Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8
8 2. júní 2003 MÁNUDAGUR ■ Reykjanes Rothögg „Ég ætla að reyna að rota hann. Hann er bara svo rosalega þrjóskur að það verður mjög erfitt að vinna hann. Hann gefst aldrei upp.“ Auðunn Blöndal, dagskrárgerðarmaður á Popp- tíví. DV, 30 maí. Sluppu með skrekkinn „Það var skotið allt í kringum okkur. Við sluppum samt með skrekkinn og sigldum í átt að ísnum, þar sem við máluðum skipið hvítt til að það sæist ekki.“ Guðbjörn Guðjónsson, fyrrum háseti á SS Iron Clad. Fréttablaðið, 30 maí. Stöðugt áreiti „Fjölmiðlar sjá bara dökku hlið- arnar. Þetta er stöðugt áreiti sem við megum búa við.“ Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Raufarhöfn. Morgunblaðið, 30 maí. Orðrétt Í 40 ár hefur Avis gert betur – Það er betra. Við erum í 170 löndum og á 5000 stöðum. Minnum á tilboð Visa og Avis. Kaupmannahöfn, London og Frankfurt. Hringdu í síma 591 4000 Póstfang: avis@avis.is - heimasíða: www.avis.is We try harder – Við gerum betur Avis auglýsing frá árinu 1963 enn í fullu gildi STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær segir félagsmálaráðuneytið ekkert leyfi hafa til að skipta sér af lóðaúthlut- unum í bænum. Ráðuneytið hafði úrskurðað að Kópavogur hefði þ v e r b r o t i ð stjórnsýslulög með lóðaúthlut- un við Vatnsenda í fyrra. Félagsmála- ráðuneytið skoð- aði málið eftir kæru frá lóða- u m s æ k j a n d a sem ekki fékk lóð. Kópavogs- bær segir nú í yfirlýsingu að þar sem aldrei hafi komið til greina að svipta þá byggingarrétti sem fengu úthlutað lóðum – eins og kærandinn hefði krafist – hafi ráðuneytið ekki haft heimild til að taka málið til meðferðar: „Er svo að sjá sem ráðuneytið telji sér heimilt að beita úrskurð- arvaldi í því skyni að láta mönnum í té lögfræðiálit sem enga þýðingu hefur í lögskiptum þeirra við hinn kærða,“ segir Kópavogsbær, sem að auki telur úrskurð ráðuneytis- ins vera efnislega rangan. „Það er mikill misskilningur, sem virðist vera ráðandi í félags- málaráðuneytinu, að ráðuneytið hafi heimild til afskipta af stjórn- sýslu sveitarfélaganna á þann hátt sem fram kemur í forsendum úr- skurðar ráðuneytisins. Kópavogs- kaupstaður óskar eftir góðri sam- vinnu við ráðuneytið. Bærinn mun hins vegar ekki sætta sig við af- skipti ráðuneytisins af stjórnsýslu sinni umfram þær heimildir sem ráðuneytið hefur samkvæmt lög- um. Er látin í ljósi ósk um að þessi samskipti geti farið fram í fram- tíðinni án þess að leita þurfi til al- mennra dómstóla vegna þeirra,“ segir Kópavogsbær. Sesselja Árnadóttir, skrifstofu- stjóri og staðgengill ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytis, segir yfirlýsingu Kópavogsbæjar engu breyta. Hún segir það liggja í aug- um uppi að ráðuneytið telji sig hafa haft heimild til að taka málið úrskurðar. Ástæðulaust sé að svara gagnrýni Kópavogsbæjar efnislega: „Við teljum þetta mál hafa verið faglega unnið af hálfu ráðuneytisins. Við höfum engin sérstök önnur viðbrögð við yfirlýs- ingu þeirra hjá Kópavogsbæ. Eins og þeir væntum við áfram góðs samstarfs,“ segir staðgengill ráðu- neytisstjóra. gar@frettabladid.is RANNSÓKN Í Fréttablaðinu á föstu- dag birtist röng tafla með frétt um áfengisneyslu hafnfirskra ungmenna. Beðist er velvirðingar á þessu. Nýleg skýrsla Rannsóknar og greiningar um vímuefnanotkun sýnir að áfengisneysla er töluvert meiri meðal hafnfirskra barna en annarra. Ölvun síðastliðna 30 daga er hlutfallslega algengari meðal áttundu, níundu og tíundu bekkinga í Hafnarfirði en jafn- aldra þeirra í Reykjavík og á land- inu í heild. ■ SVEITARSTJÓRNIR Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að byggðar verði 182 nýjar íbúðir og gervigras- völlur á Hrólfskálarmel og Suð- urströnd. Samkvæmt tillögu sem nú er sett fram og sögð er byggjast á hugmyndum sem fram komu á íbúaþingi verða íbúðirnar á bil- inu 80 til 140 fermetrar. