Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 10
Ásgeir Sigurvinsson landsliðs-þjálfari er fæddur 8. maí 1955 í Vestmannaeyjum. Ásgeir er yngstur fjögurra bræðra og ólst upp úti í Eyjum. Hann var mjög ungur þegar hann hóf að leika knattspyrnu, fyrst með Knatt- spyrnufélaginu Tý og síðar með ÍBV. Átján ára gamall varð Ásgeir atvinnumaður í knattspyrnu, en árið 1973 var hann ráðinn til belg- íska liðsins Standard Liége sem hann lék með allt til ársins 1981. Frá Belgíu flutti hann sig um set til Þýskalands og lék þar fyrst í eitt ár með Bayern München. Hann var ekki ánægður með vist- ina þar og fór því árið 1982 til Stuttgart, sem hann spilaði með til ársins 1990. Á árum sínum með Stuttgart hlaut Ásgeir ýmsar við- urkenningar. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Þýska- landi árið 1984 og það sama ár varð Stuttgart þýskur meistari. Hann spilaði auk þess einu sinni til úrslita í Evrópukeppni félags- liða með Stuttgart. Eftir heimkomuna til Íslands hefur Ásgeir starfað sem kaup- sýslumaður. Hann hefur einnig starfað fyrir KSÍ og er stjórnar- maður í Stoke. Í byrjun maí tók hann síðan tímabundið við ís- lenska landsliðinu við fráhvarf Atla Eðvaldssonar. Ásgeir er gift- ur Ástu Vilhelmínu Guðmunds- dóttur fatahönnuði og eiga þau tvö börn. ■ Það er mannlegt að finnast að sásem verður valdur að dauða meðbróðurs síns eigi allt illt skilið. Krafan um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn virðist vera innbyggð í taugakerfi okkar. En löngunin til að fyrirgefa er einnig hluti af okkur. Hversu bættari erum við með því að hefna okkar á ódæðismönnum? Eig- um við ekki að gefa þeim annað tækifæri í stað þess að rústa lífi þeirra með langri fangelsisvist? Þar sem bæði þessi sjónarmið eru inn- gróin í menningu okkar er verkefni okkar að sætta þau og láta þá sátt virka í dómskerfinu. Fyrir skömmu reis enn ein for- dæmingaraldan vegna fangelsis- dóms yfir tveimur mönnum sem börðu ungan mann til ólífis í Hafnar- stræti. Dómurinn yfir mönnunum tveimur þótti allt of stuttur og nán- ast vanvirðing við líf mannsins sem þeir bönuðu. Það má til sanns vegar færa. Í raun er allur samanburður við lífið sem glataðist vanvirðing. Það var einstakt og með engu móti hægt að meta það til fjár, tímalengd- ar eða nokkurs skapaðs hlutar. Þar sem dauðarefsing viðgengst bíða ættingjar fórnarlamba morðingja eftir létti eða aflausn þegar morð- inginn hefur verið tekinn af lífi. Án efa finna þeir fyrir vissum létti yfir að opinberum málaferlum með til- heyrandi málalengingum sé lokið. En ég hef ekki trú á að léttirinn yfir að réttlætinu sé fullnægt sé langvar- andi. Ég býst við að þetta fólk þurfi á endanum að snúa sér að fyrirgefn- ingu til að fá einhverja sátt í lífið og frið í hjartað. Dómarnir eru alltaf eins konar tákn hefndarskyldunnar sem ríkisvaldið hefur tekið að sér. Á sama hátt og skaða- og slysabætur eru allt eins táknrænar eins og raun- veruleg bót fyrir limlestingu eða sálrænan skaða. Það er því tómt mál að tala um lengd fangelsisdóma út frá skaða fórnarlamba glæpa. Það er líka rangt að horfa á fælingarmátt þungra refsinga. Bandaríkin eru eitt fárra landa á Vesturlöndum sem stunda dauðarefsingar. Samt eru morð tíðari þar en nokkurs staðar annars staðar. Ef dómaþyngd hefði áhrif á tíðni glæpa ættu glæpir að vera algengastir þar sem dómar eru vægastir. En svo er ekki. Það hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að þessu geti jafnvel verið öfugt farið. Ef dómar eru svo þungir að glæpamenn líti á það sem nánast endalok lífs síns að verða gripnir er hættara við að þeir grípi til ofbeldis ef þeir óttast það. En glæpamenn velta sjaldnast fyrir sér þyngd dóma heldur fremur líkunum á að nást. Ef lagarammi og löggæsla eru það eina sem heldur aftur af fólki er heilla- vænlegra að halda uppi öflugri löggæslu