Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Bíó 30 Íþróttir 18 Sjónvarp 32 KVÖLDIÐ Í KVÖLD PERSÓNAN Mikill fjölskyldumaður FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 – 131. tölublað – 3. árgangur bls. 39 BÆKUR Hillary er indæl bls. 24 STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 9-16 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Skýjað 11 Akureyri 5-10 Skúrir 10 Egilsstaðir 5-10 Súld 10 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 13 ➜ ➜ ➜ ➜ + + FÓLK Bubbi byggir SÍÐA 30 MAÐURINN Kaupsýslu- maður og þjálfari SÍÐA 16 Númi mætir Val FÓTBOLTI Níu leikir fara fram í 32 liða úrslitum Visa-bikarkeppni karla í fótbolta. Huginn tekur á móti ÍA á Seyðisfirði klukkan 18, en hinir átta leikirnir hefjast klukkan 19.15. Þá mætir m.a. þriðju deildar lið Núma Val, Njarðvík tekur á móti Þrótti, Fram mætir ÍR og KR sækir HK heim. Einn leikur verður í bikar- keppni kvenna. Fjölnir tekur á móti ÍR klukkan 20. Flugdrekagerð í Árbæjarsafni NÁMSKEIÐ Árbæjarsafn býður upp á stutt námskeið fyrir foreldra og börn, eða afa og ömmu og barna- börn, í flugdrekagerð. Ætlast er til að börn komi í fylgd með fullorðn- um. Námskeiðið stendur frá klukk- an 13 til 16. Bjartir dagar í Firðinum TÓNLEIKAR Hnúkaþeyr spilar á Björtum dögum í Hafnarfirði. Blásaraoktettinn skipa Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Eydís Franzdóttir og Pet- ar Topkins á óbó, Anna Sigur- björnsdóttir og Ella Vala Ármanns- dóttir á horn, Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Tónleikarnir eru í Hafnarfjarðar- kirkju og hefjast klukkan 20. Þitt eintakbirta um reimleika í reykjavíkmagnús skarphéðinsson hjátrú ● persónuleikapróf Magnús Skarphéðinsson: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Draugar í Reykjavík birta UTANRÍKISMÁL Umtöluðu bréfi Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra til George Bush Bandaríkjafor- seta um varnarliðsmálið var varp- að á vegg á rúmlega klukkustund- arlöngum fundi utanríkismála- nefndar síðdegis í gær. Efni bréfsins er leynilegt og sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, það til marks um mikilvægi þess. „Við vorum upplýst um atriði í samskiptum íslenskra og banda- rískra stjórnvalda á undangengn- um vikum sem ég tel mikilvæg. Það segir í lögum að samráð skuli haft með nefndinni um mikilvæg utanríkismál. Þarna er augljós- lega um mikilvægt mál að ræða, enda eru þetta samskipti milli æðstu ráðamanna þjóðanna.“ Steingrímur mótmælti því harðlega á fundinum að ekki hafi verið haft lögboðið samráð með utanríkismálanefnd um málið, þar sem nefndinni var sýnt bréfið degi eftir að því var veitt viðtaka og gafst ekki tækifæri til að veita ráðgjöf um málið. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði fullt samráð hafa átt sér stað, hins vegar hafi ekki verið unnt að kalla nefndina saman fyrr þar sem for- maður og varaformaður voru er- lendis, auk hans sjálfs. Stjórnvöld bíða nú viðbragða Bandaríkjamanna við bréfi Dav- íðs og kvaðst Halldór búast við viðræðum landanna tveggja á næstunni. ■ SAMRÁÐ EFTIR Á Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra harðlega á fundi utanríkismálanefndar fyrir að hafa ekki lögboðið samráð með nefndinni. Hall- dór sagði fundinn vera samráð. Davíðsbréfið til Bush: Þingmönnum gert að þegja FÉHIRÐIR Stjórnendur Símans sögðu í gær frá fjárdráttarmáli Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrr- verandi aðalféhirðis. Komið er á daginn að á fjögurra ára tímabili dró Sveinbjörn sér 250 milljónir króna en reyndar er talið hugsanlegt að meira eigi eftir að koma í ljós. Þetta er langstærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp hérlendis. