Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 12
18 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR
ÁLFULEIKARNIR UNDIRBÚNIR
Steve Marlet og Thierry Henry höfðu í
nógu að snúast á æfingu franska lands-
liðsins fyrir Álfuleikana sem hefjast í næstu
viku.
Fótbolti
4. flokki 1992 – 38. útdráttur
4. flokki 1994 – 31. útdráttur
2. flokki 1995 – 29. útdráttur
1. og 2. flokki 1998 – 20. útdráttur
Frá og með 15. júní 2003 hefst innlausn á útdregnum
húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
föstudaginn 13. júní.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Innlausn
húsbréfa
FÓTBOLTI „Það er mjög skemmtilegt
að lenda á móti ÍBV,“ segir Hlynur
Stefánsson, leikmaður KFS og fyr-
irliði ÍBV til margra ára. „Félögin
hafa unnið mjög vel saman, við
höfum fengið leikmenn frá þeim
og þeir frá okkur. Leikmenn þekkj-
ast því mjög vel og þetta verður
eins og góð æfing.“
„Öll pressan er á ÍBV því þeir
eru stóra liðið og markmið KFS er
að standa nógu lengi í þeim. Við
erum að gæla við að fá um 500 til
600 áhorfendur.“
KFS hefur áður leikið gegn fé-
lagi úr efstu deild. „Við spiluðum
við Fylki fyrir tveimur árum. Þeir
jöfnuðu í blálokin og unnu svo í
framlengingu. Í fyrra lékum við
gegn KR og stóðum í þeim framan
af en misstum þá frá okkur á
lokakaflanum.“
„Við spiluðum einn æfingaleik
við ÍBV á grasi rétt fyrir tímabilið
og töpuðum stórt. Þá vantaði
nokkra leikmenn hjá okkur. Við
ætlum að hafa gaman af leiknum
við ÍBV, þetta er stærsti leikur
okkur í sumar og svo veit maður
aldrei hvað gerist í fótbolta.“ ■
VISA BIKARKEPPNI KARLA
Meðal leikja í 32 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla er viðureign Eyjaliðanna KFS og ÍBV.
VISA-bikarkeppni karla:
Verður eins
og góð æfing
KNATTSPYRNA „Við ræddum laus-
lega markmið okkar í keppninni á
þriðjudag og vorum sammála um
að við ættum að stefna á 2. sætið í
riðlinum og komast í umspil,“
sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari
A-landsliðs kvenna. „Hópurinn er
breyttur en við vorum sammála
um að það væri letjandi fyrir eldri
leikmenn í hópnum að setja mark-
ið lægra. Í síðustu undankeppni
komst Ísland í umspilið. Við erum
að reyna að byggja á því sem liðið
hefur verið að gera en næsta
markmið er bara að klára Ung-
verjaleikinn.“
„Okkur hefur ekkert gengið að
fá upplýsingar um Ungverjana og
rennum eiginlega alveg blint í sjó-
inn. Þeir hafa spilað tvo leiki í
riðlinum, töpuðu 0:4 fyrir Frökk-
um en unnu Pólverja 2:0.“
KSÍ bauð Helenu starf lands-
liðsþjálfara í febrúar og fylgdist
hún með leik Íslands og heims-
meisturum Bandaríkjanna. Leik-
urinn gegn Ungverjum verður
fyrsti leikur liðsins undir hennar
stjórn.
„Valið í hópinn byggir á leikn-
um gegn Bandaríkjunum í febrú-
ar og því sem ég hef séð í vor.
Nokkrar þeirra sem léku gegn
Bandaríkjunum eru meiddar. Við
höfum skoðað 29 leikmenn en það
er næstum heilt lið frá vegna
meiðsla og vegna barneigna. Hóp-
urinn sem ég skoðaði er því mjög
stór. Í leiknum gegn Bandaríkjun-
um komu nýir leikmenn inn í hóp-
inn sem sýndu að þeir áttu heima
í landsliðinu. Það hefur aukið
breiddina í hópnum.“
„Við munum fyrst og fremst
byggja á okkar styrkleika. Við
æfðum á þriðjudag og miðviku-
dag en í gær var frí. Í dag förum
við á hótel og æfum í kvöld. Síðan
verður leikurinn á morgun. Ég get
ekki neitað því að að ég er orðin
mjög spennt. Þetta er allt nýtt.
Það er svolítið skrítið að stjórna
þessum hópi. Ég hef spilað með
mörgum leikmannanna og á móti
flestum hinna. Þetta er ekki það
sem ég gerði mér í hugarlund fyr-
ir ári síðan en þetta verður gam-
an.“
„Það er skemmtileg auglýsing
á leiðinni. Þær voru að vinna í
henni á miðvikudag og mér skilst
að þessi vinna skapi skemmtilega
stemningu.“
obh@frettabladid.is
HELENA ÓLAFSDÓTTIR
Helena Ólafsdóttir stjórnar A-landsliðinu í fyrsta sinn á morgun þegar Íslendingar leika
gegn Ungverjum.
