Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 2
VIÐSKIPTI Sölunefnd varnarliðsins flutti inn fjölda amerískra þvotta- véla sem stofnunin fékk á brota- járnsverði og seldi þær síðan til aðila innanlands. Þessi innflutn- ingur var óheimill þar sem amer- ísku vélarnar stóð- ust ekki kröfur Evrópusambands- ins samkvæmt reglum sem settar voru um miðjan ní- unda áratuginn og voru ekki CE vottaðar. Um árabil streymdu umrædd- ar 110 volta þvottavélar inn í land- ið þar sem settir voru í þær spennubreytar til að þær nýttust í 220 volta kerfinu íslenska. Fyrir- tæki í Kópavogi annaðist ísetn- ingu spennubreytanna fyrir Sölu- nefndina og einkaaðila sem fengu vélarnar ásamt leiðbeiningum um það hvar ætti að breyta þeim. Eft- ir að bannað var að selja þvotta- vélar og önnur rafmagnstæki sem ekki voru með CE merkingu hélt Sölunefndin áfram innflutningi frá Vellinum inn á Evrópska efna- hagssvæðið. Heimildir Frétta- blaðsins herma að innflutningur- inn hafi verið kærður af Kaup- mannasamtökunum. Löggilding- arstofa kannaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að um brot væri að ræða og setti sölubann á við- komandi vörur. Þrátt fyrir sölubannið hélt inn- flutningur áfram en að þessu sinni voru vélarnar og þurrkarar flutt inn sem brotajárn. Þessi tæki voru óseljanleg vegna bannsins og fékk því Sölunefndin þær hjá Ameríkönum í skemmu 866 á brotajárnsverði. En tækin fóru ekki í brotajárn heldur í kjallar- ann á Grensásvegi. Viðmælendur Fréttablaðsins eru á einu máli um að tækin hafi verið vönduð. Óljóst er hvert umfang viðskiptanna var en heimildir Fréttablaðsins herma að tugir tækja hafi þannig komið árlega inn í landið. Bílstjóri Sölunefndarinnar, sem annaðist flutning frá Varnar- liðinu í Keflavík í höfuðstöðvar Sölunefndarinnar á Grensásvegi, staðfesti í samtali að innflutning- ur vélanna hefði „verið á gráu svæði“. Birgir Ágústsson, deildar- tæknifræðingur hjá Löggilding- arstofu, staðfesti að bannað væri að flytja inn rafmagnstæki sem ekki væru CE vottuð. Hann sagði að ef tækjum væri breytt þá yrði sá sem það verk annaðist að takast á hendur þá ábyrgð sem upphaflegi framleiðandinn hafði. Það væri þó alfarið bann- að að flytja inn slíkar vörur án þess að breytingarnar hefðu átt sér stað áður. Ríkisendurskoðun er nú að rannsaka bókhald Sölu- nefndarinnar með hliðsjón af því hvernig haldið hafi verið utan um birgðabókhald. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi varðist allra frétta en sagði rannsóknina vera á frumstigi. rt@frettabladid.is 2 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR Það er aldrei að vita þegar Alþjóða- hvalveiðiráðið er annars vegar. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst á mánu- dag. Mál hafa oft þróast með skrautlegum hætti á fundum ráðsins. Árni Mathiesen er sjávarútvegs- ráðherra. Spurningdagsins Megum við eiga von á einhverju skemmtilegu? SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er sú stærsta frétt sem ég hef heyrt lengi,“ segir Sverrir Leósson, útgerðarstjóri Súlunnar hf. á Akureyri, „að finna síldina innan okkar lögsögu.“ Súlan EA 300 fann í fyrrakvöld talsvert magn af síld úr norsk-íslenska stofninum um 170 sjómílur aust- norðaustur af Langanesi. Mörg ár eru síðan síld úr stofninum fannst síðast innan íslenskrar lögsögu. „Það er tilefni til þess að gleðj- ast, ekki aðeins fyrir okkur sem störfum í sjávarútvegi heldur þjóð- ina alla, að fá síldarstofninn inn í okkar lögsögu,“ segir Sverrir. „Þetta er meiriháttar mál fyrir okkur í sambandi við deilurnar við Norðmenn, í tengslum við síldar- samninga og annað.“ „Við sáum talsvert magn af síld,“ segir Ingimundur Elísson, stýrimaður á Súlunni. „Hún er þó nokkuð stygg.“ Súlan var í gærdag á leið til Neskaupstaðar til að landa 800 tonnum og að sögn Ingimundar var síldin nokkuð góð. Í fyrrakvöld var aðeins eitt skip við veiðar auk Súlunnar, en Ingi- mundur segir að í gærdag hafi tvö skip bæst við. Súlan stefnir að því að leggja aftur af stað til veiða nú með morgninum. „Þetta er góðs viti,“ segir Ingimundur. „Það eru mörg ár síðan við höfum séð síld á þessum slóðum, innan íslensku lög- sögunnar.