Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 2. júní 2003 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík og skattayfirvöld gerðu í síð- ustu viku áhlaup inn á tvær nudd- stofur sem báðar hafa auglýst erótískt nudd. Á öðrum staðnum var lagt hald á bókhaldsgögn. Búið er að yfirheyra forsvars- menn og starfsmenn beggja nudd- stofanna, alls tíu manns. Ekki hef- ur verið krafist gæsluvarðhalds vegna málsins. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rökstuddan grun vera um að á nuddstofunum fari fram starf- semi sem ekki samrýmist almenn- um hegningarlögum. Unnið sé að rannsókn málsins. ■ LÖGREGLUMÁL Rannsókn sænsku l ö g r e g l u n n a r vegna meintrar m i s n o t k u n a r trúnaðarupplýs- inga úr Kaup- þingi hefur enn ekki skilað nið- urstöðu. Um 40 lög- reglumenn tóku þátt í að gera húsleitir á einkaheimilum og fyrirtækjum í fimm löndum. Rannsóknin er sögð beinast að sex mönnum. Fimm þeirra munu vera Íslend- ingar. Gengi hlutabréfa í sænska bankanum JP Nordiska hækkaði um fimmtung eftir að Kaupþing gerði yfirtökutilboð í félagið 29. ágúst í fyrra. Sænska lögreglan segir mennina sex hafa vitað fyr- irfram af yfirtökunni og nýtt sér þá leynilegu vitneskju í hagnaðar- skyni. Í sænska blaðinu Dagens Industri er haft eftir stjórnanda lögreglurannsóknarinnar að frá 11. júní til 29. ágúst í fyrra hafi sexmenningarnir keypt 92,7 pró- sent þeirra hlutabréfa í JP Nord- iska sem skiptu um hendur á þessu tímabili. Ónefndur sænskur maður, sem mun vera einn sexmenninganna, segist í samtali við Dagens Industri vera saklaus af öllum inn- herjasvikum. Hann er væntanlega háttsettur í Aragon-sjóðnum, sem Kaupþing eignaðist í júní í fyrra. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, aðaleigendur Bakkavarar, eru einnig í kastljósi sænsku lögreglunnar. Þeir aftaka með öllu að hafa búið yfir inn- herjaupplýsingum úr Kaupþingi þegar þeir keyptu hlutabréf í JP Nordiska. Þeir hafi einfaldlega lesið opinberar yfirlýsingar og blaðafregnir áður en þeir keyptu hlutabréf fyrir tæpar 40 milljónir íslenskra króna. Með kaupunum í Aragon-sjóðn- um 7. júní í fyrra réði Kaupþing yfir 28% hlut í JP Nordiska. Þrem- ur dögum síðar gerði Kaupþing samning um kauprétt á 7,8 millj- ón hlutum til viðbótar: „Ljóst var þá að ef Kaupþing banki myndi nýta sér kauprétt sinn myndi bankinn eignast yfir 40% hlutafjár í JP Nordiska. Svo stór eignarhluti myndi sjálfkrafa leiða til þess að Kaupþingi banka yrði gert skylt að gera öllum hlut- höfum JP Nordiska yfirtökutil- boð,“ segja Ágúst og Lýður. Í Dagens Nyheter er aftur á móti haft eftir ónefndum rann- sóknarlögreglumanni að yfirtöku- áformunum í JP Nordiska hafi verið haldið vandlega leyndum þar sem um svokallaða fjandsam- lega yfirtöku væri að ræða. Að- eins örfáir háttsettir starfsmenn Kaupþings hafi vitað af þeim fyr- irætlunum. gar@frettabladid.is Bílasprengja á Spáni: Tveir féllu MADRÍD, AP Tveir lögreglumenn létu lífið þegar bifreið var sprengd í loft upp í þorpinu Sanguesa í norðurhluta Spánar. Þriðji lögreglumaðurinn hlaut al- varlega áverka og þurfti að taka af honum báða fæturna. Flest bendir til þess