Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 23
13. júní 2003 FÖSTUDAGUR30 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 9 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 6. 8 og 10RESPIRO OLD SCHOOL powersýning kl. 10,15 og 12,30 kl. 3.45 5.50. 8. 9.05, 10.15, 11.20, 12.30 Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15, 12.30 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16 kl. 8 og 10 b.i. 12 Sýnd kl. 5.45, 8, og 10.15 b.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 8.30 og 11 kl. 5,45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN kl. 5, 8 og 10.40 bi 12 SKÓGARLÍF 2 kl. 3.45 Fréttiraf fólki TÖLVULEIKIR Skjálfti er tölvuleikja- mót Símans internet og Huga.is. Mótið var fyrst haldið í desember 1998 og hefur verið haldið fjórum sinnum á ári síðan. Keppnin er haldin í íþróttahúsi HK í Kópavogi í þetta sinn. Keppendur koma sjálfir með tölvur, en innanhúsnet- ið og rafmagn sjá mótshaldarar um. „Aðsókn á mótið er gífurleg og mun færri komast að en vilja. Skjálfti hefur stækkað með hverri keppni og núna eru 528 keppendur. Skráningu lýkur venjulega hálf- tíma til þremur korterum eftir að hún hefst. Við fáum um 70 skrán- ingar bara fyrstu mínútuna,“ full- yrðir Árni. „Við erum í raun búnir að sprengja þessa stærð húsnæðis utan af okkur, vandamálið er bara að það er ekki mikið um stærri byggingar hérlends.“ Á Skjálfta er keppt skipulega í fimm leikjum; Counter-Strike, Quake 2, Quake 3, Day of Defeat og Warcraft 3, þótt mótsgestir spili fjölmarga aðra leiki á meðan á mót- inu stendur. „Nafnið er upphaflega komið til sem bein þýðing á „qu- ake“ sem var árið 1998 vinsælasti leikurinn í fjölspilun, en núna eru í kringum 70% keppenda að spila Counter-Strike svo Skjálftanafnið hefur í raun eignast sjálfstætt gildi. Mikið til sama fólkið spilar svo Quake 2 og 3 og einhver slæð- ingur stundar Warcraft 3.“ Count- er-Strike, Day of Defeat og Quake- leikirnir eru allir fyrstu persónu skotleikir, en Warcraft er víðfræg- ur herkænskuleikur. Aldur keppenda er á bilinu 15- 30 ár, en stærsti hluti þeirra er á menntaskólaaldri, langmest drengir. „Fólk kemur hvaðanæva að af landinu, fáum oftast rútu frá Akureyri og Ísfirðingar eru venjulega duglegir að mæta, til dæmis. Við erum með svefnpoka- pláss á staðnum fyrir þá sem koma utan af landi.“ Mótsgjaldið er 3.500 krónur, eða 2.500 handa þeim sem eru í leikjaáskrift Sím- ans. „Það verður enginn ríkur á að halda svona mót, en auðvitað viljum við ekki koma út í mínus svo næsti Skjálfti fari ekki í vask- inn.“ Árni er ekki á því að hasarleik- ir og Skjálfti ali á ofbeldishneigð. „Mótið fer iðulega fram af mikl- um drengskap og í rólegheitum. Þó að þessir leikir geti verið raun- verulegir hentar það oftast illa í keppni, keppendur draga oft úr gæðum grafíkurinnar til að eiga hægar með að spila leikina á góð- um hraða og án truflana.“ Skjálfti er nú haldinn í 20. sinn og hefur full aðsókn verið á mótið til lengri tíma.“Það gengur mjög vel og vonandi getum við haldið þessu áfram um ókominn tíma.