Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 17
24 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR LIVING HISTORY Endurminningar Hillary Clinton eru mál málanna úti um allan heim þessa dagana enda hefur þess lengi verið beðið að hún leysti frá skjóðunni. Ég hlakka til að lesa bókina umHillary Clinton,“ segir Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir. Sigríð- ur Dúna hefur ekki enn haft tök á að ná sér í eintak af bókinni en stefnir að því við fyrsta tækifæri. Sigríður Dúna hefur hitt Hill- ary Clinton nokkrum sinnum og segir hana mjög skipulagða. „Hún hefur það sem kallað er ljós- myndaminni og man hlutina án þess að skrifa þá hjá sér,“ segir hún. „Einu sinni sátum við saman í pallborði í tvo klukkutíma ásamt einum sex eða sjö öðrum. Hún tók saman umræðuna í lokin án þess að hafa skrifað hjá sér eitt einasta orð og ég gat ekki séð að hún missti af einu einasta atriði.“ Sigríður Dúna segir Hillary nokkuð alvarlega. „Hún átti til að líta á það sem sagt var í gríni sem upplýsingar,“ segir hún. Hillary sé þó afskaplega indæl og elsku- leg kona með ósvikinn áhuga á málefnum kvenna. ■ SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR Sigríður Dúna hefur hitt Hillary Clinton nokkrum sinnum og segir hana mjög elskulega og indæla en nokkuð alvarlega. Sigríður Dúna um Hillary: Hún man allt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Vinsæl kona: Etur kappi við Harry Potter Living History“ eftir HillaryClinton rokselst í bókaverslun- um úti um allan heim þessa dag- ana auk þess sem eftirspurnin eft- ir henni er einnig gríðarleg á Net- inu. „Living History“ er nú sölu- hæsta bókin hjá netverslun Amazon.com og fylgir þar á hæla ekki minni spámanns en sjálfs Harry Potter. Hillary hefur vissu- lega upp á margt krassandi að bjóða en kemur þó varla til með að skáka galdrastráknum, sem selst eins og heitar lummur þó bókin um Harry Potter og Fönix- regluna komi ekki út fyrr en 21. þessa mánaðar. Bókin í öðru sætinu, Beyond Iraq, inniheldur vangaveltur um framtíð Íraks og hver næstu útspil Bandaríkjamanna verða í stöðunni, þannig að það eru galdr- ar, framhjáhald og stríðspólitík sem eiga hug lesenda í netheim- um í sumar. ■ Living History“ seldist í yfir40.000 eintökum á fyrsta degi. Slíkar sölutölur sjást yfir- leitt ekki nema þegar um skáld- verk er að ræða og ævisaga hef- ur aldrei áður selst í jafn mörg- um eintökum á einum degi í sögu Barnes & Noble bókaverslana- keðjunnar. Bókaforlagið Simon and Schuster gefur „Living History“ út og samkvæmt upplýsingum frá forlaginu hefur bókin selst í rúmlega 200.000 eintökum frá því hún kom í verslanir á mánu- daginn. Það lítur því út fyrir að þessi 562 blaðsíðna doðrantur verði söluhæsta bók almenns efnis í Bandaríkjunum á þessu ári. Hún var prentuð í einni milljón eintaka, sem þótti nokk- uð djörf ákvörðun hjá útgefand- anum en þar sem rúm 20% af því upplagi hafa selst á innan við viku er þegar byrjað að leggja drög að næstu prentun upp á 300.000 eintök. Bókin sem beðið hefur ver- ið eftir Almenningur hefur beðið þess í ofvæni að Hillary segði frá lífi sínu í Hvíta húsinu og gerði upp við framhjáld eigin- manns síns með Monicu Lewin- sky. Þessi mikla eftirspurn hef- ur þrátt fyrir það komið útgef- anda bókarinnar nokkuð á óvart þó hann hafi vissulega vitað að endurminningar Hillaryar væru líklegar til vinsælda og hafi þeg- ar greitt henni 2,85 milljónir dollara af heildarútgáfusamn- ingnum sem hljóðar upp á litlar 8 milljónir dollara. Hillary mun fylgja bókinni eftir með áritunum og viðtölum í fjölmiðlum. Hún mætti til leiks strax á mánudaginn í bókaversl- un Barnes & Noble í miðborg Manhattan og þar var atgangur- inn svo mikill að merkja þurfti ákafa kaupendur og aðdáendur með armböndum líkt og gengur og gerist á rokktónleikum. Hill- ary mun fara um gervöll Banda- ríkin og árita bókina en líkt og um þjóðhöfðingja sé að ræða verður ferðaáætlunin ekki gefin upp í smáatriðum af öryggis- ástæðum. Í skugga Monicu Forsetafrúin fyrrverandi hef- ur þegar mætt í tvö sjónvarpsvið- töl sem hafa vakið feikilega at- hygli. Á sunnudaginn ræddi hún hjónaband sitt og Bill Clinton við Barböru Walters á ABC-sjón- varpsstöðinni. Þátturinn var í fjórða sæti hvað áhorf snertir það kvöld samkvæmt tölum frá Niel- sen Media Research. 13,5 milljón- ir áhorfenda horfðu á þáttinn en þeir þrír þættir sem mældust stærri eiga sinn trausta áhang- endahóp. Everybody Loves Raymond var stærstur með 15,3 BARBARA WALTERS OG HILLARY Þær ræddu hjónabandsmál forsetahjónanna fyrrverandi á ABC-sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn. 13,5 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á spjallið enda virðist þjóðin seint fá sig fullsadda af Monicumálinu. Hillary slær í gegn Endurminningabók Hillary Clinton kom út á mánudaginn og hefur selst í slíku magni að annað eins hefur ekki gerst með bók almenns efnis. Það eru ekki síst kvennamál eiginmanns hennar sem vekja forvitni fólks þó Hillary sjálf geti vel staðið undir eftirspurninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.