að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi staðið á bak við tilræðið. Fyrir rúmri viku fóru fram kosningar í Baskalandi þar sem hundruð frambjóðenda úr röðum aðskiln- aðarsinna voru útilokuð frá þátt- töku. Jose Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, hefur aflýst fyr- irhugaðri ferð sinni til St. Péturs- borgar á leiðtogafund Evrópu- sambandsríkja og Rússlands vegna árásarinnar. ■ SKOTLAND Vilhjálmur Bretaprins fer í sumar til Afríku þar sem hann ætlar í sjálfboðavinnu tengda umhverfismálum. Þessi ákvörðun prinsins hefur vakið nokkurt umtal í Bretlandi því með henni brýtur hann aldagamla hefð bresku konungs- fjölskyldunnar. Karlmenn fjöl- skyldunnar hafa vanalega stefnt á frama í breska hernum, en Vil- hjálmur hefur engan áhuga á því. Vilhjálmur leggur nú stund á nám í Swahili og í viðtali við breska dagblaðið Times segist hann hafa mikinn áhuga á Afríku. Til marks um það verður Afríka sérstakt þema á 21 árs afmæli prinsins í næsta mánuði. ■ FÆÐING LISTAVERKS Teddi myndhöggvari stendur á milli lista- verks og efniviðs hjá vinnustofu sinni við Klapparstíg. Hann var ekki viss hvað yrði úr efniviðnum en fullmótað verkið má berja augum þegar hann opnar sýningu að mánuði liðnum. VILHJÁLMUR PRINS Prinsinn ungi leggur nú stund á nám í listasögu í Skotlandi. Prinsinn vill ekki í herinn: Brýtur aldagamla hefð Lögreglan í Reykjavík réðist inn á nuddstofur: Rannsaka skipulagt vændi Yfirtökuáformin blöstu við öllum Sænska lögreglan telur yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska aðeins hafa verið á vitorði æðstu yfirmanna Kaupþings. Þeir sem grunaðir eru um innherjasvik segja að ljóst hafi verið hvert stefndi löngu fyrir yfirtökutilboðið. „Svo stór eignarhluti myndi sjálf- krafa leiða til þess að Kaupþingi banka yrði gert skylt að gera öllum hluthöfum JP Nordiska yfir- tökutilboð. 7. júní 2002 Samkomulag um kaup Kaupþings á öllum hlutabréfum í Aragon Holding AB í skiptum fyrir hluti í JP Nordiska AB. 10. júní 2002 Verðbréfaþing Íslands: Kaupþing gerir samning um kaup- og sölurétt á allt að 7,8 milljónum hluta í JP Nordiska til viðbótar. 11. júní 2002 Bakkabræður sf. kaupa 154 þúsund hluti í JP Nordiska á genginu 8,67. 25. júní 2002 Bakkabræður sf. kaupa 139 þúsund hluti í JP Nordiska á genginu 8,98. 27. júní 2002 Bakkabræður sf. kaupa 177 þúsund hluti í JP Nordiska á genginu 8,75. 29. ágúst 2002 Kaupþing gerir meðhlut- höfum sínum í JP Nord- iska yfirtökutilboð á genginu 9,55. Október 2002 Sænska fjármálaeftirlitið segir lögreglu frá grun- semdum um innherja- svik í viðskiptum með hlutabréf JP Nordiska. Des. 2002 Bakkabræður kaupa í Meiði hf. sem er stærsti einstaki hluthafi í Kaup- þingi. Maí 2003 Lögregla gerir húsleit á heimilum og skrifstofum sex manna sem grunað- ir eru um innherjasvik. KAUPÞING Sænska lögreglan telur að aðeins örfáir háttsettir starfsmenn Kaupþings hafi vitað af áformum um yfirtöku á JP Nordiska. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör segja blaðafregnir og yfirlýsingar hins vegar hafa gefið yfirtökuna til kynna löngu áður en af henni varð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.