“ ■ Samkeppnismál: Borgin mis- munar ekki SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisráð segir Reykjavíkurborg ekki mis- muna tónlistarskólum með styrk- veitingum. Samkeppnisstofnun beindi á ár- inu 2001 tilmælum til Reykjavíkur- borgar um að setja formlegar regl- ur um úthlutun styrkja. Það var gert í kjölfar kvörtunar Tónskól- ans Hörpunnar um meinta mis- munun borgarinnar í styrkjum til tónlistarskóla. Harpan kvartaði til Samkeppnisráðs. Samkeppnisráð segir að þó Reykjavíkurborg hafi farið að tilmælum Samkeppnis- stofnunar sé ámælisvert hversu langan tíma það tók. ■ KIRKJULUNDUR 17 Gandhi vill húsið á Kirkjulundi 17 undir nýjan leikskóla. Garðabær: Gandhi vill leikskóla SKÓLAMÁL Bæjarráð Garðarbæjar hefur falið Ásdísi Höllu Bragadótt- ur bæjarstjóra að ræða við Sunnitu Gandhi um fjármögnun einkarekins leikskóla í Garðabæ. Sunnita er forsvarsmaður Ís- lensku menntasamtakanna og jafn- framt í forsvari fyrir Leikskólann Friðarhús, sem sótt hefur um að fá að reka leikskóla í Garðabæ. Auk þess að fela bæjarstjóra viðræður við Friðarhús hefur erindinu verið vísað til fræðslunefndar og skipu- lagsnefndar. Íslensku menntasamtökin ráku grunnskóla og leikskóla í Hafnar- firði um skeið þar til bærinn rifti samningum við samtökin vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. ■ Barnaklámsmálið: Tímafrek rannsókn BARNAKLÁM Maðurinn sem var handtekinn á dögunum fyrir að eiga mikið barnaklám er frjáls ferða sinna. Efnið sem fannst hjá mannin- um var á fjórða hundrað mynd- bönd, yfir tvö hundruð geisla- diskar og tvær tölvur með barna- klámi. Fregnir herma að maður- inn sé staddur í London. „Við vit- um að maðurinn er í útlöndum,“ segir Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni. Hann segir málið vera í rannsókn og verði það lík- lega í einhverja vikur. ■ PARÍS Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, og Jacques Chirac Frakklandsforseti komu bros- andi út af tveggja klukkustunda löngum fundi í París. Í stað þess að ræða ágreiningsmál sín varð- andi Írak reyndu leiðtogarnir að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt fyrir fram- tíð Evrópu að Frakkar og Bretar eigi náið samstarf,“ sagði Blair að loknum fundi. Chirac lagði áherslu á að löndin tvö hefðu sameiginlegra hagsmuna að gæta við gerð nýrrar stjórnar- skrár fyrir Evrópusambandið. Hann lét einnig í ljós þá skoðun sína að Bretlandi bæri að taka upp evruna en lagði þó áherslu á að það væri Breta að meta hvenær þeir væru tilbúnir til að taka skrefið. Breski forsætisráð- herrann notaði tækifærið og ít- rekaði það að Bretland væri til- búið að ganga í myntbandalagið þegar ákveðnar hindranir væru úr sögunni. Leiðtogarnir gátu ekki komist að samkomulagi varðandi varn- arstefnu Evrópu. Chirac hélt fast í þá skoðun sína að Evrópu bæri að móta stefnu sína utan Nató á meðan Bretar sjá fyrir sér meiri samvinnu á milli ríkjabandalaganna tveggja. Tony Blair lagði jafnframt áherslu á að brúa yrði gjána sem myndast hefur á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna í kjölfar Íraksdeilunnar. ■ Þvottavélum á bannlista smyglað sem brotajárni Sölunefnd varnarliðseigna seldi um árabil þvottavélar og fleiri tæki sem keypt voru sem brotajárn og stóðust ekki Evrópukröfur. Vélunum breytt á Íslandi. Bókhaldsrannsókn að hefjast. Mosfellsbær: Banaslys við Skálatún LÖGRFGLA Banaslys varð við vist- heimilið Skálatún í Mosfellsbæ um klukkan sjö í gærkvöld. Ekið var á gangandi vegfar- anda, rúmlega fimmtuga konu, sem var vistmaður á heimilinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var aðkoman að slysinu slæm og klukkan níu í gærkvöld var lög- reglan enn að störfum á slysstað. ■ Ferðamenn: Keyrðu í kaf ÓHAPP Þýskur skógarhöggsmaður og kona hans ætluðu að keyra yfir Suðurfljót á Land Rover-bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn fór á kaf. Vegurinn sem þau voru að aka á er einkavegur bóndans á Svína- felli og er engin brú yfir ána. Ekki er nema fyrir vana menn að keyra yfir ána þar sem hún er jökulsá og síbreytileg. Hjónin lentu vitlausu megin við vaðið og ekkert nema toppur bílsins stóð upp úr. Ekki varð þeim meint af volkinu. ■ SJÓMENN Í NESKAUPSTAÐ Súlan EA 300 kom í gærkvöld með full- fermi af síld úr norsk-íslenska síldarstofn- inum til Neskaupstaðar. Norsk-íslenska síldin hefur ekki fundist innan íslenskrar lögsögu árum saman. Síld úr norsk-íslenska síldarstofninum finnst innan íslenskrar lögsögu: Tilefni til að gleðjast CHIRAC OG BLAIR Vel fór á með leiðtogunum á fundi þeirra í París þrátt fyrir að ýmis ágreiningsmál væru enn óleyst. Tony Blair og Jacques Chirac grafa stríðsöxina: Bretar og Frakkar verða að vinna saman SÖLUNEFNDIN Þvottavélar og önnur tæki sem ekki stóðust Evrópukröfur voru keypt sem brotajárn en síðan breytt og þau seld. ■ Um árabil streymdu um- ræddar 110 volta þvottavél- ar inn í landið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Landsliðið: Rætt við Loga og Ásgeir FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- lands mun að öllum líkindum hefja viðræður við Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson eftir helgi um það hvort þeir haldi áfram sem þjálfarar landsliðsins. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambandsins, segir ekki enn hafa verið ákveðið hvort þeir taki við liðinu, en þeir voru fyrir skömmu ráðnir tímabundið til að stjórna liðinu. Hann segist vera mjög ánægður með árangur liðsins undir þeirra stjórn. Þeir hafi sann- að það að þeir séu mjög hæfir til að taka starfið að sér. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.