Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 8
13. júní 2003 FÖSTUDAGUR ótroðnar slóðir... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 14 07 06 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 Þeir sem fara High Peak - Dakota Frábært fjölskyldutjald. Stórt fortjald sem opnast á tvo vegu. Létt og fyrirferðarlítið. Auðvelt í uppsetningu. Verð: 3ja manna 24.990 kr. 4ra manna 29.990 kr. 5 manna 34.990 kr. ...nota alvöru útbúnað og nýta sér ráð sérfræðinga. High Peak Sonic Góður fjölskyldupoki fyrir sumar, vor og haust. Mesta kuldaþol -10°C. Þyngd 2,1 kg. Verð áður 6.990 kr. Tilboð 5.990 kr. Meindl Malaysia Léttir og liprir gönguskór, góðir í útileguna. Verð áður 12.990 kr. Tilboð 9.990 kr. High Peak Tvöföld vindsæng með velúráferð. Stærð 137x188 cm. Verð áður 3.990 kr. Tilboð 2.990 kr. BAGDAD, AP 400 Írakar voru teknir til yfirheyrslu af bandarískum hermönnum í Bagdad í gær. Að- gerðin var liður í því að hafa hend- ur í hári þeirra sem hafa staðið fyrir fjölmörgum árásum á banda- ríska hermenn undanfarið. Hafa árásirnar tafið mjög fyrir starfi hermannanna við að tryggja öryggi í Írak á ný og við almenna enduruppbyggingu í landinu. Mikið magn vopna og skotfæra náðist í aðgerðinni. Alls hafa 206 hermenn banda- manna látist síðan ráðist var inn í Írak. 628 hafa særst. ■ Bandaríkjaher í Bagdad: 400 Írakar yfirheyrðir AP /M YN D SOFANDI DRENGUR Íraskur drengur sefur fyrir framan skriðdreka Bandaríkjamanna í Bagdad. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á bandaríska her- menn síðan þeir réðust inn í landið. HÁTÍÐ Framkvæmdir standa nú yfir inni í snjóflóðagörðunum á Flateyri þar sem verið er að koma upp sviði. Snjóflóðagarð- arnir eru mikið mannvirki sem nær hátt upp í fjallshlíðina. Að sögn Lýðs Árnasonar, héraðs- læknis og kvikmyndaleikstjóra, sem er einn aðstandenda hátíðar- innar, verður þarna um að ræða einstaklega heppilegt hátíðar- svæði. „Varnargarðurinn er feikilega skjólsæll enda varinn frá öllum hliðum. Þar skartar kvöldsólin sínu fegursta,“ segir Lýður. Yfir 50 grænlenskir listamenn og handverksfólk munu koma fram á fjögurra daga hátíð sem standa mun frá 10. til 14. júlí. Þá mæta einnig til leiks Danir og Færeyingar til að létta gestum líf og lund. Fjöldi Íslendinga mun einnig koma fram á hátíðinni. Inúítaþorp, sem flutt verður með skipi frá Grænlandi, verður sett upp á Flateyri og fólk frá Nanortalik mun sýna hvernig Inúítar höfðust við til forna. Að sögn Lýðs er fyrirhugað að framkvæmdum ljúki fyrir mán- aðarlok og aðstaðan verði vígð á grænlensku hátíðinni. ■ Grænlenskar nætur á Flateyri: Sumarhátíð í snjóflóðavörnum FLATEYRI Þorpið verður undirlagt af hátíðarhöldum 10. til 14. júlí þegar tugir Grænlendinga koma til að standa að sumarhátíðinni Grænlenskar nætur. VÍSINDI Ný rannsókn sem birt var í tímaritinu „Science“ bendir til þess að notkun vetnis í stað jarð- efnaeldsneytis geti skaðað óson- lagið. Hingað til hefur verið litið á vetni sem einhverja bestu og um- hverfisvænstu lausn á orkuvanda heimsins. Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina leggja áherslu á að halda beri áfram að þróa vetni sem eldsneyti en segja að mikil- vægt sé að leita leiða til þess að takmarka umhverfisáhrif efnis- ins. Þegar vetni er notað sem orkugjafi er eina úrgangsefnið vatn. Það sem vísindamennirnir benda aftur á móti á er að ef vetni komi til með að leysa jarð- efnaeldsneyti af hólmi megi bú- ast við því að tíu til tuttugu pró- sent af efninu leki út í andrúms- loftið úr leiðslum, geymslutönk- um og vinnslustöðvum. Afleið- ingarnar geta orðið þær að vetn- isatóm bindist súrefni í heið- hvolfinu og myndi vatn. Við þetta myndi loftið kólna og þar með valda röskun á efnasamsetningu ósónlagsins. Vísindamennirnir segja að það sé huggun harmi gegn að hafa komið auga á þetta vandamál á þessu stigi málsins því enn sé tími til þess að þróa aðferðir til að tak- marka leka. ■ Vetni í stað jarðefnaeldsneytis: Getur skaðað ósonlagið VETNISSTÖÐ Fyrsta vetnisstöð í heiminum sem reist er við almenna bensínstöð stendur við Vesturlandsveg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.