Fréttablaðið - 13.06.2003, Page 7
FJÁRDRÁTTUR Stjórnendur Símans
gerðu í gær grein fyrir stöðunni í
rannsókn á fjárdráttarmáli aðal-
féhirðis fyrirtækisins sem hand-
tekinn var eftir að Skattstjórinn í
Reykjavík spurðist fyrir um lán-
veitingu til fyrirtækisins Alvöru
lífsins. Síminn hafði lagt fyrir-
tækinu til 130 milljónir króna án
þess að nokkrir pappírar fyndust
yfir þau viðskipti í bókhaldi Sím-
ans. Alls er talið að fjárdrátturinn
nemi 250 milljónum króna en
Landssímamenn útiloka ekki að
sú upphæð eigi enn eftir að hækka
þar sem rannsókn er ekki lokið.
120 milljónum króna dreifði aðal-
gjaldkerinn „eftir eigin geðþótta“
eins og það er orðað af stjórnend-
um Símans.
Strax og málið kom upp þann
19. maí viðurkenndi gjaldkerinn
stórfellt auðgunarbrot sem stóð á
árabilinu 1999 til ársins 2003 eða
allt fram á síðustu daga hans í
starfi. Nú er komið á daginn að
um stærsta fjárdráttarmál Ís-
landssögunnar er að ræða.
Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Símans, gerði í gær grein
fyrir því með hvaða hætti Svein-
björn Kristjánsson aðalgjaldkeri
náði að draga sér svo mikið fé á
fjögurra ára tímabili án þess að
samstarfsmenn eða eftirlitsaðilar
yrðu þess varir. Brynjólfur lýsti
því að Sveinbjörn hefði haft næga
þekkingu til að bera til að hylja
slóð sína um árabil.
Fjölbreyttar aðferðir
Aðferðir Sveinbjörns við fjár-
dráttinn voru fjölbreyttar en hann
breytti meðal annars textaskrám
þannig að í stað þess að greiða
fyrirtæki A inn á reikning þá fór
upphæðin inn á fyrirtæki B.
Þannig segja stjórnendur Símans
að svo hafi virst sem allt væri
með felldu í bókhaldi félagsins
þar sem upphæðum var breytt
eftir að upphæðir voru skráðar í
bókhald. Þannig velti aðalgjald-
kerinn upphæðinni á undan sér án
þess að bókhaldskerfið yrði þess
vart. Gjaldkerinn notaði aðrar að-
ferðir svo sem að gefa út tékka,
nýta sér gengismun, millifæra fé
á biðreikninga og stela reiðufé úr
sjóðum. Stjórnendur Símans
segja aðferðir hans hafa verið
margslungnar og óhefðbundnar
og brotin framin í skjóli þess
mikla trausts sem hann naut með-
al samstarfsmanna. Þá vekja
Landssímanenn athygli á því að
velta félagsins sé um 18 milljarð-
ar króna á ári og í bókhaldinu séu
milljónir fylgiskjala sem geri alla
bókhaldsendurskoðun erfiða. All-
ar greiðslur frá aðalgjaldkeran-
um verða raktar og Síminn mun
gera endurkröfur á þá aðila sem
fengu peningana.
Vissu um einkarekstur
Eins og Fréttablaðið greindi
frá var það á vitorði starfsfólks
Símans að Sveinbjörn hefði staðið
í umfangsmiklum einkarekstri.
Sveinbjörn á aðild að mörgum
einkahlutafélögum og hefur verið
viðloðandi veitingahúsarekstur.
Yfirmenn hans ræddu þetta mál
við hann og lyktir urðu þær að í
upphafi þessa árs lofaði aðalgjald-
kerinn að láta af einkarekstri.
Forstjóri Símans segir að þessi yf-
irlýsing hafi verið skrifleg og í
samræmi við siðareglur Lands-
símans.
Fram kom í máli forstjórans að
Sveinbjörn hefði tekið sér stopul
frí en ekki samfelld sumarfrí eins
og venjan er. Þannig mun Svein-
björn hafa gætt þess að vera
aldrei í fríi um mánaðamót þegar
hann þurfti með kerfisbundnum
hætti að fela fjárdráttinn. Af
þessu má ráða að hann hafi talið
sig þurfa með reglubundnum
hætti að fela slóð sína, en fjár-
drátturinn stækkaði með hverju
árinu sem leið.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Stjórnendur Símans hafa þegar
gripið til ýmissa aðgerða til að
fyrirbyggja að mál sem þetta
komi aftur upp. Meðal þess er að
gert er ráð fyrir að verkefni verði
reglubundið flutt á milli manna.
Þá verður gerð sú krafa til starfs-
manna að þeir taki sér samfelld
orlof sem nái yfir mánaðamót.
Mál aðalgjaldkerans hefur orðið
til þess að endurskipulagningu
innan Landssímans, sem staðið
hefur frá því á síðasta ári, verði
flýtt. Þá verði aðgreining verk-
efna og starfa gerð skýrari. Þeir
aðilar sem sjá um varðveislu
eigna eða fjármuna munu hér eft-
ir ekki hafa aðgang að bókun á
gjalda- og tekjulykla. Vinnuað-
ferðir við afstemmingar verða
hertar, sem og reglur um meðferð
ávísana. Loks verða almennar
innágreiðslur til lánardrottna
stöðvaðar.