Stefnum á 2. sætið
Ísland leikur í riðli með Frökkum, Rússum, Pólverjum og Ungverjum í
undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða.
FÓTBOLTI Íslendingar leika gegn
Ungverjum á morgun í Evrópu-
keppni kvennalandsliða í knatt-
spyrnu. Þar með hefst þátttaka Ís-
lands í keppninni sem lýkur á
Englandi sumarið 2005. Ísland er í
riðli með Rússum, Frökkum, Ung-
verjum og Pólverjum en leikurinn
á morgun verður á Laugardals-
velli og hefst klukkan 16.
Ísland hefur sjö sinnum áður
tekið þátt í Evrópukeppni kvenna-
landsliða. Í síðustu keppni komst
Ísland í átta liða úrslit en tapaði
naumlega fyrir Englendingum. Í
riðlakeppninni hafði Ísland betur
gegn Ítölum og Spánverjum en
varð í öðru sæti á eftir Rússum.
Ísland komst einnig í átta liða úr-
slit keppninnar 1993-1995. Ísland
sigraði Holland og Grikkland í
undanriðli en tapaði tvisvar 1:2
fyrir Englendingum í átta liða úr-
slitum.
Ísland lék fyrst í keppninni
árið 1982 og mætti Norðmönnum,
Finnum og Svíum. Í fyrsta leik
gerði Ísland 2:2 jafntefli við Norð-
menn og skoruðu Ásta B. Gunn-
laugsdóttir og Rósa Á. Valdimars-
dóttir mörkin. ■
ÁSTHILDUR
Ásthildur Helgadóttir verður fyrirliði Íslands
í leiknum við Ungverja. Hún hefur skorað
12 af 56 mörkum Íslands í Evrópukeppni.
ÁRANGUR ÍSLANDS Í EVRÓPUKEPPNI KVENNALANDSLIÐA
1982-1984 6 0 1 5 2:19
1991-1993 4 1 1 2 3:7
1993-1995 6 4 0 2 14:6
1995-1997 8 2 1 5 8:21
1997-1999 6 1 2 3 5:9
1999-2001 8 1 3 4 14:19
2001-2003 8 2 4 2 10:12
Samtals 46 11 12 23 56:93
Mörk Íslands (56): Ásthildur Helgadóttir 12, Olga Færseth 9, Rakel Ögmundsdóttir 7,
Margrét R. Ólafsdóttir 6, Ásta B. Gunnlaugsdóttir 5, Katrín Jónsdóttir 3, Erla Hendriks-
dóttir 2, Guðrún Sæmundsdóttir 2, Sigrún Óttarsdóttir 2, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún
Jóna Kristjánsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Jónína Víglundsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir,
Rósa Á. Valdimarsdóttir - tvö sjálfsmörk mótherja.
Evrópukeppni kvennalandsliða:
Ísland með í áttunda sinn
Ólæti stuðningsmanna:
Tyrkjum
refsað
FÓTBOLTI Tyrkneska knattspyrnu-
sambandið má eiga von á fésektum
vegna ósæmilegrar framkomu
fylgismanna tyrkneska landsliðsins
í leik þess gegn Makedóníu. Til þess
kann jafnvel að koma að Tyrkir
verði að leika næsta heimaleik sinn
bak við luktar dyr.
Tyrknesku stuðningsmennirnir
hentu lausamunum í makedónsku
leikmennina. Óeirðalögregla þurfti
að stilla sér upp milli áhorfenda og
makedónskra leikmanna þegar þeir
áttu að taka hornspyrnur. Einn
makedónsku leikmannanna, Sasko
Lazarevski, fékk hlut í höfuðið sem
einn Tyrkjanna kastaði inn á völl-
inn.
Aganefnd Knattspyrnusam-
bands Evrópu tekur ákvörðun um
refsingu Tyrkja á fundi sínum í
næsta mánuði. ■
Salan á Beckham:
Carlos
vongóður
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að Manchest-
er United hafi tekið tilboði
Barcelona í David Beckham
virðast flestir telja meiri líkur á
að hann fari til erkifjendanna í
Real Madrid.
„Ég er viss um að ef Beckham
þarf að velja, velur hann Real
Madrid frekar en Barcelona.
Þeir eru ekki með slæmt lið en
hann veit að við erum betri,“
sagði Roberto Carlos, leikmaður
Real Madrid, við spænska
íþróttablaðið AS.
Blaðið Marca greindi frá því í
gær að svo virtist sem Real Ma-
drid hefði komist að samkomu-
lagi við Beckham, nú ætti aðeins
eftir að semja við Manchester
United. Enn sér því ekki fyrir
endann á því hvar Beckham
verður næsta vetur. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M