjómanna. „Því miður hafa þessir aðilar ekki náð saman,“ sagði Árni, sem var sjálfur á togara til skamms tíma. Árni hélt síðan til Hafn- arfjarðar, þar sem hann hafði mælt sér mót við dætur sín- ar vegna hátíðarhalda í bænum. Meðal þess sem var í boði á hafnarbakkanum var hoppikastal- ar og hringekjur fyrir börnin, skemmtisigling um sundin og list- flug. Auk þess var keppt í kapp- róðri og ráarslag. jtr@frettabladid.is Leiðtogafundur: Óeirðir og eldhringur SVISS, AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í Sviss og Frakklandi vegna fundar leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í landamæraborginni Evian í Frakklandi. Evian er girt af og þess vegna hafa mótmælendur haldið uppi mótmælum í borgum í kring. Andstæðingar kapítalisma og al- þjóðavæðingar gengu um götur, kveiktu í verslunum og unnu skemmdir á opinberum byggingum í Genf. Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið haldin, en mótmælend- ur í Sviss og Frakklandi sameinuð- ust um að kveikja 52 elda á bökkum Genfarvatns sem tákn um hvernig iðnríkin umkringja allan heiminn. STOKKHÓLMUR, AP Sex manns voru lagðir inn á spítala eftir að sturlað- ur maður ók bíl á hóp af fólki í gamla miðbænum í Stokkhólmi. Maðurinn ók bíl sínum á miklum hraða niður þrönga göngugötu þar sem mikið var af ferðamönnum og heimafólki. Maðurinn keyrði niður um 30 manns áður en bíll hans stöðvaðist þegar hann hafði ekið honum í gegnum glugga á snyrtivöruverslun í götunni. Kona um fimmtugt lést í slysinu og 28 slösuðust, þar af sex alvarlega. Hluti þeirra sem slösuð- ust var erlendir ferðamenn. Ekki hafa enn verið borin kennsl á ökumanninn, sem einnig er um fimmtugt. Hann hlaut ekki alvar- lega áverka og var sendur í gæslu- varðhald. Maðurinn er ekki heill á geði og sýnir, að sögn lögreglu, eng- in merki um iðrun vegna brotsins. Hann ber við að óeinkennisklæddur lögreglumaður hafi fjarstýrt honum við gjörninginn. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um morð, manndráp og mikið kæruleysi í um- ferðinni. ■ ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Styrking krónunnar grefur undan útflutn- ingsfyrirtækjum. ÆVISTARFIÐ ÞAKKAÐ Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, þakkaði Ársæli Þorsteinssyni úr Neskaupstað vel unnin störf á sjó frá 17 ára aldri. „Þetta er alltaf sama röflið ár eftir ár. Ég nota daginn í að vera með syni mínum. LEIÐUR Á SJÓNUM Guðmundur Erlendsson sjómaður var kampakátur yfir deginum í landi, enda leiður á því að vera á sjó fjarri fjölskyldunni. BIÐRÖÐ Í SIGLINGU Mikil aðsókn var að skemmtisiglingu um sundin með skólaskipinu Sæbjörgu og vildu margir sjá höfuðborgina frá hafi. SJÚKRAFLUTNINGAMENN Í STOKKHÓLMI Sjúkraflutningamenn hlúa að fórnarlömbum geðveiks ökumanns sem keyrði á gangandi vegfarendur. KARLAR L U J T Stig Fylkir 4 3 0 1 9 KR 3 2 1 0 7 Valur 3 2 0 1 6 FH 4 1 2 1 5 XÍA 3 1 1 1 4 KA 3 1 1 1 4 Þróttur R. 3 1 0 2 3 Grindavík 3 1 0 2 3 ÍBV 3 1 0 2 3 Fram 3 0 1 2 1 Fylkir 3:0 FH FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ENN EITT VERKFALLIÐ Verkföll franskra flugumferðarstjóra halda áfram að setja strik í reikn- inginn hjá flugfélögum og far- þegum. British Airways hefur þegar aflýst 90 af 120 flugum sín- um til Frakklands á morgun vegna fyrirhugaðs verkfalls. Bú- ist er við að þúsundir ríkisstarfs- manna leggi niður störf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.