Ekki er ljóst hvenær lögreglu-
rannsókn á máli aðalgjaldkerans
lýkur. Jón H. Snorrason, yfirmað-
ur efnahagsbrotadeildar, segist
engu geta spáð um lok rannsókn-
arinnar.
rt@frettabladid.is
8 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR
■ StjórnmálVerkalýðsbaráttaí hnotskurn
Menn eru sein-
þreyttir til vand-
ræða og teygja sig
eins og hægt er.
Halldór Björnsson, varafor-
seti ASÍ, en ekki var gengið
hart eftir ársreikningum
verkalýðsfélagsins Harðar. DV, 12. júní.
Enda sæmilega
pennafær
Það stóð aldrei til
að stjórnarand-
staðan myndi
semja svarbréf
forsætisráðherra.
Guðmundur Árni Stefáns-
son. DV, 12. júní.
Afkomendur Egils
Drykkjusiðirnir eru að breytast,
en við eigum samt dálítið í land
ennþá.
Veitingamaður í miðborginni. DV, 12. júní.
Orðrétt
!
"
#!
$
% #&'(!))*
$)+
,-
Landsbankinn lækkar
verðtryggða vexti:
Samkeppnis-
hæfni aukin
VIÐSKIPTI Verðtryggð vaxtakjör
Landsbankans hafa verið lækk-
uð um 0,2 prósentustig, bæði á
innlánum og útlánum. Verð-
tryggðir kjörvextir bankans eru
nú 6,45% en voru áður 6,65%.
Ákvörðunin tekur gildi frá og
með 21. júní.
„Ávöxtunarkrafa verð-
tryggðra skuldbindinga á ís-
lenska markaðnum hefur verið
að lækka,“ segir Halldór J.
Kristjánsson bankastjóri. Hann
bætir einnig við að lausafjár-
staða Landsbankans sé afar rúm.
„Við sjáum þess vegna tækifæri
til þess að lækka vextina og auka
samkeppnishæfni bankans í út-
lánastarfseminni,“ segir Hall-
dór. ■
LANDSSÍMAMÁLIÐ
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans,
gerði í gær grein fyrir rannsókn á fjársvika-
málinu innan Símans.
250 milljóna fjárdráttur
Aðalgjaldkeri Símans uppvís að stærsta fjárdrætti Íslandssögunnar. Alvara lífsins fékk
130 milljónir og 120 milljónir runnu annað. Gjaldkerinn tók sér stopul frí.
Skikk verður komið á sumarleyfi starfsmanna.
1999
9
6
2000
6
8
2001
2
4
2002
3
5
2003
2
7
FJÁRDRÁTTURINN
Í MILLJÓNUM Á ÁRI
VILJA SKOÐA VAFAATKVÆÐI
Frjálslyndi flokkurinn hefur
óskað eftirþví við yfirkjör-
stjórnir allra kjördæma að full-
trúar flokksins fái að skoða
vafaatkvæði. Frjálslyndir hafa
óskað eftir því að kjörgögnum
verði ekki eytt, slíkt myndi tor-
velda þeim að leita réttarúr-
ræða.
HERINN BURT „Bandarísku her-
stöðvarnar á Íslandi hafa alltaf
virkað sem ól milli hunds og
húsbónda,“ segir í yfirlýsingu
Samtaka herstöðvaandstæðinga.
Herstöðvaandstæðingar skora á
stjórnvöld að hefja undirbúning
að brottflutningi hersins.
VIÐSKIPTI Grípa þurfti til sérstakra
ráðstafana þegar úrvalsvísitala
Kauphallarinnar fyrir tímabilið 1.
júlí til 31. desember var ákvörðuð.
Úrvalsvísitalan samanstendur af
fimmtán félögum af aðallista
Kauphallarinnar sem valin eru
eftir sérstökum reglum af aðal-
lista Kauphallarinnar.
Sú óvenjulega staða er nú uppi
að yfirtökutilboð er á nokkrum fé-
lögum á aðallista Kauphallarinnar
og telur Kauphöllin ekki hag í því
að velja þau félög í vísitöluna.
Meðal þeirra félaga sem komu því
ekki til greina í vísitöluna voru
Baugur og Olíuverslun Íslands.
Helstu breytingar á vísitölunni
eru þær að fjögur ný félög koma
inn í vísitöluna. Þau eru Fjárfest-
ingafélagið Straumur, Grandi, Og
Vodafone og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Þau félög sem aft-
ur á móti fara úr vísitölunni eru
Baugur, Ker, Tryggingamiðstöðin
og Búnaðarbankinn, sem var sam-
einaður Kaupþingi. Þar sem
Baugur dettur út er nú ekkert fé-
lag úr vísitölu þjónustu og versl-
unar í úrvalsvísitölunni. ■
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Kauphöllin telur ekki hag í
því að velja félög þar sem
myndast hefur yfirtökuskylda
í úrvalsvísitölu sína.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar mynduð:
Ekkert félag í þjónustu og verslun