“ ■ Skjálfti í aðsigi Skjálfti er landsins stærsta tölvuleikjamót og fer fram í 20. skipti nú um helgina. Fréttablaðið setti sig í samband við Árna Kjartansson, starfsmann Landssímans og einn skipuleggjenda mótsins, af því tilefni og spurði hann nánar út í fyrirbærið. Hljómborðsleikari Lands & Sona,Njáll Þórðarson, hefur sagt skilið við sveitina. Ástæðan mun vera breyttar áherslur í einkalífi hans. Hinir fjórir liðs- menn sveitarinnar ætla að halda áfram án þess að bæta við sig nýjum manni. Nýtt lag sveit- arinnar „Von mín er sú“ á nú gífurleg- um vinsæld- um að fagna og stefnir í sum- arslagara. Njalli var upphaflega í Vinum vors og blóma og gekk til liðs við sveitina í apríl 1998. Í nýjasta hefti Future Music færíslenska rafsveitin Worm Is Green frábæra dóma fyrir plötu sína „Automagic“. Einkunnin er átta af tíu mögulegum. Sveitinni er hrósað sérstaklega fyrir safaríkar söngraddir og lagauppbyggingar. Plötunni verður dreift um víðan heim á næstu vikum. Leikarinn Harrison Ford hefurverið beðinn um að vera rödd Bob the Builder, eða sem á íslen- sku kallast Bubbi byggir, í kvik- myndaútfærslu á barnaþáttunum vinsælu. Starfið ætti að vera viðeigandi þar sem Ford starfaði sem smiður áður en hann sneri sér alfarið að kvikmynda- leik. Tveggja ára gamall sonur unn- ustu hans, Calistu Flockhart, er víst mikil aðdáandi þáttanna og mun það vera ein helsta ástæða þess að Ford vilji taka að sér hlutverkið. Nýja Radiohead-platan stefnir íþað að slá sölumet í Bretlandi. „Hail to the Thief“ seldist í 60 þúsund eintökum þar í landi á aðeins tveimur dögum. Ef hún held- ur áfram að seljast jafn vel gæti hún slegið met Coldplay, sem seldi 260 þús- und eintök af „Rush of Blood to the Head“ í fyrstu vikunni. Radiohead- platan seldist betur en næstu fimm plötur á topp 10 listanum, en þar á meðal var Metallica með nýju plöt- una sína „St. Anger“. Meira um íslenska raftónlist,sem virðist vera í blóma þessa dagana. Út var að koma safnskífa hjá Cactus Island Records, sem er ungt útgáfufyrirtæki á Bret- landseyjum. Þar er meðal annars að finna lög eftir íslensku lista- mennina Skurken, Frank Murder, Chico Rockstar og Commander. Áhugi fyrir raftónlist hefur farið stöðugt vaxandi upp á síðkastið og hefur tónlist frá Íslandi í þeim geira alltaf verið í hávegum höfð. SKJÁLFTI 4, 2002 Tölvu við tölvu berjast keppendur sín á milli í rökkrinu. Eða þá spjalla saman og skiptast á stafrænu efni. COUNTER-STRIKE Vinsælasti leikurinn á Skjálfta um þessar mundir, eins og í heiminum öllum, en 10 milljónir manna spila hann daglega. TÓNLIST Dave Gahan, aðalsöngvari poppsveitarinnar Depeche Mode, sem átti sitt blómaskeið á níunda áratugnum, er ekki ánægður með það hlutverk sem hann hefur í hljómsveitinni, og segist ekki munu haldast þar við nema hann fái aukna hlutdeild í lagasmíði bandsins. Hann gaf nú nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Paper Mon- sters, en í Depeche Mode hefur hann einungis hlutverk söngvara. Dave segir að framtíð sveitarinnar ráðist því í raun algjörlega af því hvort Martin Gore, lagahöfundur sveitarinnar, sé tilbúinn til að opna sig fyrir því að tónlistarsköpunin verði samstarfsverkefni. „Ég veit bara að hlutirnir munu ekki ganga eins fyrir sig og áður, ég vil hafa meira að segja um gerð nýrra laga,“ var haft eftir Dave. Hann segir að það hafi tekið sig langan tíma að átta sig á því að hann gæti einnig verið skapandi, enda leit hann bara alltaf á sig sem söngvara: „Martin sagði mér meira að segja oft nákvæmlega hvernig ég ætti að syngja suma hluta, mér leið oft eins og hljóðfæri sem aðrir spiluðu á. Martin verður að breytast til að hljómsveitin gangi upp.“ ■ Ágreiningur: Depeche Mode að liðast í sundur? DEPECHE MODE Áttu fjölmörg vinsæl lög fyrir 20 árum en eru enn að Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.