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið. Alls dró Sveinbjörn 250 millj- ónir úr rekstri Landssímans. Þar af fóru 130 milljónir til Alvöru lífsins, sem er í eigu Kristjáns Ra Kristjánssonar, bróður Svein- björns, og Árna Þórs Vigfússonar, sem báðir hafa tengst Skjáeinum. Auk þess að draga sér fé stóð Sveinbjörn í ýmsum vafasömum einkaviðskiptum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, segir að Sveinbjörn hafi meðal annars átt í viðskiptum við Skjá einn. Frá ágúst til október 1999 lagði Sveinbjörn þrjár greiðslur inn á reikning Íslenska sjónvarpsfélagsins, samtals 25 milljónir króna. Í árslok 1999 var þessi upphæð endurgreidd. Um mitt ár 2000 keypti Svein- björn víxil af Burnham á 42 millj- ónir króna. Sá víxill var greiddur á gjalddaga 30. nóvember 2000. Víxillinn var keyptur í nafni Landssímans, sem Sveinbirni var óheimilt að gera án samþykkis síns yfirmanns. Árið 2001 var gerð upp skuld við Íslenska sjón- varpsfélagið að upphæð 18,6 milljónir. Refsiramminn vegna fjárdrátt- ar eða fjársvika gerir ráð fyrir fangelsi í allt að sex ár. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í slíku máli hérlendis kvað á um tveggja og hálfs árs fangelsis. Þar var um að ræða mann sem falsaði nöfn fólks á skuldabréf og sveik út nokkrar milljónir króna. Vatnsberinn svokallaði, sem sveik út háar fjárhæðir í formi virðis- aukaskatts, fékk tveggja ára fang- elsi rétt eins og Árni Johnsen al- þingismaður, sem sveik út um fjórar milljónir króna. Mál Sveinbjörns aðalgjaldkera felur í sér margfalt hærri upp- hæðir en þarna er um að ræða, auk þess sem um alvarlegt trúnað- arbrot er að ræða í starfi. Ein- beittur brotavilji hans og langvar- andi fjárdráttur geta orðið til þess að þyngja enn dóminn. Sjá nánar bls. 8 hrs@frettabladid.is rt@frettabladid.is LANDSSÍMINN Aðalgjaldkerinn dró sér 250 milljónir á árabilinu 1999-2003. Mesti fjárdráttur sögunnar Sveinbjörn Kristjánsson, aðalféhirðir Símans, dró sér 250 milljónir. Hámarksrefsing er sex ára fangelsi. Þyngsti dómur sem felldur hefur verið fyrir fjársvik er tvö og hálft ár. ■ Refsiramminn vegna fjár- dráttar eða fjársvika gerir ráð fyrir fang- elsi í allt að sex ár. Bandaríkin: Gregory Peck látinn BANDARÍKIN, AP Bandaríski leikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Gregory Peck er látinn 87 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Los Angeles á m i ð v i k u d a g s - kvöldið. Peck er lík- lega þekktastur fyrir leik sinn í myndinni To Kill a Mockingbird, sem kom út árið 1962. Peck hlaut Óskarsverðlaun- in fyrir leik sinn í þeirri mynd, en auk þess var hann tilnefndur fjórum sinnum til verð- launanna. Á meðal annarra mynda sem Peck lék í eru: Gentleman’s Agreement, The Guns of Navarone og The Boys From Brazil. Peck var giftur Veronique Passani og eignaðist fimm börn. Fjögur þeirra eru á lífi. ■ GREGORY PECK Peck er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndinni To Kill a Mockingbird. Í ÓLGUSJÓ Ung stúlka hvolfdi kajaknum sínum á siglinganámskeiði í Nauthólsvíkinni í gær. Engin hætta var á ferðum enda stúlkan nálægt landi. Hún var fljótlega dregin upp í árabát. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.