Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2
2 2. júní 2003 MÁNUDAGUR “Sem fyrst, vona ég.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er orðinn oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Spurningdagsins Vilhjálmur, hvenær tekur þú við sem borgarstjóri? ■ Bandaríkin ■ Mið-Austurlönd Sjómaðurinn í Dubai losnaði úr haldi á sjómannadag: Réttarkerfi frá miðöldum FANGELSI „Ég er laus á tryggingu í einhverja daga, tvo, þrjá, áður en mér verður stungið aftur inn,“ sagði Flosi Arnórsson sjómaður eftir að honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu á sjómannadags- morgun. Hann hefur setið í fang- elsi í Abu Dhabi í rúman mánuð eftir að riffill fannst í farangri hans á flugvellinum í Dubai. Flosi er mjög ósáttur við að- stæður ytra. Hann segir að á yfir- borðinu sé þetta nútímaþjóðfélag en sé aðeins grafið undir sé það eins og að vera kominn aftur í miðaldir. Flosi segir að reynt hafi verið að bendla hann við að hafa neytt áfengis, sem sé algjör vit- leysa. Að sögn Péturs Ásgeirsson- ar hjá utanríkisráðuneytinu sýndi blóðprufa að áfengismagn í blóði hans var 0,0 prómill. „Í rauninni veit ég ekki hvenær ég verð settur inn aftur. En þá fer ég í fangelsi í Abu Dhabi sem er hálfgert Alcatraz. Vel má sjá í myndinni Midnight Express hvernig þetta er,“ segir Flosi Arn- órsson. ■ Dagskrárstjóri: Ekki rétt ráðinn RÁÐNING Tryggvi Gunnarsson, um- boðsmaður Alþingis, gagnrýnir stjórnendur Ríkisútvarpsins í nýju áliti fyrir að hafa ekki fylgt lögbundnu hlutverki í ráðningu dagskrárstjóra. Ríkisútvarpið lét utanaðkomandi ráðningafyrir- tæki um að meta umsækjendur, en samkvæmt lögum og almenn- um reglum stjórnsýsluréttar átti útvarpsstjóri að koma þar að. Tryggvi beinir þeim tilmælum til stjórnenda Ríkisútvarpsins að fara framvegis eftir þeim lögum sem eiga við um ráðningu í opin- ber störf. Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. ■ FYRIRTÆKI TIL SÖLU LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ SÍÐUMÚLA 15 SÍMI: 588 5160 Gissur V. Kristjánsson hdl. og lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali BLÓMAVERSLUN AFAR GLÆSILEG allt nýtt húsn, innréttingar og búnaður. SNYRTIVÖRUVERSL. Í SMÁ KJARNA þekkt og rótgróin, fín afkoma góður rekstur HÓTEL OG GISTIHEIMILI ýmsar stærðir og staðsetningar, frá 15-150 millj. NEGLUR, FÖRÐUN, VERSLUN þægilegt og gott þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöð. GRILL VEITINGASTAÐUR þekkt nafn góður nýlegur búnaður, opið 11 til 20.30. VIDEOSÖLUTURN, 40 MILLJ. ÁRSVELTA flott staðsetning, ekta fjölskyldufyrirtæki. KAFFIHÚS Á LAUGAVEGI þægilegur rekstur, nýinnréttað, vaxandi rekstur. SPORTVERSLUN EIN SÚ ÞEKKTASTA skór, fatnaður, búnaður, eigin innflutn. að hluta. BÍLASALA Á AUSTURLANDI gott er búa á Austurlandi og reka þar öflugt fyrirtæki. KAFFIHÚS OG SÖLUTURN opið 7-18 lok- að um helgar, þægilegur einfaldur rekstur. DANSHÚS, MATUR, SKEMMTISTAÐUR leyfi fyrir 450 manns, verð 49 millj. HVERFISVERSLUN/SÖLUTURN LOTTÓ góð staðsetning, gott vöruval, traustur rekstur. ÞJÓNUSTUSÍÐA Á NETINU nú er tíminn sölumenn, hér er tækifærið, verð 2,5 millj. HEILDSALA fjölskyldudæmi. auðvelt að starfa við og kaupa, flottar og seljanlegar vörur. SÓLBAÐSTOFA ÞEKKT OG VINSÆL öfl- ugur, einfaldur, arðbær og þægilegur rekst- ur. FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTA traust staðsetn. í tugi ára, langbesti