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum af þessari stærð enda hefur mikill skortur verið á þeim á Seltjarn- arnesi um langt skeið. Á Hrólfsskálamel verður blönduð byggð og íbúðabyggð við Suðurströnd þar sem nú er mal- arvöllur. Ganga á frá samningum á næstunni um fullvinnslu tillög- unnar og útfærslu skipulagsins. „Á meðan á þeirri vinnu stend- ur gefst íbúum Seltjarnarnes- bæjar tækifæri til að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri,“ segir í frétt frá Sel- tjarnarnesbæ. Á alsíðustu árum hefur íbúum á Seltjarnarnesi fækkað lítillega eftir að íbúatalan meira en tvö- faldaðist frá 1971 til 2001. Nú eru íbúarnir ríflega 4.600. Nýju framkvæmdunum er ætlað að treysta byggðina. ■ Kvíðafullt fólk: Hættara við krabbameini HEILSA Fólk sem þjáist af kvíða gæti verið líklegra en annað fólk til að fá krabbamein. Þetta kemur fram í niðurstöðum norskrar rannsóknar. Um 60 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni, sem gerð var af vísindamönnum við háskólann í Björgvin. Niðurstöður hennar munu vafalítið auka mjög á deilur um það hvort sálfræðilegir þættir geti ráðið því hvort menn fái krabbamein eður ei. Flestir vís- indamenn hafa til þessa talið að ekki hafi komið fram nægar sann- anir sem styðji þessa tilgátu. ■ SUÐURSTRÖND Hér rís ný íbúðabyggð. Byggðin treyst á Seltjarnarnesi: Gervigrasvöllur og 182 íbúðir Ráðuneyti láti Kópavog í friði Kópavogsbær segir félagsmálaráðuneytið ekki hafa haft heimild til að úrskurða um réttmæti lóðaúthlutunar á Vatnsenda. Ráðuneytið segir málið hafa verið faglega unnið. VATNSENDI Umsækjandi sem sótti árangurslaust um lóð á Vatnsenda fær ekki annað tækifæri til að sækja um lóð þótt félagsmálaráðneytið telji úthlutunina hafa verið ólöglega. Hagsmunir þeirra sem fengu lóðir eru of miklir til þess. „Bærinn mun ekki sætta sig við afskipti ráðu- neytisins af stjórnsýslu sinni umfram þær heimildir sem ráðu- neytið. Leiðrétting: Áfengisdrykkja ungmenna Hlutfall nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2002 sem hafa drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. 17 28 42 17 28 44 17 30 51 0 10 20 30 40 50 60 Hafnarfjörður Reykjavík Landsmeðaltal 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur LANDNÁMSBÆR FUNDINN? Ragnar Edvardsson fornleifa- fræðingur segir í samtali við vef Bæjarins besta á Ísafirði að mjög djúp og mikil mannvistar- lög hafi komið í ljós við uppgröft hans við Tröð í Bolungarvík. Hann telur að þau elstu séu lík- lega frá upphafi byggðar í Bol- ungarvík. Ragnar segir allmarg- ar byggingar frá liðnum öldum vera í túninu við Tröð og að ein þeirra sé að líkindum frá því fyrir árið 1400. REIÐUR LEIGJANDI Maður sem skilaði myndbandi of seint í Reykjanesbæ og var krafinn um vanskilagjald reiddist mjög, rauk á brott og skellti hurð með slíkum krafti að rúður brotnuðu. Lögregl- an var kölluð til og sektin því lík- lega hærri en upphaflega stóð til. ■ Landið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.