Fréttablaðið - 13.06.2003, Page 19

Fréttablaðið - 13.06.2003, Page 19
hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 JÚNÍ Föstudagur Þetta byrjaði allt hjá einum afstarfsmönnum Klepps sem fékk þá hugmynd að það væri sniðugt að halda einhvers konar sumargleði. Það má segja að hugmyndin hafi síðan undið upp á sig. Lendingin varð sú að ráðist var í samstarfsverkefni Dvalar, Geðhjálpar, Hins Hússins, Klúbbsins Geysis, Vinjar og Iðjuþjálfunar Klepps og við Hringbraut. Það varð því til sumarhátíð sem við nefnum Lykil að betri framtíð,“ segir Guðrún Dadda Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi á Kleppi, einn af liðsmönnum undirbúnings- hópsins. Á hátíðinni verður boðið upp á skemmtiatriði og fólki gefst kostur á því að selja sinn eigin varning eða sýna, þar sem eitt af markmiðunum hátíðar- haldanna er að skapa útimark- aðsstemningu. „Ástæðan fyrir því að þetta varð að samstarfsverkefni milli þessara staða er sú að það ríkja ákveðnir fordómar þeirra á milli. Við vildum með þessu opna umræðuna og efla þekkinguna. Einnig vildum við sanna fyrir okkur sjálfum að við gætum fengist við það verkefni að halda heila sumarhátíð án þess að hafa einhverja sérfræðinga á bak við okkur. Við höfum því sýnt og sannað að við getum allt ef við höfum trú á sjálfum okkur.“ Nafnið á hátíðinni hefur mikla merkingu fyrir aðstandendur há- tíðarinnar. „Nafnið á sumarhátíð- inni, Lykill að betri framtíð, sprettur út frá því að við þurfum öll að finna lykla sem opna fyrir okkur dyr. Þessar dyr geta síðan leitt okkur á veg betri framtíðar. Við vonumst einnig til að fólk sem kemur á hátíðina okkar upp- lifi með okkur þessa gleði og um leið velti fyrir sér hvernig það geti gert sína framtíð betri, jafn- vel með því að finna fleiri lykla,“ segir Guðrún. Hátíðin hefst klukkan 15 á Ingólfstorgi og stendur til klukk- an 18. Þeir sem munu koma fram eru meðal annars Páll Óskar og Monica, Einar Már Guðmunds- son, Magadansfélag Reykjavíkur og hljómsveitin Ber. Aðstandend- ur hátíðarinnar munu selja lykla henni til styrktar á sama tíma. Reykjavíkurborg er aðalstyrkt- araðili hátíðarinnar og borgar- stjórinn Þórólfur Árnason er verndari hennar. ■ 26 ■ HÁTÍÐARHÖLD Lykill að betri framtíð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ ■ NÁMSKEIÐ  11.00 Haldið verður námskeið fyrir börn í dansi og frjálsri hreyfingu í Norræna húsinu. Börnin koma síðan fram á sýningu næsta dag á Stóru norrænu fílasýningunni. Kennd verð- ur leikræn tjáning á hreyfingum fílsins og samspili. Börnin fá líka að reyna sig í nútímadansi, jassballett, stepp- dansi, söng og hljóðum. Hilde Mue Høiesen frá Noregi er leiðbeinandi á námskeiðinu.  13.00 Árbæjarsafn býður upp á stutt námskeið fyrir foreldra og börn, eða afa og/eða ömmu og barnabörn í flugdrekagerð. Ætlast er til að börn komi í fylgd með fullorðnum. Nám- skeiðið stendur til kl. 16. ■ ■ FUNDIR  15.00 Anne Gold, kennari við Institute of Education, University of London, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í dag. Fyrir- lesturinn, sem ber heitið Piggy in the Middle: Middle Managers, Emergent Leaders or Prospective Senior Leaders?, verður haldinn í salnum Bratta í Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. ■ ■ SÝNINGAROPNANIR  20.00 Opnun á þremur sýning- um í Listasafni Reykjarvíkur – Hafn- arhúsinu. Opnaðar verða sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Opnun á sýningunni Hvað viltu vita? Sýningin er á vegum Þjóðskjala- safns Íslands og Menningarmiðstöðv- arinnar í Gerðubergi. Sýningin er byggð að nokkru leyti á skjölum frá 18. og 19. öld sem varða jörðina í Breiðholti og íbúa þar. Jafnframt er varpað ljósi á þró- un Breiðholts fram til dagsins í dag í máli og myndum. ■ ■ SKEMMTANIR  15.00 Sumarhátíð á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni “Lykill að betri fram- tíð.“ Á hátíðinni verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og meðal þeirra sem koma fram eru Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Ellen Kristjánsdóttir og Páll Óskar & Mónika. Kynnir er Edda Björgvinsdóttir. Á svæð- inu verður götumarkaður þar sem fólki býðst að koma og selja eða sýna vörur sínar eða list sér að kostnaðarlausu. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Allir á svið sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið er eftir Machael Frayn.  20.00 Leikritið Veislan sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Verkið er eftir Thomas Vinterberg, og Mogens Rukov en leik- gerð er í höndum Bo hr. Hansen. Veisl- an er sýnd í Smíðaverkstæðinu.  