tíminn fram undan. KÆLIÞJÓNUSTA/VERKSTÆÐI stórt og öflugt fyrirtæki, með trausta viðskipavild. BÍLAVERKSTÆÐI 3 lyftur, réttingarbúnað- ur, stykkja sprautuklefi, allt til alls. MIKIL SALA - MIKIL SALA SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Hópslagsmál í Hafnarstræti enduðu með því að maður var stunginn í brjóstið: Tíu handteknir vegna hnífstungu LÖGREGLUMÁL „Ég sá hvar flaska var brotin á höfði eins manns og það næsta sem ég sé er hvar hnífi er haldið á lofti og hann rekinn niður í brjóst mannsins,“ segir sjónvar- vottur að hópslagsmálum sem end- uðu með því að ungur maður var stunginn í brjóst og kvið í Hafnar- stræti í Reykjavík í gærmorgun. Maðurinn liggur nú þungt hald- inn á gjörgæsludeild en hann gekkst undir aðgerð á hádegi í gær. Sjónvarvotturinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir að hátt í sextíu manns hafi hópast saman. Lætin stigmögnuðust og náðu hámarki þegar einn Bandaríkjamannanna var kýldur. Sjónarvotturinn segir að þá hafi hópslagsmálin brotist út. Þeim lauk snögglega þegar maðurinn var stunginn. Hringt var á sjúkra- bíl og vinir mannsins reyndu að stöðva blóðflauminn. „Þetta var óhugnanleg sjón sem á eftir að sitja lengi í mér,“ segir sjónvar- votturinn, sem var mjög brugðið. Ekki hefur tekist að hafa uppi á hnífnum sem var notaður við árás- ina þrátt fyrir umfangsmikla leit lögreglu. ■ FÉLL AF SÆÞOTU Maður slasaðist eftir að hann féll af sæþotu í Keflavíkurhöfn í gærdag. Skip- verji af norsku skipi sem liggur í höfninni bjargaði manninum upp úr sjónum. Að sögn lögreglu er maðurinn ekki mikið slasaður. LAMINN MEÐ FLÖSKU Maður var sleginn með flösku í höfuðið á sjómannadansleik á Seyðisfirði. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á stað- inn. Vitað er hver var að verki og að sögn lögreglu er líklegt að fórnarlambið leggi fram kæru. RISAVAXIN AFMÆLISKAKA Bæjarfulltrúar buðu gestum upp á köku. Hafnarfjarðarbær 95 ára: Bæjarstjóri bakaði AFMÆLI Blíðskaparveður var þeg- ar Hafnarfjarðarbær hélt upp á afmæli sitt í gær. Sjómannadagur- inn bar upp á sama dag og hófst hátíðardagskrá við Fiskmarkað- inn við Fornubúðir. Fjöldi manns tók þátt í hátíðarhöldunum. Börn- um var boðið í siglingu og léku sér í koddaslag. Bæjarfulltrúar buðu gestum upp á afmælisköku af stærri gerð- inni. Hana bökuðu Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri og bakararnir Jón Rúnar Arilíusarson og Ingibergur Sigurðsson. ■ KÚVÆTI DÆMDUR Herréttur í Ísrael hefur sakfellt Kúvæta fyr- ir að drepa tugi Ísraela og að minnsta kosti fimm Bandaríkja- menn. Maðurinn er í frelsissam- tökum Araba og var kærður fyrir að hafa smíðað sprengjur fyrir nokkrar af blóðugustu árásum Palestínumanna á Ísraelsmenn. Nauðlenti á Bessastöðum Feðgar sluppu ómeiddir þegar þeir þurftu að nauðlenda vél sinni á heim- reiðinni á Bessastöðum þegar hún byrjaði að missa hæð. Drepa þurfti á vélinni rétt fyrir lendingu og sveif hún eins sviffluga síðasta spölinn. ÓHAPP „Flugvélin var farin að missa hæð og ekkert annað að gera en að lenda,“ segir Guðmundur Hinrik Hjaltason, áhugaflugmaður og eigandi vélarinnar sem lenti á heimreið- inni við Bessa- staði á laugar- dagskvöld. Son- ur Guðmundar, Hjalti Geir, var f l u g m a ð u r vélarinnar en hann er með at- v i n n u f l u g - mannspróf. Þeir feðgarn- ir höfðu skutlað manni til Pat- reksfjarðar og voru að koma aft- ur til Reykjavíkur þegar sam- bandsleysi varð í bensíngjöf vél- arinnar. Þeir voru að koma að flugbrautinni á Reykjavíkurflug- velli þegar ljóst varð að ekki næðist að draga úr hraða vélar- innar. „Við ákváðum að vera ekki að taka beygjur og fórum út á Álftanes. Við héldum að við myndum ná inn á flugvöllinn aft- ur. En vélin missti hæð og það var ekkert annað að gera en að lenda.