Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 18
FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 stærðir: 36-44 stærðir: 42-56 Full búð af frábærum sumartilboðum Það er spenna og mikill áhugifyrir þessu,“ segir Gunnur Vil- borg Guðjónsdóttir, verslunar- stjóri Pennans Eymundssonar í Austurstræti. Ný bók Hillary Clinton, „Living History“, kom í búðina á þriðjudag og hafa viðtök- urnar verið mjög góðar. Að sögn Gunnar sýnir mjög breiður hópur bókinni áhuga, bæði karlar og konur. „Þetta er fólk frá 25 ára aldri og upp úr,“ segir Gunnur. Hún segir þó konur af yngri kynslóðinni einna áhuga- samastar um líf Hillary. „Það stoppa mjög margir við og skoða bókina,“ segir Gunnur, en líf og fjör er í versluninni. „Þetta er svona eins og upphitun fyrir Harry Potter-æðið.“ ■ PENNINN EYMUNDSSON Fólk á öllum aldri hefur sýnt bók Hillary mikinn áhuga síðan hún kom í verslanir. Góðar viðtökur við bók Hillary hjá Eymundssyni: Spenna og áhugi milljónir áhorfenda og í kjölfarið fylgdu CSI með 14,7 milljónir og CSI:Miami með 13,7 milljónir áhorfenda. Hillary fjallar mest um árin átta sem hún eyddi í Hvíta húsinu en fjölmiðlaumræðan um bókina ber þess órækt vitni að það eru ekki síst viðbrögð hennar við sambandi Bill Clinton og Monicu Lewinsky sem hinn almenni lesandi er að sækjast eftir. Þetta mikla áhorf á viðtal Barböru Walters við forsetafrúnna fyrrverandi sýnir einnig svo ekki verður um villst að Hillary stendur enn í skugga Monicu en þegar Walt- ers spjallaði við hana árið 1999 fylgdust 48,5 milljónir með. Hillary ræddi bókina við Larry King á CNN á þriðjudaginn og þar sagðist hún vonast til þess að boð- skapur sinn, um að hver og einn verði að lifa sínu lífi samkvæmt eigin sannfæringu, þora að standa einn og miða alla ákvarðanatöku við það hvað henti manni sjálfum best hverju sinni, kæmist til skila til lesenda. Hillary kemst vitaskuld ekki hjá því að gera upp við Bill og Monicu í bókinni en lætur aðrar hneykslis- sögur um kvennamál Clintons lönd og leið. Þannig minnist hún hvorki einu orði á samband Clintons og Gennifer Flowers né ásakanir Paulu Jones, um kynferðislega áreitni, á hendur forsetanum en það mál var leyst með 850.000 dollara sáttatilboði árið 1998. Hillary sagðist aðspurð hjá Larry King ekki hafa séð ástæðu til þess að fjalla um þessi mál „þar sem það er í raun eiginmanns míns að segja þessar sögur. Þessi mál voru öll rannsökuð ofan í kjölinn auk þess sem ég er enn á þeirri skoðun að hver manneskja eigi rétt á einhvers konar persónulegri frið- helgi.“ Hillary sneri sér einnig fim- lega undan spurningum Kings um Monicu þannig að þeir sem vilja vita meira verða að glugga í bókina. Aftur í Hvíta húsið? Ritdómari The New York Times er bærilega sáttur við „Liv- ing History“ en finnur að því hvernig Hillary skautar framhjá fyrrgreindum kvennamálum for- setans og segir hana gera líf sitt upp með dæmigerðum spjall- þáttafrösum. Hann greinir tvö leiðarminni í bókinni; annars veg- ar síbreytilega hárgreiðslu for- setafrúarinnar fyrrverandi og hins vegar tilhneigingu hennar til þess að hnýta í pólitíska andstæð- inga sína og kenna þeim um ófar- ir eiginmannsins. Hann lætur einnig að því liggja að með bókinni sé hún að gera lokatilraun til þess að gera Mon- icuhneykslið upp, ef til vill þar sem hún vilji jarða það áður en hún byrjar að undirbúa framboð sitt til embættis forseta Banda- ríkjanna. Sjálf segir Hillary ekk- ert til i því að hún renni hýru auga til Hvíta hússins og nú síðast hafnaði hún þessu alfarið hjá Larry King með þeim orðum að hún hafi engar fyrirætlanir um slíkt þessa stundina. Svarið er að vísu galopið eins og gengur og gerist í pólitíkinni og framtíð þessarar kjarnakonu sem hefur staðið af sér nokkur fárviðrin er því óljós og í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar og vin- sældanna bókarinnar er líklega ómögulegt að segja til um hvað hún tekur sér fyrir hendur næst. thorarinn@frettabladid.is HILLARY CLINTON Öldungardeildarþingmaðurinn og fyrrum forsetafrúin gerði stormandi lukku þegar hún áritaði endurminningar sínar í verslun Barnes & Noble á Manhattan á mánudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.