Fréttablaðið - 02.06.2003, Page 48

Fréttablaðið - 02.06.2003, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Síðastliðinn föstudag voru tveirmenn dæmdir í tveggja ára fang- elsi fyrir að drepa mann með höggum, spörkum og misþyrmingum í Hafnar- stræti fyrir nákvæmlega einu ári. Í gærmorgun var það svo helst í frétt- um að einhver maður hefði verið stunginn með hnífi í kvið og brjóst í Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags- ins. ÞAÐ HLÝTUR að teljast vera tiltölu- lega vel sloppið að fá aðeins tveggja ára fangelsi fyrir að drepa bláókunn- ugan mann sem maður hittir um nótt á förnum vegi, ekki síst í landi þar sem refsingar fyrir að virða ekki eignar- rétt eru svo þungar að þjófóttur þing- maður var nýlega dæmdur í 15 mán- aða fangelsi fyrir gripdeildir. En hvað sem því líður eru mannskaðar og ör- kuml vegna ofbeldisglæpa í Reykjavík komin langt út yfir allan þjófabálk. EF MANNSKAÐAR og slys vegna umferðaróhappa væru jafnalgeng í miðbæ Reykjavíkur og þær blóðsút- hellingar sem verða vegna ofbeldis- verka væri fyrir löngu búið að gera ráðstafanir til úrbóta. Það væri búið að setja upp umferðarmannvirki og umferðareftirlit fyrir hundruð millj- óna til að draga úr óásættanlegu tjóni. Bílaumferð í bænum er vandlega vöktuð og lögreglumenn eru alls stað- ar á kreiki þar sem umferð er mikil og hætta getur verið á ferðum. Og á nótt- unni er strangt eftirlit með því að ölv- að fólk sé ekki að aka bílum, því að ölvaðir ökumenn eru vitanlega hættu- legir. FYLGST ER nokkuð vel með því að tjóni á dýrum ökutækjum sé haldið í lágmarki. Hitt er ekki forgangsmál að gangandi vegfarendum sé meinað að ráðast hver á annan sér til skemmtun- ar í ölæði eða eiturvímu. Umferð öku- tækja í Reykjavík gengur þokkalega fyrir sig, en umferð gangandi fólks að næturlagi í þessari sömu borg krefst á hverju ári fleiri mannslífa en þekkist í nokkurri álíka stórri byggð á Vestur- löndum. Reykjavík að næturlagi er lífshættulegur staður þar sem styrj- aldarástand ríkir. Þetta ástand varir þar til fyrrverandi og núverandi borg- arstjóra og nýja dómsmálaráðherran- um (sem bera ábyrgð á þessu) verður óhætt að fá sér pylsu á Nonnabita í Hafnarstræti klukkan sex á sunnu- dagsmorgni – án þess að vera í fylgd lífvarða. ■ Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Styrjaldar- ástand

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.