Fréttablaðið - 13.06.2003, Qupperneq 32
39FÖSTUDAGUR 13. júní 2003
Rúnar Kristinsson er fyrstur ís-lenskra knattspyrnumanna til
að leika hundrað landsleiki. Hann
hyggst í haust hætta að leika með
íslenska landsliðinu. „Það er auð-
vitað fiðringur í manni eftir svona
sigurleik, en ég reikna með að
verða kominn niður á jörðina eftir
nokkra daga. Þá fer ég að hugsa
skýrar aftur og reikna með að
halda mig við þá ákvörðun sem ég
er búinn að taka. Við verðum bara
að sjá til,“ segir Rúnar. Hann
hyggst reyna að verja meiri tíma
með fjölskyldunni, eiginkonu
sinni og tveimur börnum. Sonur-
inn er átta ára og kominn á kaf í
fótbolta, en dóttirin er tveggja.
„Starfinu fylgja mikil ferðalög og
maður reynir að verja tíma með
fjölskyldunni þegar maður hefur
tök á því. Það fer mikill tími í
mína vinnu og fjölskyldan þarf að
fórna miklu fyrir mig. Nú er kom-
in tími til að ég skili einhverju til
baka.“ Hann segist vera mikill
fjölskyldumaður. „Þetta er líf
manns og yndi, konan og börnin.“
Rúnar segir að þeim líki vel í
Belgíu þar sem hann leikur með
Lokeren. Belgar séu ljúft og þægi-
legt lífsnautnafólk. Félagar hans í
liðinu eru miklir golfarar og Rúnar
segist reyna að skjótast með þeim
á golfvöllinn þegar færi gefst. „Sá
tími gefst ekki mjög oft, þannig að
ég er ekki orðinn mjög góður.“
Hann segist þó stundum fá færi á
því þegar rólegt er í fótboltanum
og búið að keyra börnin í skólann.
Margir knattspyrnumenn hafa
orðið frambærilegir golfarar.
„Flestir strákarnir í landsliðinu
grípa í þetta líka. Þeir sem eru góð-
ir í einni boltaíþrótt eru oft fljótir
að ná tökum á annarri.“
Rúnar segir að þótt mikil
ferðalög fylgi starfinu dragi það
ekkert úr honum að ferðast með
fjölskyldunni. „Við reynum að
nýta okkur dvölina hérna og
hversu miðsvæðis við erum. Við
notum því lausar helgar til þess að
ferðast.“ París, London og
Amsterdam eru við bæjardyrnar
og um að gera að nýta sér það. ■
RÚNAR KRISTINSSON
Búinn að leggja sitt af mörkum og ríflega
það fyrir íslenska landsliðið. Mikill fjöl-
skyldumaður sem vill hafa meiri tíma fyrir
konuna og börnin.
Fjölskyldan líf manns og yndi
Persónan
RÚNAR KRISTINSSON
■ er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands.
Hann hyggst draga sig í hlé og verja
meiri tíma með fjölskyldunni. Og kannski
spila pínu meira golf.
Rithöfundar
framtíðar
NÁMSKEIÐ Þessa dagana stendur
yfir námskeið í ritsmíðum í öllum
deildum Borgarbókasafns
Reykjavíkur. Ritsmiðjan er nám-
skeið í skapandi skrifum fyrir 8 til
12 ára börn.
Leiðbeinendur eru Kristín
Steinsdóttir, Margrét Lóa Jóns-
dóttir, Herdís Egilsdóttir og Birg-
ir Svan Símonarson, rithöfundar
og kennarar, svo og starfsmenn
Borgarbókasafns.
Um það bil 100 börn eru á nám-
skeiðunum, sem eru ókeypis. Af-
raksturinn er persónubundinn,
sum hafa einbeitt sér að örsögum,
önnur hafa verið að skrifa ljóð og
enn önnur hafa lagt áherslu á æv-
intýri. ■
Nokkur ólga hefur verið íkringum svar Davíðs Odds-
sonar við hugmyndum George W.
Bush um að draga úr umsvifum
hersins á Miðnesheiði en svarið
var sent forsetanum bréflega án
þess að innihald þess væri borið
undir utanríkismálanefnd Alþing-
is. Vefritið glaðlynda
www.baggalutur.is telur sig hafa
komist yfir bréfið umdeilda og
birtir það í heild sinni á vefnum
en þar þrábiður Davíð Bush um
að taka ekki af sér flugvélarnar
þar sem landið þurfi á þeim að
halda til þess að vernda sig gegn
kommúnistunum í Færeyjum,
þýskum fálkaþjófum og norskum
fiskræningjum. Þá er Bush
varaður við því að Íslendingar
muni láta af stuðningi sínum við
baráttu Bush gegn Kínverjum og
hryðjuverkamönnum ef herinn
fer og honum því bent á að hann
standi frammi fyrir afdrifaríkri
ákvörðun.
Ungir jafnaðarmenn ætla aðskella sér í stórútilegu um
helgina og gera ráð fyrir miklu
fjöri enda telja þeir sig almennt
mikið stuðfólk og reikna því með
miklu húllumhæi. Þá eru ungir
jafnaðarmenn að eigin sögn mik-
ið náttúrufólk og „víla ekki fyrir
sér að sofa á harðri jörðinni í
nafni kameraderís.“ Stefnt er að
því að hópurinn komi saman í
Húsafelli og dvelji þar í sólar-
hring. Á dagskránni er meðal
annars Golfmót Ungra jafnaðar-
manna þar sem dæmt verður eft-
ir frammistöðu, búningum og
framkomu. Þá stendur til að
grilla og keppa í vangadansi. Nú-
verandi vangadansmeistarar,
Bryndís Nielsen og Sverrir Jóns-
son, hafa tekið að sér að dæma í
keppninni.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að í dag er
föstudagurinn þrettándi.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
3-0 fyrir Ísland.
Quarashi.
Fréttiraf fólki