Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 12
Ég skoðaði ljósmyndasýning-una á Austurvelli á laugar- dagskvöldið. Dálítið sérkennileg sýning. Óvenju þunglamalegar undirstöður undir myndirnar minna á skriðdrekavarnir. Myndirnar sjálfar eru litauð- ugar og fagmannlega unnar; heildaráhrifin eru óður til jarðarinnar og mannsins. Það er ekki fyrr en myndatextarnir eru lesnir að maður áttar sig á að höfundi finnst jörðin og móðir náttúra góð en maðurinn illur. Stundum teygir hann sig ansi langt til að koma þessum sjónar- miðum fram. Litríkur úti- markaður í Mexíkó verður sorg- legur í ljósi þess að samhliða mikilli aukningu útflutnings- tekna og þjóðarauðs hefur mis- skipting tekna í samfélaginu aukist. Batnandi hagur berst ekki eins hratt til sveitanna og borgaranna. En er það vandamál sem hægt er að komast hjá? Náttúrudýrkun nútímans er fyr- ir löngu orðin trúarbrögð og eru líklega þau trúarbrögð sem gefa neikvæðustu heimsmyndinna. Það vofir yfir þeim látlaust syndaflóð og ragnarök. Ég velti fyrir mér fyrir framan mynd- irnar hvort sköpunarverk mannsins væru mikið lakari en verk Guðs. Komst að þeirri nið- urstöður að staðan væri jöfn – enda skapar Guð líka í gegnum manninn. Það var fullt af fólki á Aust- urvelli og ég sá aðeins eitt fylli- svín og sjö drukkna unglinga. Aðrir voru það sem kallast venjulegt fólk; fólk sem þáði það með þökkum að fara niður í bæ án þess að þurfa að detta í það eða klæða sig upp til að borða á dýrum restaurant. Það er fátítt að miðbærinn bjóði þessu fólki upp á eitthvað eftir kvöldmat. Það er stefna bæjar- ins að það sé heima að horfa á sjónvarpið eða uppi í sumarbú- stað að rækta skóg. Og miðbærinn ber það sífellt betur með sér að hann á erfitt með að halda sambandi við venjulegt fólk. Þótt í miðbænum séu nokkur falleg hús með öfl- uga starfsemi eru þau eins og eyjar innan um sorglegri hús með enn sorglegri starfsemi. Fyrir ekki svo löngu var Lækj- artorg hjarta miðbæjarins. Nú eru þar þrír timburkofar sem selja drukknu fólki næringu svo það geti haldið áfram slarkinu. Þar sem ætti að vera aðalhorn miðbæjarins, á horni Lækjar- götu og Austurstrætis, er selt kebab. Þar við hliðina er ein af síðustu smásjoppum bæjarins sem selur pulsur og tóbak. Næst kemur kaffihússbar sem heitir Castró, þá diskóteksbar sem heitir Astró og síðan tómt hús sem kallast Hressó. Allt endar þetta á ó-i – eins konar millibili andvarps og hróps á hjálp. Húseigandinn á Hressó finn- ur engan sem treystir sér til að reka starfsemi í húsinu í þessari voluðu götu. Hann er því einn margra tómthússmanna í mið- bænum. Það eru fleiri tómthúss- menn í Kvosinni og enn fleiri upp eftir Laugaveginum. Þetta eru menn sem eiga hús sem geta ekki hýst starfsemi sem er mið- bænum sæmandi. Og þar sem það eru svo mörg tómthús á þessu svæði hefur veikin einnig lagst yfir nýrri og ágætari hús. Þegar og ef Búnaðarbankinn flytur úr Kvosinni mun fjórð- ungur Austurstrætis og Hafnar- strætis breytast í tómthús – í það minnsta efri hæðirnar. Miðbærinn er fallegur í góðu veðri og þá vaknar hann upp; stéttir fyllast af fólki með sól í sinni og bros á vör. Þess á milli er hann eins og þakherbergi á Hverfisgötu þar sem drykk- felldur einstæðingur býr. Það vantar bara hrúgur af óhreinum sokkum á gatnamótin. Ég þekki engar ráðagerðir sem eiga að breyta þessu. Ef tónlistarhús verður reist á hafnarbakkanum mun öflugri starfsemi en það hús yfirgefa miðbæinn á bygg- ingartímanum. Vatnshanar, hellulagðar stéttir og örfáir bekkir munu ekki ná að lyfta miðbænum. Til þess þarf sam- stillt átak borgaryfirvalda, fjár- festa, húseigenda og djarfra viðskiptamanna. Það vantar lista yfir það sem þarf að gera og yfir fólk sem getur fram- kvæmt það. Og kröftuga forystu borgaryfirvalda. Það er ekki eftir neinu að bíða. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um miðbæinn í Reykjavík. 