“ Hjalti Geir hafði spáð í lend- ingarstaði eins og flugmenn gera gjarna og tók þá ákvörðun að lenda á heimreiðinni. „Þetta er góður staður, engin umferð, engir ljósastaurar og nokkuð beinn vegur,“ segir Guðmundur. „Hjalti varð að drepa á vélinni rétt fyrir lendingu. Síðasta spöl- inn sveif hún því eins og svifflu- ga. Í sameiningu lentum við vél- inni og það gekk upp hundrað prósent. Báðir erum við vanir að lenda utan vallar.“ Guðmundur segir að ekkert fum eða fát hafi verið á þeim feðgum. Það sé ekkert annað að gera en að halda ró sinni. Þó hafi aðeins farið um hann þegar vélin byrjaði að missa hæð. Vélin er góð og kraftmikil og hefur verið í eigu Guðmundar frá 1987. Hann segir að hún hafi aldrei slegið feilpúst áður. Flugvirki kom á staðinn og gerði við vélina, sem var flogið til Reykjavíkur um þremur tímum eftir lendingu. „Það hefur verið hending að það var þessi vegarspotti sem varð fyrir valinu en ekki einhver annar. Lendingarstaður vélarinn- ar var nokkuð fjarri, um 350 metra frá kirkjunni. Sem betur fer tókst flugmanninum þetta og mennirnir björguðust, sem er ánægjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson, aðstoðarmaður forseta Íslands, um lendinguna óvæntu á afleggjara Bessastaða. hrs@frettabladid.is ÁTÖKIN ÁTTU SÉR STAÐ Í HAFNARSTRÆTI Átta Bandaríkjamenn og tvær íslenskar konur voru handtekin. Fimm mannanna náðust á hlaupum við Stjórnarráðið en hinir þrír ásamt konunum í bíl sem var stöðvaður skömmu síðar. TILRÆÐISMAÐUR HANDTEKINN Maður var handtekinn í Banda- ríkjunum eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni í fimm ár. Maðurinn, sem heitir Eric Rudolph, var ákærður fyrir að hafa borið ábyrgð á sprengingu sem drap eina konu og slasaði 111 aðra á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. VIÐ BESSASTAÐI Gert var við vélina á staðnum og henni flogið til Reykjavíkur, þremur tímum eftir nauð- lendinguna. „Þetta er góður staður, engin umferð, engir ljósa- staurar og nokkuð beinn vegur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SVANUR RE Flosi Arnórsson var í áhöfn Svans RE þegar honum var siglt til nýrra eigenda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Hassinu hafði verið komið haganlega fyrir og fannst við nákvæma leit. Hassfundur á Keflavíkur- flugvelli: Teknir með fjögur kíló FÍKNIEFNI Tveir menn, Þjóðverji og Breti, voru handteknir á Keflavík- urflugvelli aðfaranótt sunnudags vegna smygls á talsverðu magni af hassi. Hassið fannst við hefð- bundið eftirlit Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Því hafði verið komið haganlega fyrir og fannst eftir nákvæma leit. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er um að ræða milli þrjú og fjögur kíló af efninu og er sölu- verðmæti þess á götunni á bilinu sex til átta milljónir króna. Þegar blaðið fór í prentun var ekki búið að kveða upp gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir mönnunum tveimur en búist við að hans yrði óskað síðar um kvöldið. ■ ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.