Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 ekki bara sumar vörur debenhams S M Á R A L I N D Sumarið er komið í Debenhams! Klæddu þig eftir veðri ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 13 91 06 /2 00 3 Mikið úrval af sumarfötum á börn á ótrúlega góðu verði! Úrvalið hefur aldrei verið meira af frábærum og vönduðum barnafötum. Stærðir fyrir allt að 14 ára. heldur allar sumarvörur fyrir börn á frábæru ver›i  17.00 Sýn Bein útsending frá öðrum keppnisdegi á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.  18.00 Seyðisfjarðarvöllur Huginn fær ÍA í heimsókn í 32 liða úr- slitum VISA-bikarsins.  19.15 Víkingsvöllur 3. deildarlið Deiglunnar heimsækir Vík- ing í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins.  19.15 Hásteinsvöllur Vestmannaeyjafélögin KFS og ÍBV mæt- ast í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins.  19.15 Kópavogsvöllur 1. deildarfélagið HK fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í 32 liða úrslitum VISA- bikarsins.  19.15 ÍR-völlur Reykjavíkurfélögin ÍR og Fram keppa í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins.  19.15 Sauðárkróksvöllur Tindastóll og Keflavík keppa í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins.  19.15 Selfossvöllur Selfoss fær úrvalsdeildarfélag KA í heimsókn í 32 liða úrslitum VISA-bikars- ins.  19.15 Valsvöllur 3. deildarfélagið Númi heimsækir Val á Hlíðarenda í 32 liða úrslitum VISA-bik- arsins.  19.15 Njarðvíkurvöllur 1. deildarfélag Njarðvík leikur gegn Þrótti úr Reykjavík. hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 JÚNÍ Föstudagur KNATTSPYRNA „Það sér hver maður að Ásgeir og Logi eru að ná mjög vel til strákanna í landsliðinu,“ sagði Eggert Magnússon, formað- ur Knattspyrnusambands Íslands, eftir landsleikinn gegn Litháum. „Það hefur alltaf verið vilji KSÍ að hafa íslenska þjálfara ef því verður komið við og gengi Ás- geirs þessa tvo leiki er slíkt að ljóst má vera að hann veit alveg hvað hann er að gera. Ásgeir er náttúrlega einn allra besti knatt- spyrnumaður þjóðarinnar og gjörþekkir leikinn, gjörþekkir hugarástand strákanna og Logi er mjög fær þjálfari sem fylgist vel með öllu í þeim heimi. Við munum eiga fund við þá félaga fljótlega og þar kemur meira í ljós en því er ekki að leyna að við viljum gjarnan sjá áframhald á þessu samstarfi.“ Varðandi erlenda þjálfara sagði Eggert ekkert vera ákveðið. „Það er okkar reynsla að allir er- lendir þjálfarar vilja talsvert hærri laun en gengur og gerist hér heima og að KSÍ er ekki fært um að greiða svimandi há laun en staðan er sú núna að eftir fundinn með Ásgeiri og Loga skýrast mál- in talsvert hvað framhaldið varð- ar.“ ■ EGGERT MAGNÚSSON Fundar með Ásgeiri og Loga um helgina. Eggert Magnússon, formaður KSÍ: Óskastaða að hafa ís- lenskan þjálfara FÓTBOLTI Fjórir nýliðar eru í 18 manna hópi A-landsliðs kvenna sem leikur við Ungverja á morg- un. Átta aðrir leikmenn hafa leik- ið fimm leiki eða færri en sex leikmannanna hafa talsverða leik- reynslu í undankeppni stórmóta. Nýliðarnir eru Dóra María Lár- usdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Embla S. Grétarsdóttir og Mar- grét Lára Viðarsdóttir. Þær hafa allar leikið með yngri landsliðun- um á undanförnum árum og stað- ið sem vel með sínum félagsliðum í vor. Dóra María og Margrét léku með U17 liðinu sem varð í 3. sæti á Norðurlandamótinu í fyrra. ■ NÝLIÐARNIR Dóra María Lárusdóttir, Margrét Lára Við- arsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir og Embla S. Grétarsdóttir eru nýliðarnir í hópnum sem mætir Ungverjum. LEIKMENN - FÉLAG - LANDSLEIKIR - MÖRK Þóra Björg Helgadóttir KR 24 - María Björg Ágústsdóttir Stjarnan 3 - Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik 1 - Ólína G. Viðarsdóttir Breiðablik - - Erla Hendriksdóttir FV København 36 2 Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV - - Olga Færseth ÍBV 37 9 Ásthildur Helgadóttir KR 51 15 Edda Garðarsdóttir KR 19 - Embla S. Grétarsdóttir KR -- Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR 14 - Hrefna H. Jóhannesdóttir KR 2 - Dóra María Lárusdóttir Valur - - Dóra Stefánsdóttir Valur 2 - Íris Andrésdóttir Valur 1 - Laufey Jóhannsdóttir Valur 3 - Laufey Ólafsdóttir Valur 5 - Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur 1 - A-landslið kvenna: Fjórir nýliðar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.