12 2. júní 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ekki þarf að fara mörgum orð-um um opinbera smán þeirra manna sem ákærðir eru nú fyrir aðild að einhverjum furðuleg- asta og stórbrotnasta fjárdrætti Íslandssögunnar og ástæðulaust að reyna að hnykkja frekar á því. Þessir menn eiga aðstand- endur sem okkur ber að hugsa hlýlega til, þeir eiga sér hugsan- lega einhverjar málsbætur sem eiga eftir að koma fram og án þess að ég ætli að fara hér með sá-yðar-sem-syndlaus-er-þuluna þá speglar þessi glæpur margt í samtíð okkar: peningadýrkun, löngun að stytta sér leið í ljóm- ann, óhóf, innlifun í hjáveruleika tölvunnar, siðblindu, manngild- ishugmyndir á villigötum, virð- ingarleysi við eignir almenn- ings, sníkjulífi frjálshyggju- drengja á ríkisfyrirtækjum sem of lengi hafa lotið forsjá Flokks- ins. Hirðsiðameistarar bókfærslunn- ar Endurskoðandi hefur gengið undir endurskoðanda hönd við að segja okkur almenningi hversu flókinn fjárdrátturinn úr sjóðum Landsímans hafi verið. Hann er sagður ótrúlega út- smoginn, gersamlega órekjan- legur, nánast farið fram í ann- arri vídd, hinn fullkomni glæpur og ekki nokkur vegur fyrir dauð- legan mann að uppgötva aðra eins snilld á sviði þjófnaðar: Gott og vel, það er erfitt að bera brigður á það fyrir gamlan fall- ista í reikningi og við skulum fallast á að eins og fyrri daginn beri enginn ábyrgð á neinu. Að vísu er einna helst að skilja á allri þessari umræðu að endur- skoðendur hafi fyrst og fremst þann starfa með höndum að votta að eyðublað séu réttlega útfyllt fremur en að þeir hafi eftirlitshlutverk með sjálfu starfi gjaldkera – þeir eru með öðrum orðum nokkurs konar hirðsiðameistarar bókfærslunn- ar – og ef ekki hefði komið til ár- vekni starfsmanna skattsins sem klóruðu sér í hausnum yfir alls konar skringilegum fyrir- tækjum með fyndnum nöfnum og ráku augun í undarlegt fjár- streymi frá símanum til eins þeirra þá væri sístreymandi lindin úr Landssímanum. Gott og vel, þetta er búið og gert, enginn ber ábyrgð og hverju myndi það svo sem breyta að fara að skeyta skapi sínu á einhvern af þessum hirð- siðameisturunum. Hins vegar er annað umhugs- unarefni: fyrrum aðalgjaldkeri símans hefur að sögn játað fjár- drátt upp á að minnsta kosti hundrað og fimmtíu milljónir - þótt enginn virðist vita hversu mikið það sé, sem er eftir öðru í fjárreiðum þessa fyrirtækis. Landssíminn hefur á launum svo marga fyrrverandi forstjóra að ég efast um að MR-lið Gettu bet- ur muni hversu margir þeir eru. Deloitte og Touche þáði stórfé úr sjóðum Landssímans fyrir að selja ekki fyrirtækið – og koma ekki auga á fjárdráttinn undur- flókna. Og Landssíminn lét ekki sitt eftir liggja – nema síður væri – í öllum þeim gegndar- lausa fjáraustri sem átti sér stað í Netbólunni svokölluðu, þegar fundið var upp nýtt hagkerfi sem átti ekki að snúast um verð- mætasköpun heldur peninga- eyðslu og gósentíð var hjá vefur- um allra landa því allir keisarar heimsins vildu sýna að þeir kynnu á tölvur. Með öðrum orð- um: peningar hafa ekki verið neitt vandamál hjá Landssíman- um, þeir eru sístreymandi, nóg til frammi, meira en nóg – „svo miklu miklu meira“. Hvaðan er allur þessi auður? Því er ekki alveg úr vegi að spyrja forráðamenn Landssím- ans: vinnur þarna kannski mað- ur að nafni Mídas? Sá gat sér orð í grískri goðafræði fyrir það að allt sem hann snerti varð að gulli. Er hann hafður niðri í kjallara við að framleiða baki brotnu gull ofan í alla þessa þurfalinga? Eða er Landssíminn með sína eigin seðlaprent- smiðju? Hvernig geta hundrað og fimmtíu milljónir verið á sveimi innan fyrirtækisins án þess að nokkur maður komi auga á þá, eins og einhvers konar huldufé? Á því er aðeins ein skýring. Við borgum allt of háa símreikn- inga. Þetta er nefnilega ekki huldufé, þessar hundrað og fimmtíu milljónir eru til – svo sannarlega – því þetta eru pen- ingarnir sem Landssíminn kreistir undan nöglunum okkar í hverjum mánuði fyrir þjónustu sína, sem augljóslega er ekki kostnaðarmeiri en svo að hund- rað og fimmtíu milljónir eru á sveimi í fyrirtækinu án þess að nokkur maður taki eftir því. Því dæmist rétt vera: við getum sleppt allri stjóra- hersingunni með það að enginn beri ábyrgð á nokkrum sköp- uðum hlut en á móti kemur þá það að símreikningur allra við- skiptavina Landsímans