til að fækka glæpum en að þyngja dóma. Besta leiðin er hins vegar sú að halda uppi góðu al- mennu siðgæði meðal borgaranna. Það hefur verið tilhneiging í ís- lensku samfélagi að þyngja fangels- isdóma . Kröfum þar um hefur ver- ið haldið á lofti með þeim rökum að sumir glæpir séu svo alvarlegir að þeir sem fremja þá eigi allt illt skil- ið. Dómskerfið og löggjafinn hafa látið undan þessum kröfum og dóm- ar í þessum málaflokkum hafa mjög þyngst á undanförnum árum. Nið- urstaðan er sú að dómurinn yfir ógæfumönnunum tveimur í Hafnar- stræti virðast fáránlega vægir. En líklega hefðu þeir ekki vakið þau viðbrögð fyrir tíu árum eða svo. Þá situr eftir spurningin um hvort löngun okkar til að fordæma kyn- ferðisafbrot og fíkniefnaneyslu í gegnum dómskerfið hafi orðið til þess að við séum að færast inn á braut þyngri refsinga. Og hvort að einhver vilji það í raun? Og hvort ekki sé kominn tími til að draga að- eins úr kröfunni um hefnd, því sú leið er botnlaust dý. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um lengd dóma fyrir ofbeldis- verk og fíkniefnasmygl. 16 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Síðustu daga hefur mikið veriðgert úr ummælum Hjálmars Árnasonar alþingismanns þess efnis að samningsstaða okkar gagnvart Bandaríkjamönnum um varnarliðið hefði verið veik- ari nú en hún er í raun og veru, ef við hefðum farið út í það eftir kosningarnar að láta strika Ís- land út af lista hinna ,,staðföstu“, sem studdu Íraksstríðið á sínum tíma. Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart að gagnrýnendur skuli stökkva á stjórnarþingmann sem bryddar upp á stríðinu við Írak sem umræðuefni. Það er hrein fífldirfska að tala ógrátandi um stuðninginn við þetta árásar- stríð, sérstaklega eftir að þau veiku rök sem þó var hægt að færa fyrir innrás eru nú öll fall- in og reyndust hafa verið ýmist ýkjur eða hrein lygi. En Hjálmar er ekki gagnrýnd- ur á þessum forsendum. Þvert á móti er hann gagnrýndur fyrir að tengja stuðning við árásina á Írak vörnum Íslands. Hneykslað- ir segja menn að þetta séu tveir aðskildir hlutir. Það eru þeir þó auðvitað ekki, því báðir spretta þeir af sama meiði – þ.e. sér- stöku, áralöngu og innilegu sam- starfi okkar við Bandaríkja- menn. Samstaða okkar með Bandaríkjamönnum og Bretum í Íraksstríðinu var réttlætt með tilvísun til þessara gagnkvæmu samskipta og sérstaka sam- bands. Menn þurfa ekki annað en lesa breiðsíðuleiðara Morgun- blaðsins frá því fyrr í vor til að rifja upp þá ofuráherslu, sem lögð var á þessa samstöðu vina- þjóða. Málinu var meðal annars stillt þannig upp að Bandaríkja- menn hefðu ekki brugðist okkur þegar mikið lægi við og því gæt- um við ekki brugðist þeim á ör- lagastundu. Slíkt væri einfald- lega eðli samskipta vinaþjóða. Enda brugðust íslensk stjórnvöld ekki þessari vinaþjóð sinni og studdu árásina á Írak. Eflaust hefur leiðarahöfundi Morgun- blaðsins, sem virðist bæði sam- viska og skeleggasti hugmynda- fræðingur íslenskra stjórnvalda í þessu máli, létt við þau tíðindi. Hjarta vináttunnar – varnar- samningurinn Kjarni hins sérstaka vinasam- bands þessara tveggja ríkja er varnarsamningurinn frá 1951 og bókanir sem gerðar hafa verið við hann. Fram hefur komið að þessi samningur er miklu víð- tækari en svo að hann sé ein- vörðungu byggður á tæknilegum herfræðigrunni. Í heildarsam- hengi NATO og bandarískrar strategíu á Atlantshafinu skipta t.d. loftvarnirnar í Keflavík ekki máli og generálar hjá Pentagon vildu flytja orrustuvélarnar burt fyrir löngu. Það hefur hins vegar ekki verið gert af pólitískum ástæðum – pólitískum ástæðum sem tengjast hinu títtnefnda og margfræga sérstaka vinasam- bandi þessara tveggja ríkja. Sú tillaga sem nú er sögð uppi af hálfu Bandaríkjanna miðar hins vegar að því að rjúfa þetta vina- samband eða setja það í gjörsam- lega nýjan farveg. Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint núver- andi viðbúnað sem lágmarksvið- búnað, og tilgangslaust sé að vera yfirleitt með varnarlið hér ef það stenst ekki lágmarkskröf- ur. Þess vegna segir Halldór Ás- grímsson að nú reyni fyrst á spurninguna um gagnkvæmi samningsins – þ.e. hvort Banda- ríkjamenn ætli að bregðast ís- lenskum loftvörnum á örlaga- stundu. Er mikils misst? Það eru vissulega mikilvægir hagsmunir í húfi vegna þessa máls. Þeir hagsmunir sem eflaust eru mest aðkallandi eru hinir efnahagslegu hagsmunir sem tengjast varnarliðinu. Svo eru það hagsmunir sem tengjast ör- yggismálum Íslendinga og hvernig menn ætla að halda uppi trúverðugum vörnum. Um alla þessa hagsmuni hafa menn talað mikið síðustu daga og haft rétti- lega af þeim áhyggjur. Minna hefur hins vegar verið talað um hinar utanríkispólitísku hags- muni, sem þarna eru lagðir undir og gætu trúlega haft mun meiri áhrif þegar til lengri tíma er litið og gjörbreytt stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það væru ekkert annað en stórkostleg söguleg tímamót ef endi yrði bundinn á hina sérstöku vináttu og hinn sérstaka skilning milli Ís- lands og Bandaríkjanna eða henni beint í nýjan og áður óþekktan farveg. Boltinn er hjá Bandaríkja- mönnum, enda eru það þeir sem vilja rugga bátnum. Það er ein- faldlega rétt hjá Hjálmari Árna- syni að ef Íslendingar hefðu dregið nafn sitt burt af lista hinna staðföstu þá væri auðveld- ara fyrir Bandaríkjastjórn að rjúfa þessi vináttubönd. Það er þó ekkert sem segir að vináttu- böndin verði ekki rofin þrátt fyr- ir þennan stuðning. Í ljósi þess að óeðlilegt hlýtur að teljast að ís- lensk stjórnvöld þurfi að biðja Bandaríkjamenn um vináttu þeirra eins og hver annar bein- ingamaður og í ljósi þess hvernig Bandaríkjamenn hafa hagað sér á alþjóðavettvangi upp á síðkast- ið vaknar sú spurning hvort mik- ils sé misst, þótt þessi sérstöku vináttubönd slitni, eða að á þeim slakni mjög verulega. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um varnar- samninginn við Bandaríkin. Hin sérstöku vináttubönd ■ Bréf til blaðsins Hefndin segir dóma aldrei of þunga Kaupsýslumaður og landsliðsþjálfari ■ Af Netinu Hryðjuverk upprætt „Til lengri tíma litið verða hryðjuverk einungis upprætt með því að jafna kjör fólks um allan heim...“ GUNNAR ÖRN HEIMISSONÁ VEFNUM UVG.VG. Þriðja heims valdhafar „Þar sem við höfum þriðja heims valdhafa hér á landi, má benda þeim á að skoða mögu- leika á að verzla við Bandaríkin um undanþágu gegn stríðsglæp- um annars vegar og óskert framhald hermangs á Keflavík- urvelli hins vegar.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEF SÍNUM JONAS.IS. Í Fréttablaðinu 12. júní var fréttog viðtal við leikhússtjóra Leik- félags Reykjavíkur um „drög að breytingum á félaginu“. Í viðtal- inu vekur sérstaka athygli það sem haft er eftir Guðjóni Peder- sen leikhússtjóra: „Stjórnarseta fjársterkra aðila myndi styrkja leikfélagið... og það væri ekki verra að hafa einhvern úr við- skiptalífinu í stjórninni.“ Nú vakna m.a. þessar spurn- ingar: 1. Á leikhússtjórinn von á því að „fjársterkir aðilar“ bíði bara eftir að fá að fjárfesta í rekstrin- um undir hans stjórn, sem hefur rekið félagið með um 12% halla undanfarin ár og eytt öllu eigin fé þess, 124 milljónum og meira til, á tæpum þremur árum? 2. Hvað meinar leikhússtjórinn með „fólk úr viðskipalífinu“? Er ekki „viðskipalífið“ þau fyrirtæki, félög og stofnanir sem selja vöru sína og þjónustu? Selur ekki Leik- félag Reykjavíkur einmitt fram- leiðslu sína og þjónustu og er þann- ig hluti af viðskiptalífinu? Eru þá ekki núverandi stjórnarmenn LR - og leikhússtjórinn sjálfur - einmitt fólk í viðskiptalífinu? ■ Leikfélag Reykjavíkur Sigurður Karlsson skrifar: maðurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.