Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 21
28 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR BJARTAR SUMARNÆTUR Það verður nóg um að vera í tónlistarlífinu í júní og fólk getur elt uppi hvern viðburð- inn á fætur öðrum víða um land. Hugsan- lega er best að halda sig á hringveginum til þess að missa ekki af neinu. TÓNLIST Óperustúdíó Austurlands frumsýndi óperuna Don Giovanni á Egilsstöðum fyrr í vikunni. Þetta er fimmta árið í röð sem Óp- erustúdíóið setur upp sumarsýn- ingu fyrir austan og sem fyrr er það Keith Reed sem stjórnar upp- færslunni. Að þessu sinni sér Gunnsteinn Ólafsson um hljóm- sveitarstjórn en hún hefur einnig verið í höndum Keiths hingað til. Hópurinn sem stendur að Don Giovanni telur rúmlega áttatíu manns og hefur æft stíft frá því í lok maí. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Ásta Schram, einn aðstand- enda sýningarinnar. „Þetta er búin að vera mikil törn og við höf- um öll búið saman á Eiðum á með- an undirbúningurinn hefur staðið sem hæst.“ Don Giovanni er hluti af menn- ingarhátíðinni Bjartar nætur og verður sýnd fjórum sinnum fyrir austan og tvisvar í Reykjavík. „Við erum búin að sýna tvisvar á Egilsstöðum og verðum með sýn- ingar í kvöld og á föstudaginn. Á laugardaginn förum við öll, átta- tíu og fjögur í það heila, með flugi til Reykjavíkur og sýnum í Borg- arleikhúsinu á sunnudaginn klukkan 17 og mánudagskvöld klukkan 20. ■ DON GIOVANNI Verður sýndur fjórum sinnum á Egilsstöð- um en hópurinn heldur svo til Reykjavíkur og treður upp í Borgarleikhúsinu í tvígang á sunnudaginn og mánudaginn. Don Giovanni: Frá Egilsstöðum til Reykjavíkur TÓNLIST Listahátíðin Á seyði er hald- in á Seyðisfirði á hverju ári. Hátíð- in byrjar þann 14. júní og stendur fram í ágúst. Fjölmargir listamenn hafa komið við sögu hátíðarinnar og mikill fjöldi hæfileikafólks hef- ur lagt leið sína til Seyðisfjarðar með listsköpun sína í farteskinu. Hátíðin verður sett á laugardag- inn í menningarmiðstöðinni Skaft- felli klukkan 17 og hálftíma síðar opnar sýning þýska myndlistar- mannsins Lothar Baumgarten. Geirfuglarnir spila svo í Herðu- breið um kvöldið. Laugardagurinn 21. júní er svo menningardagur barna. Þema dagsins verður „friður“ og boðið verður upp á sýningar, listasmiðju og aðrar skemmtanir af ýmsu tagi. Að kvöldi laugardagsins, klukk- an 21, mætir leikkonan Björk Jak- obsdóttir í Herðubreið með hinn vinsæla einleik Sellófon sem hefur gert stormandi lukku fyrir sunnan. Tónleikadagskrá Bláu kirkjunn- ar á Seyðisfirði hefst 18. júní í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listamennirnir í sumar koma, eins og í fyrra, frá Íslandi, Norðurlönd- unum og Bandaríkjunum, en auk þess var áhersla lögð á að fá tónlist- arfólk ættað frá Austurlandi til þess að taka þátt í dagskránni. Sumartónleikarnir verða haldnir klukkan 20.30 öll miðviku- dagskvöld frá júní fram í septem- ber og það er Jónas Ingimundar- son, píanóleikari, sem ríður á vað- ið þann 18. júní, ásamt „nemend- um“, Bergþóri Pálssyni og Ólafi Kjartani Sigurðssyni, með skemmtilegum og léttum Gluntar- lögum sem sungin eru eins og í söngleik á sviði. „Gluntarnir“ hafa komið fram í Salnum í Kópa- vogi og víðar fyrir fullu húsi og við miklar vinsældir. Viku síðar, þann 25. júní, mæt- ir Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari til leiks ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleik- ara. Dagskráin sem þær flytja samanstendur af „steppaðri“ tangótónlist og frábærri tónlist þar sem ljúfir hljómar sellósins fá að njóta sín. ■ JÓNAS INGIMUNDARSON Byrjar ásamt góðu fólki sumartónleikaröðina sem kennd er við Bláu kirkjuna þann 18. júní. Margt á seyði Listahátíðin Á seyði hefur verið haldin um árabil á Seyðisfirði. Hún hefst 14. júní. TÓNLIST Menningarhátíðin Bjartar sumarnætur á Seltjarnarnesi verður haldin í fyrsta sinn um helgina með þrennum tónleikum í Seltjarnarneskirkju dagana 13., 14. og 15. júní. Framkvæmd hátíð- arinnar er á vegum menningar- nefndar Seltjarnarnessbæjar í samvinnu við listahjónin og Nes- búana Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnar Kvaran sellóleikara. Tónleikarnir eru afar fjöl- breyttir en flytjendur eru: Bubbi Morthens, söngur, Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzosópran, Tríó Reykjavíkur, Gerrit Schuil, píanó, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Pálína Árnadóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Unnur Sveinbjarn- ardóttir, víóla, Peter Máté, píanó, og Monica Abendroth á hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á föstudag og sunnudag en klukkan 17 á laugardaginn. ■ BUBBI MORTHENS Er meðal þeirra listamanna sem koma fram á menningarhátíðinni á Seltjarnarnesi sem hefst í kvöld. Tónleikarnir hefjst klukkan átta. Seltjarnarneskirkja: Sumarnætur á Seltjarnarnesi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.