Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 3

Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 3
VARNARMÁL Varnarviðbúnaður Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velli hefur dregist saman jafnt og þétt frá falli Sovétríkjanna og tekjur Íslendinga af veru liðsins minnkað, samkvæmt Upplýsinga- skrifstofu varnarliðsins. Á árunum 1962 til 1991 flugu bandarískar herþotur af Keflavík- urflugvelli í veg fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar um- hverfis landið, eða fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flug- hersins samanlagt. Samfara aukn- um hernaðarumsvifum Sovétríkj- anna á áttunda og níunda áratugn- um fjölguðu Bandaríkjamenn orr- ustuþotum sínum á Keflavíkur- flugvelli í 18. Árið 1991, þegar Sovétríkin höfðu klofnað, var þeim fækkað í 12, en í dag eru þær fjórar. Að sama skapi hefur hermönnum verið fækkað úr 3.300 í tæplega 2.000. Íslenskum starfsmönnum varnarliðsins fækkaði hlutfalls- lega minna, úr 1.100 í 900, en við þá bætast um 700 sem annast verktakavinnu og þjónustu fyrir herinn. Þá eru ótaldir 120 Íslend- ingar á vegum ríkisins vegna varnarliðsins sem starfa hjá sýslumannsembættinu, flugvall- arstjóra og Veðurstofu Íslands. Áætlað er að árlegur rekstur varnarliðsins kosti Bandaríkja- menn um 27 milljarða króna, sem samsvarar um 10 prósentum af ís- lenskum fjárlögum. Tekjur ís- lenska þjóðarbúsins af veru varn- arliðsins námu um 1,5 prósenti af vergri landsframleiðslu á síðasta ári, en það er mikil hlutfallsleg lækkun frá því sem mest var árið 1984, 3,3 prósent. Íslendingar höfðu rúma tólf milljarða króna í tekjur af varnarliðinu árið 1992 en í fyrra voru þær talsvert minni, um níu milljarðar. Nýjasta breytingin á varnarlið- inu varð í maímánuði síðastliðn- um, þegar starfsemi landgöngu- liðs flotans var lögð niður með þeim afleiðingum að 50 land- gönguliðar hafa verið að hverfa til annarra starfa. Ástæðan fyrir breytingunum var sú að ekki var lengur talin þörf á þeirri öryggis- þjónustu sem sveitin hafði innt af hendi frá árinu 1961. jtr@frettabladid.is 4 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR Kemst íslenska landsliðið í knattspyrnu upp úr riðlinum í undankeppni EM? Spurning dagsins í dag: Hefurðu trú á að varnarliðið verði áfram á Keflavíkurflugvelli? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31% 42% Nei 27%Já, ef Guðni Bergs leikur áfram Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Lögreglan í Keflavík: Innbrot í Vogum INNBROT Maður var handtekinn vegna gruns um innbrot í fyrir- tæki í Vogum á Vatnsleysuströnd. Brotist var inn í fyrirtækið að- faranótt miðvikudags og stolið verkfærum upp á tugi þúsunda króna. Nóttina eftir var maðurinn handtekinn og stóð rannsókn málsins fram eftir degi í gær. Maðurinn hefur játað verknaðinn og telst málið upplýst. Hann hefur komið áður við sögu lögreglu. ■ Hnífstunguárás: Tveir menn í haldi LÖGREGLUMÁL „Tveir hafa verið handteknir vegna hnífamálsins í Bankastræti um síðustu helgi,“ segir Hörður Jóhannes- son hjá lögreglunni. Annar maðurinn var handtek- inn fyrr í vikunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Lögreglan hafði grun um að fleiri en einn hafi beitt vopnum. Í gær var svo hinn maðurinn handtekinn. Báð- ir hafa mennirnir játað að hafa beitt vopni í þessum átökum. Frekari rannsókn málsins stendur yfir. ■ Í RÚST Bíllinn sem þyrlur Ísraelshers skutu á fór gjörsamlega í rúst. Eldflaugaárás á Gaza-svæðinu: Sjö fórust GAZA-SVÆÐIÐ, AP Sjö Palestínumenn fórust og 29 særðust í eldflaugaáras Ísraelshers á bifreið á Gaza-svæð- inu. Á meðal þeirra sem fórust var Yasser Taha, liðsmaður Hamas-sam- takanna, eiginkona hans og tveggja ára gömul dóttir þeirra. Þetta var þriðja eldflaugaárás Ísraela á einum sólarhring. Alls hafa 35 Ísraelar og Palestínumenn látist og 130 særst í átökum undanfarna daga fyrir botni Miðjarðarhafs. Friðaráætlun Bandaríkjamanna, Vegvísir til friðar, er fyrir vikið tal- in í mikilli hættu. ■ Vestfirðir: Atvinnulaus- um fjölgar ATVINNA Atvinnulausum á Vest- fjörðum hefur fjölgað á síðustu vikum að sögn bb.is. Talið er lík- legt að tilkoma skólafólks á vinnu- markaðinn hafi þar mikil áhrif. Nýjar tölur um atvinnuleysi á Vestfjörðum leiða í ljós að á mán- uði fjölgaði atvinnulausum um 20 manns eða frá 87 manns í 107. Konur eru í miklum meirihluta eða 66 talsins. ■ Minnkandi mikilvægi Keflavíkurflugvallar Tekjur íslenska hagkerfisins af varnarliði Bandaríkjahers hafa farið lækkandi frá falli Sovétríkjanna, samfara minnkandi umsvifum hersins. MOSFELLSBÆR „Ég hef aldrei sóst eftir þessari nafnbót,“ segir Stein- unn Marteinsdóttir á Hulduhól- um, sem nýverið var valin bæjar- listamaður í Mosfellsbæ. