Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 24
Þær eru snjallar rússnesku lesbí-urnar í Tatu, eða öllu heldur markaðsfræðingar þeirra. Frá því hljómsveitin var sett saman fyrir þremur árum hafa þær notað hvert tækifæri til að vefja hneyksluðum fjölmiðlum um fingur sér með óvenjulegum yfirlýsingum og djarfri sviðsframkomu, með tilætl- uðum árangri. Orðnar heimsfræg- ar stúlkurnar. En hvað með tónlistina? Er hún bara ómerkilegt aukaatriði í öllum skrípaleiknum? Alls ekki. Vissu- lega syngja Tatu júrópopp sem oft- ast nær jaðrar við að vera hallæris- legt. Lögin eru hins vegar afar grípandi og það reddar plötunni. Til dæmis eru tvö fyrstu lögin, Not Gonna Get Us og All the Things She Said, bæði fín popplög sem auðvelt er að dilla sér við. How Soon Is Now er síðan tvímælalaust svalasta lag plötunnar. Það voru helst Stars og Ne ver, ne boisia sem ekki féllu í kramið hjá mér þó svo að hið síðarnefnda hafi verið það ferskasta í Júró- visionkeppninni.....fyrir utan auð- vitað íslenska lagið. Textarnir snúast eins og við var að búast um forboðna ást þeirra Lenu og Júlíu, ungu lesbíanna í hinu miskunnarlausa nútímasam- félagi. Greyið stelpurnar. Freyr Bjarnason FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 31 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 MATRIX REL. kl. 5.30, 8, 10.30 b.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8.30 og 11 kl. 6. 8 og 10 ANGER MANAGEMENT IDENTITY kl. 6, 8 og 10 bi 16 WIEW FROM THE TOP kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10 bi 16. ára Umfjölluntónlist Forboðin ást TATU: 200 Km/h in the Wrong Lane Bandaríska kvikmyndastofnuninverðlaunaði í gær leikarann Ro- bert De Niro fyrir vel unnin störf á ferlinum. Athöfnin fór fram á heimili Óskarsverðlaun- anna, Kodak Theat- er í Los Angeles. Það var leikstjórinn Martin Scorsese sem afhenti félaga sínum verðlaun- in eftir dýrlegan málsverð. Nicole Kidman hefur samþykkt aðleika í sannsögulli mynd sem fjallar um breska konu sem fór í hjálparstarf í Súdan. Þar varð hún ást- fangin af háttsettum hermanni á meðan borgarastyrjöldin stóð sem hæst. Myndin kemur til með að heita „Emma’s War“ og verður leikstýrt af Tony Scott. Fyrrum glyspopparinn Adam Antvar lagður tímabundið inn á geð- deild á fimmtudag eftir að hann tók æðiskast og braut rúður hjá ná- granna sínum. Popparinn hefur átt við geðtruflanir að stríða síðustu árin og hefur komist í kast við lög- in vegna reiðikasta sinna. Guðfeður raftónlistarinnar,Kraftwerk, gefa út nýja smá- skífu á sama degi og hjólreiða- keppnin Tour de France hefst í byrjun júlí. Um er að ræða nýja út- gáfu lagsins „Tour de France“ en síðar í mánuðinum kemur út breið- skífa sem á verða nokkur ný lög. Lars Ulrich, trommari Metallica,opinberaði ást sína á hljómsveit- unum The White Stripes og The Datsuns í nýlegu viðtali við NME, sem hann segist vera áskrifandi að. Ulrich reynir nú hvað hann getur að sannfæra The Datsuns um að koma með Metallica í tónleikaferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.