20.00 Öfugu megin uppí sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið er eftir Derek Benfield en um síðustu sýningu er að ræða.  20.00 Harmur Patreks sýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Verkið er eftir Auði Haralds. ■ ■ TÓNLIST  20.00 Hnúkaþeyr spilar á Björtum dögum í Hafnarfirði. Blásaraoktettinn skipa Ármann Helgason og Rúnar Ósk- arsson á klarinett, Eydís Franzdóttir og Petar Topkins á óbó, Anna Sigurbjörns- dóttir og Ella Vala Ámannsdóttir á horn, Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jakobs- dóttir á fagott. Tónleikarnir eru í Hafnar- fjarðarkirkju.  20.30 Kórtónleikar í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Kórar Reykjahlíðarkirkju og Skútustaðakirkju koma fram en stjórnandi er Valmar Väljaots og á píanó spilar Jaan Alavere. Einnig syngja kór Húsavíkurkirkju undir stjórn Judit György við undirleik Aladár Rácz og Kvennakór Akureyrar undir stjórn Björns Leifssonar. Um kvöldið verður hlöðuball í Vogafjósi.  Ain’t Misbehavin´ á Café Cultur. Andrea Gylfadóttir, Seth Sharp og Davíð Þór Jónsson flytja meðal annars lög úr söngleiknum Ain’t Misbehavin´ sem frumsýndur verður í Loftkastalanum í ágúst.  Hljómsveitin Spútnik spilar í Mekka Sport.  Hljómsveitin Stuðmenn spila á Nasa við Austurvöll.  Hljómsveitin Fjandakornið leikur á Café Amsterdam.  Hljómsveitin Úlfarnir kemur að norðan og leikur á Kringlukránni.  Diskórokktekið & plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur spilar á Billabarnum Seyðisfirði.  Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara í Ögri.  80s partý með Johnny Dee í Leik- húskjallaranum. ■ ■ SÝNINGAR  Hollenska myndlistarkonan Dorine van Delft sýnir í SÍM húsinu Hafnar- stræti 16 í Reykjavík. Sýningin ber nafn- ið Will Hydrogen Effect You?  Höggmyndalistamaðurinn Teddi (Magnús Th. Magnússon) verður með sýningu á viðarhöggmynd- um á vinnustofu sinni til 1. júlí. Vinnu- stofan er á horni Skúlagötu og Klappar- stígs.  Díana Hrafnsdóttir og Elva Hreið- arsdóttir eru sýningu á grafíkverkum í Óðinshúsi á Eyrarbakka. Sýningin nefn- ist hafsýnir og verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl.12-18. Sýningin stendur til 29. júní.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður sýnir um þessar mundir kirkju með 2000 augum á samsýningu ungra lista- manna í Hafnarborg í Hafnarfirði.  Sýning Claire Xuan í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Listakonan kynnir þar myndverk sín og ljósmyndir og fimmtu ferðdagbók sína, Ísland.  Sýning á verkum Jóns E. Gunnars- sonar listmálara á Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Sýningin verður opin til 23. júní á opnunartíma safnsins, alla daga frá kl. 13 til 17. Jón sýnir vatnslitamyndir sem tengjast strönd og hafi á einn eða annan hátt.  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16.  Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svarthvítar ljósmyndir á Mokka við Skólavörðustíg. Myndirnar eru teknar í Slóveníu , Bandaríkjunum, Portúgal og á Kúbu á árunum 2000 til 2002. 5. hæð Apótek - bar - grill opnum í kvöld kl. 23.00 Seiðandi staður 13. JÚNÍ HÓPURINN Hópurinn stendur að hátíðarhöldum á Ingólfstorgi í dag milli 15 og 18. Sköpuð verður útimarkaðsstemn- ing og ótal listamenn koma fram. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR É g myndi byrja daginn á því aðfara með 5 ára dóttur mína á námskeið fyrir börn í dansi og frjálsri hreyfingu, þar sem hún fengi góða útrás fyrir hreyfiþörf sína í tengslum við Stóru norrænu fílasýninguna,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmála- fræðingur. „Að því loknu færi ég á sýninguna um Breiðholtið í Gerðarsafni. Mér finnst saga þessa hverfis í Reykjavík sér- staklega áhugaverð og myndi gjarnan vilja fá betri innsýn í það sem helst er markvert í þróun þess. Áfram myndi ég halda mig innan borgarinnar, enda fátt skemmtilegra en að njóta hennar á svona menningardegi. Sýningin Reykjavík í hers höndum er merkilegt samstarfsverkefni Borgarskjalasafns, Íslenska stríðsárasafnsins og Þórs Whitehead sagnfræðings. Hana myndi ég vilja skoða og gera þar eiginmanninn að sérstökum leið- sögumanni, enda hefur hann svo oft sagt mér frá fróðlegum og skemmtilegum fyrirlestrum Þórs í sagnfræðinni í HÍ. Að því loknu myndi ég bregða mér út fyrir borgarmörkin og heimsækja Listasafn Árnesinga til að skoða sýningu Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar. Ég er afar hrif- in af verkum Kristjáns og myndi eyða góðum tíma í að láta mig dreyma um að hans fallega mynd- list væri á mínum eigin veggjum. Svo væri gaman að enda daginn á því að taka nokkur létt dansspor við undirleik Stuðmanna með stórsöngvarann Egil Ólafsson í fararbroddi, áður en gengið væri út í bjarta reykvíska sumarnótt- ina og það merkasta úr menning- arveislu dagsins rifjað upp.“  Val Hönnu Þetta lístmér á! ✓ 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.