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær liggur meirihluti bæjarstjórnar undir ásökunum um að hafa beitt ólýðræðislegum vinnubrögðum við tilnefningu hennar. Steinunn segir að vegna þeirra deilna sem skapast hafa sé það óráðið af sinni hálfu hvort hún muni taka við nafnbótinni. „Ég er undir feldi,“ segir hún. „Það er alla vega búið að taka frá mér gleðina við að taka við þessu og það er spurning með heiðurinn.“ Hún segir að ákvörðun sín muni byggjast á því hvað hún telji að sé verðlaununum fyrir bestu í framtíðinni. Steinunn segist ekki geta fall- ist á það að meðhöndlun málsins hafi verið ólýðræðisleg. Þvert á móti gagnrýnir hún Karl Tómas- son, fulltrúa minnihlutans, fyrir að hafa brotið trúnað innan nefnd- arinnar. „Hann var ekki sáttur við niðurstöðuna og fer þess vegna að segja frá því hvað hver sagði um hvern innan nefndarinnar,“ segir Steinunn. „Mér finnst það mjög ósiðlegt af nefndarmanni sem sit- ur í nefnd sem á að sjá um svona viðkvæm mál að brjóta trúnað á þennan hátt.“ ■ DÓMSMÁL Kristján Viðar Júlíus- son, áður Viðarsson, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkams- árás. Kristján Viðar réðst á fyrr- verandi sambýliskonu sína árið 2001. Kristján Viðar sló konuna margsinnis í andlitið, höfuð og lík- ama. Einnig sló hann höfði hennar utan í vegg, auk annara misþyrm- inga. Árið 2002 veittist hann að konunni með ofbeldi. Hann skar konuna á háls með þeim afleiðing- um að slagæð og bláæð skárust í sundur. Einnig skar hann á vinstri augabrún og handleggsbraut hana á hægri handlegg fyrir ofan oln- boga. Kristján Viðar er talinn sak- hæfur. Hæstiréttur dæmdi hann í fimm og hálfs árs fangelsi og mildaði dóm Héraðsdóms Reykja- víkur sem hafði dæmt hann í sjö ára fangelsi. Kristján Viðar hefur áður hlotið refsidóma. Hann var annar af tveimur sem hlutu þyngstu dómana í Geirfinnsmál- inu, eða sextán ára fangelsi. Hæstiréttur taldi að líta þyrfti á að síðast hafi hann hlotið dóm fyr- ir tuttugu og þremur árum. ■ STEINUNN MARTEINSDÓTTIR Á HULDUHÓLUM Segist aldrei hafa sóst eftir því að verða bæjarlistamaður. Hún segir óráðið hvort hún muni taka við nafnbótinni. Nýtilnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar: Búið að taka frá mér gleðina AP /M YN D TEKJUR MIÐAÐ VIÐ LANDSFRAMLEIÐSLU Tekjur íslenska hagkerfisins af viðskiptum og þjónustu við varnarliðið hafa farið lækkandi síðustu ár og eru nú hlutfallslega í lágmarki. FÆKKUN Í MANNAFLA Hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 1990 og íslenskir starfsmenn varnarliðsins eru tæplega 200 færri en þá. 1970: 2,6% 1975: 1,6% 1983: 3,3% 1988: 2,0% 1990: 2,6% 1990: 1.086 1995: 951 2001: 870 2003: 897 1990: 3.294 1995: 2.149 2001: 1.898 2003: 1.946 1997: 2,1% 2002: 1,5% Fjöldi hermanna Fjöldi íslenskra starfsmanna MARGVERÐLAUNUÐ Diana Krall er söluhæsti djasssöngvari heims um þessar mundir. Diana Krall í Höllinni: 700 miðar þegar seldir TÓNLEIKAR Þegar hafa selst 700 mið- ar á tónleika kanadísku djasssöng- konunnar Diana Krall, sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 9. ágúst. Formleg miðasala hefst á mánu- daginn en í gær voru seldir miðar til M12 áskrifenda Stöðvar 2 og voru undirtektirnar framar von- um. Einar Bárðarson, sem stendur fyrir tónleikunum, segir að fyrstu 300 miðarnir hafi selst á 20 mínút- um. Hann segir Krall vera marg- faldan Grammy-verðlaunahafa og söluhæsta djasssöngvara heims um þessar mundir. Alls verða seldir 2.500 miðar á tónleikana, allir í sæti, og miðinn kostar 4.900 krónur. ■ Hæstiréttur Íslands: Fimm og hálft ár fyrir tilraun til manndráps HÆSTIRÉTTUR Maðurinn var annar af tveimur sem hlutu þyngstu dómana í Geirfinnsmálinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.