verði lækkaður um þó ekki væri nema helming. ■ Garðar og „fórnarlömb- in“ í beinni Athugsemd aðstandenda við þátt Arnþrúð- ar Karlsdóttur: Arnþrúður Karlsdóttir hjá Útvarpi Sögu tók viðtal 27. maí sl. við for- mann Félags ábyrgra feðra, Garðar Baldvinsson og tvo „herramenn“. Báðir sögðu frá samskiptum sínum við fyrrum eiginkonur. Annar mað- urinn lýsti fjálglega hvernig tengdamamma fyrrverandi eyði- lagði hjónabandið með afskiptasemi og tengdapabbinn píndi barnabarn- ið sitt til að skrifa níðbréf um pabba sinn. Eins sagði hann frá því að eig- inkonan vonda og hefnigjarna vildi ekki leyfa börnunum að hitta pabba sinn af því hún væri ósátt við að hann flutti út af heimilinu. Heima í stofu sat fjölskyldan og hlustaði agndofa og skelfingu lostin. Börnin trúðu ekki sínum eigin eyr- um yfir orðum pabba síns og brustu í grát. Hvers vegna? Árum saman hafði alvarlegt heimilisofbeldi átt sér stað af hálfu föðurins. Um- gengnisréttur við föður skal því vera í lágmarki samkvæmt niður- stöðu fagfólks. Það þarf ekki að taka fram að saga konunnar og raunverulegur vilji barnanna kom aldrei fram í þætti Arnþrúðar. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Það er sorglegra en tárum taki að fjölmiðlamenn skuli ekki viðhafa vandaðri vinnubrögð þegar fjallað er um jafn alvarleg og viðkvæm mál sem þetta, sérstaklega þar sem börn eiga í hlut. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Garðar Baldvinsson dreg- ur fram „fórnarlamb“ í fjölmiðli sem fer með rakalausa lygi. Eva María, umsjónarmaður Kastljóss, þurfti í framhaldi af slíku viðtali að biðjast opinberlega afsökunar og Arnþrúði Karlsdóttur ber að gera hið sama. Er Félag ábyrgra feðra orðið skálkaskjól manna sem af rík- um ástæðum hafa ekki fengið fullan umgengnisrétt? Vonandi ekki, en þessi tvö dæmi virðast því miður styðja þá kenningu. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um Landssímann. Vinnur Mídas hjá Landssímanum? ■ Bréf til blaðsins Vantar hrúgur af óhreinum sokkum Íslensk símasaga nálgast 100 ár ■ Af Netinu Frumskógarlögmálið „...skattalækkunum mun óhjá- kvæmilega fylgja niðurskurður í velferðarkerfinu, sem nóg hefur þó verið tálgað af. Forsætisráð- herra boðar algera afturför til frumskógarlögmálsins.“ GUNNAR ÖRN HEIMISSON Á VEFNUM UVG.IS. Enga svartsýni „Þeim svartsýnustu varðandi jafnréttismálin væri nær að hverfa frá pælingum um kynja- hlutföll í augnablik og skoða hlutina í samhengi við allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu á undanförnum árum og áratugum.“ HELGA BALDVINSDÓTTIR BJARGARDÓTTIR Á VEFNUM FRELSI.IS. * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflur 90 stk. Hagkvæm ustu kaupin! Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. TILBOÐ ! Landssími Íslands hefur máttþola hvert hneykslismálið á fætur öðru síðustu misseri. Nú síð- ast kom upp úr dúrnum að aðalfé- hirðir Landssímans virðist hafa haft fé af fyrirtækinu svo hundruð- um milljóna króna skiptir. Landssíminn rekur upphaf sitt til ársins 1906 og er fyrirtækið því rétt tæplega 100 ára. Um það má lesa á heimasíðu þess. Árið 1906 var sæsímastrengur fyrir ritsíma lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Seyðisfjarðar. Þaðan var lagður skeyta- og talsími um Akureyri til Reykjavíkur. Margir töldu loftskeyti vænlegri en síminn varð ofan á. Mörg ár liðu þar til allir lands- menn komust í símasamband. Lagningu síma í sveitir lauk um 1960 og voru þá margir símar á sömu línunni. Landssími Íslands var stofnaður sama ár og sæstrengurinn kom til landsins. Fyrirtækið var í gamla barnaskólanum í Reykjavík, á horni Pósthússtrætis og Hafnar- strætis. Fyrsti yfirmaðurinn var Norðmaðurinn Olav Forberg, sem hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu ís- lensku símamennirnir voru símrit- arar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn. Störfin þóttu eft- irsóknarverð. Síma- og póstþjónustan var sameinuð árið 1935. Leiðir skildu þó á ný árið 1998 þegar Landssími Íslands hf. var stofnaður. Heimild: Landssími Íslands. Baksviðs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.